Hagskýrslur um manntöl - 01.01.1913, Page 19
XVIt
iöflur eru geymdar hjá Hagstofunni, lil
þess að aðgangur sje að þeim fyrir þá,
sem vilja hnj'sast i sjerstök atriði úr
manntalinu, sem þær gefa nánari upp-
lýsingar uin, en mannlalið sem prentað er.
I3að er ekki mitt verk að segja, hvern-
ig frágangurinn á mannlalinu 1910 er, en
jeg get þó ekki látið það liggja alveg ó-
umtalað, vegna þeirra í neðri deild sem
samþyktu þingsályktunina 1909. Aidrei
hafa verið heimtaðar svo margar upplýs-
ingar sem nú, enda hefur fólksfræðinni
farið mikið fram frá 1830 og lil vorra
daga. í eldri manntölum var fólkinu að
eins raðað eftir sóknum og sýslum. Hjer
er því jafnframt raðað eftir hreppum,
læknishjeruðum, prestaköllum, prófasts-
dæmum, kaupstöðum, verslunarstöðum,
sveitum og bæjum. Fyrir utan mjög
sjergreindar atvinnutöflnr og töflu um
aukaatvinnu fólks, sem aldrei hefur
verið getið um áður, (bls. 181—84), er
fólkinu raðað eftir heimilastærð í kaup-
stöðum, bæjum og sveit, sömuleiðis eftir
fæðingarstað, sem sýnir betur en annað
fólksflulninga innan lands. Dánartafla
fyrir þjóðina, karla sjer og konur sjer
hefur verið reiknuð út og er á bls. 155.
Meðan að Hagslofan í Khöfn vann úr
manntölunum hjeðan þá var sumu þessu
lítill sómi sýndur. 1901 gat jeg ekki
fengið reiknaða út fólkslöluna eftir hrepp-
um, þótt jeg legði mig fram til þess. Að
þessu manntali liefur verið allur þessi
sómi sýndur kemur eðlilega af því, að
engir aðrir geta lagt sömu alúð við hag-
fræði íslands, sem íslendingar sjálfir.
Þingsályktunin ákveður, að landsstjórn-
in sjálf sjái svo um, að úr manntalinu
sje unninn »allur sá hagfræðislegi fróð-
leikur, sem þörf er á«. Jeg vona að það
hafi verið gjört, og að fleiri líti á málið
með sömu augum sem jeg. Þó er ekki
því að leyna að fleiri upplýsingar liggja
í skýrslunum en þær, sem hjer hafa ver-
ið gefnar út. Þannig eru upplýsingar
um íbúðarherbergi í kaupstöðunum í
skýrslunum, og um mannanöfn og um
hjónabands frjófsemi, en um það er ekk-
ert hjer að fmna. En allar þessar upp-
lýsingar eru á seðlum þeim, sem hver
einstök persóna er innfærð á, og eru hjá
hagstofunni, og má fá þær á sama liátt,
eins og aðrar upplýsingar, sem hjer
liafa verið settar í töflur og prentaðar.
Nú gjörir Hagstofan það í þessum efnum
sem hún álítur tiltækilegt.
Eftir undirlagi stjórnarinnar samþykti
alþingi 1913 lög um Hagslofu ís-
1 a n d s . Þau eru nr. 24, 20. októ-
b e r 19 13. Með þeim hefur íslenska
hagfræðin fengið þak yfir sig hjer á landi,
og niðurlag þingsályktunar neðri deildar
1909 orðið meira en dauður hókstafur.
Reykjavík 31. desember 1913.
tndríði Einarsson.