Hagskýrslur um manntöl - 01.01.1913, Page 7
Formáli.
I. Hagfræði landsins fyr og síðar.
Af því að m a n n t a I i ð 19 10 er síð-
asla aðalverkið, sem Stjórnarráðið læt-
ur vinna, er að hagfræði landsins lýtur,
þá sýnist mjer að ekki verði hjá þvi
komist, að senda það frá sjer með lillum
formála. 1. jan. 1914 er komin ný slofnun
á fót, til þess að vinna úr hagfræðis-
skýrslum landsins, og gefa þær út, og þá
fáum við samskonar stofnun til að vinna
að þessum málefnum, eins og aðrar
menningarþjóðir liafa haft síðustu 70 — 80
árin.
Á fyrri öldum hafa ýmsir merkismenn
á landinu fengist við að safna skýrslum
um landshagi, eða hagfræðisskýrslum,
því allir sem eitthvað hugsa um lands-
mál eða skrifa um landsmál með nokkr-
urri skynsemi, þurfa þann grundvöll til
að bj'ggja á. Fyrstan allra þessara
manna má nefna Gizur biskup ísleifsson,
biskup yfir öllu landinu 1082—1105 en
yfir Skálholtsbiskupsdæmi til 1118. Gizur
biskup lögleiddi tíundina hjer á landi
til að hyggja kirkjuna á henni. Hann ljet
telja alla bændur á íslandi, þá er þing-
fararkaupi áttu að gegna árið 1096. Skýrsl-
an var lögð fyrir alþingi og birt. IJað
sem hefur gjört hana aðgengilega þann
dag í dag, er að Ari preslur þorgilsson
hinn fróði tók hana upp í íslendingabók.
»Tiðin er að liafa fataskiftk.
Mattli. Jocliumsson: Vesturfararnir 1. þáttur, 1. atriði.
Skýrslan er talin saman eftir landsfjórð-
ungum, svo þegar Norðlendingar vildu
»gjöra úr fjórða hluta hálft«, og halda
einir uppi biskupsstól fyrir sig á móti
öllum hinum fjórðungunum, gátu þeir
einnig áællað tekjur biskupsstólsins á
Hólum eftir hagskýrslu Gizurar biskups.
Þá er langt að bíða næsta mannsins,
sem mun hafa fengist við hagfræðisskýrsl-
ur hjer á Iandi. Það var Þorleifur Korts-
son, sem var lögmaður 1662—1678. Jón
Jakobsson sýslumaður, sem var mikill
fræðimaður, sagði það Hannesi biskupi
Finnssyni »að Þorleifur lögmaður Korts-
son hafi milli 1670 og 1680 látið lelja
fólk hjer á landi« og lilgreinir nánar
lielstu atriðin úr því fólkstali. Svo mun
mega líta á fólkstal þelta, sem alþýða
manna hafi ekki um það vitað, að það
hali verið tekið eins og hvert skallbænda-
tal, en að eins hver maður og hvert
heimili talið jafnframt. 100 árum síðar
sýnist svo, sem enginn viti af því, að
þetta fólkstal hafi farið fram, nema Jón
sýslumaður Jakobsson, en hann hlýtur
að hafa sjeð skýrslur um það, úr því að
hann getur sagt með nokkurn veginn ná-
kvæmni utn tölu heimila og tölu lands-
búa, sem áreiðanlega kemur vel heim
við fólkstalið 1703. Óhugur landsmanna
móti fólkstölum kemur ekki fram, svo
það verði sjeð eftir þetta fólkstal, líkleg-