Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.08.2015, Qupperneq 22

Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.08.2015, Qupperneq 22
Heimili og hönnun Sumarganga í Hafnarfirði *Næstkomandi fimmtudag, þann 24.ágúst, verður spennandi kvöldganga íHafnarfirði þar sem Pétur H. Ár-mannsson arkitekt fjallar um ÁsgeirStefánsson og framlag hans til ís-lenskrar byggingarlistar. Gengið fráHafnarborg, aðgangur er ókeypis og hefst gangan kl. 20. E rna Kristín segir heimilisstílinn nú- tímalegan, stílhreinan og bjartan. „Ég er mikið fyrir ljósa hluti, ég vil hafa bjart og létt í kringum mig, þannig líður mér best,“ segir hún en spurð um innblástur segist hún ekki leit- ast eftir innblæstri ennfremur fangi augað fallegar hugmyndir héðan og þaðan og nefnir hún þá vefsíðuna Pnterest, í heim- sóknum og smáforritið instagram. Erna segist hafa lagt mikla vinnu í her- bergi Leons Bassa, átta mánaða sonar síns og segir hún herbergið jafnfram eft- irlætisstað sinn á heimilinu, enda eyði hún mestum tíma þar. Eldhúsið er í miklu uppáhaldi hjá fjöl- skyldunni þar sem þau njóta sín saman við eldmennsku og spjall yfir góðum mat og segir Erna Kristín Kitchenaid-hrærivél efsta á óskalistanum þar sem hún segist elska að baka. Aðspurð hverjar séu eftirlætisverslanir fjölskyldunnar fyrir heimilið svarar Erna, „Blómaval lumar einnig á rosalega fal- legum hlutum, en þar kaupi ég blómin mín, en Hrím stendur þó algjörlega upp úr og er í miklu uppáhaldi,“ segir hún og bætir við að hún fari þó sjaldnast tómhent út úr verslununum IKEA og Söstrene grene. Erna segir stílinn á heimilinu hreinan, bjartan og nútímalegan. Morgunblaðið/Styrmir Kári NÚTÍMALEGUR HEIMILISSTÍLL Stílhreint og bjart ERNA KRISTÍN STEFÁNSDÓTTIR, GUÐFRÆÐINEMI OG BLOGGARI HJÁ KRÓM.IS, BÝR Í NOTALEGRI ÍBÚÐ Í VOGAHVERFINU Í REYKJAVÍK ÁSAMT KÆRASTA SÍNUM BASSA ÓLAFSSYNI OG SYNI ÞEIRRA, LEON BASSA. ERNA HEFUR MIKIÐ DÁLÆTI Á ÞVÍ AÐ GERA FALLEGT Í KRINGUM SIG EN HÚN REKUR LISTASÍÐUNA STÍNART ÞAR SEM HÚN FRAMLEIÐIR SKEMMTILEGAR TEIKNINGAR OG VÖRUR FYRIR HEIMILIÐ. Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is Erna segir eldhúsið í miklu uppáhaldi hjá fjölskyldunni. Notalegur eldhúskrókur fjölskyldunnar. Skemmtileg uppröðun í vinnurými Ernu.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.