Hagskýrslur um manntöl - 01.01.1913, Blaðsíða 178
156
nálegur helmingur karla er dáinn um miðjan sextugsaldur, en helmingur kvenna
um miðjan sjötugs aldur. Ur því vex manndauðinn hröðum felum og einungis
fimti hluti karla nær hálfáttræðu, en fram undir fimli hluti kvenna nær áttræðisaldii.
Af 100 körlum eða konum nýfæddum verða 15 ára 80 karlar 81 konur
— — — — — 15 ára — 35 — 84 - 89
— — — — — 35 - — 55 — 77 - 84
— — — — 55 — 75 — 41 — 50
— — — — — 75 — — 90 - 9 — 14
Siðasti dálkur töflunnar sjTnir meðalæfina eða þann árafjölda, sem hver ein-
staklingur á hverjum aldri á að meðaltali eftir að lifa. Meðalæfin sýnir í einu lagi
manndauða allra aldursflokkanna fyrir ofan þanri aldur sem við er miðað. Með
sama manndauða og var hjer á árunum 1901 —10 er meðalæfi nýfæddra sveinbarna
48.3 ár, en nýfæddra meybarna 53.i ár. Hinn mikli barnadauði einkum á 1. ár-
inu veldur því, að meðalæfi nýfæddra barna er hjerumbil 61/í ári skemmri heldur
en þeirra barna, sem komist hafa heilu og höldnu yfir tvö fyrslu árin. Meðalæfi 2
ára barna er 54.5 og 59.4 ár. Upp frá því lækkar meðalæfin með aldrinum, en
meðalæfi 10 ára barna er þó enn heldur lengri en meðalæfi nýfæddra barna. Þegar
ekki er tekið tillit til elstu aldursflokkanna, sem Iítið er að marka vegna þess, hve
fáir inenn eru í þeim, sjest að meðalæfi kvenna er á öllum aldri hærri lieldur en
meðalæli karla og munar það nálega 5 árum á meðalæfi nýfæddra barna.
Þegar dánarlaflan er borin saman við samskonar töflur, sem gerðar hafa
verið fyrir árin 1850—60 og 1890—1901, verður það augljóst, að töluverð breyting
hefur orðið á manndauðanum. Samkvæmt töflum þessum var meðalæfi nýfæddra barna.
Knrlar Konur
1850—60... 31.9 ár 37.9 ár
1890-01... 44.4 — 51.4 —
Á síðari hluta 19. aldar hefur meðalæfi nýfæddra barna lengst um rúml. 12
ár. Aftur á móti liefur meðalæfi 10 ára barna á sama tíma ekki lengst nema hjer-
umbil um 2 ár og sýnir það, að breytingin er aðallega fólgin í rjenun barnadauðans.
Þegar taflan fyrir 1890 —1901 er borin saman við töílu þá sem hjer birlist kemnr
það einnig í ljós, að meðalæfin hefur enn lengst nokkuð síðasta áratuginn. Yfir-
leitt hefur meðalæli allra aldursflokka lengst og bendir það til þess, að manndanði
hafi veríð minni í eldri aldursflokkunæm síðasta áratuginn heldur en næsta áratug
á undan.
Ef dánartallan fyrir síðasta áratug er borin saman við dánartöflu þá, sem
reiknuð hefur verið fyrir Danmörku miðað við manndauðann þar á árunum 1906
—1910 sjest, að manndauðinn er meiri hjer á landi heldur en í Danmörku á öllum
aldri, nema í elstu aldursflokkunum. Það sýnist að minsta kosti svo sem mann-
dauði sje heldur minni hjer meðal kvenna, þegar komið er yfir 75 ára aldur heldur
en í Danmörku. Ennfremur má sjá, að meiri munur er á manndauðanum hjer og
i Danmörku meðal karla lieldur en kvenna og mun það eigi sist stafa af því, að
manndauði af slysförum er hjer miklu tíðari heldur en i Danmörku. Meðalæfi ný-
fæddra sveinbarna er í Danmörku 54.9 ár eða rúml. 6V2 ári lengri heldur en hjer á
landi, en meðalæfi nýfæddra meybarna er í Danmörku 57.9 ár eða tæpl. 4 árum
lengri heldur en hjer. Við þennan samanburð er það aðgætandi, að á síðustu ár-
um hefur manndauði verið minni í Danmörku lieldur en í nokkru öðru landi í