Hagskýrslur um manntöl - 01.01.1913, Side 159
Yfirlit og athugasemdir við töflurnar,
i.'Resultats tirés des tableanx.
I. Mannfjöldinn í heild sinni. Vöxtur hans og landsskifting.
Population lotalé. Accroissement el répartilion géographique.
1. Yiðstflddur off heimilisfastiii' mauufjöldi. Staddir og fjarverandi um stuudarsakir.
Populalion instantanée et domiciliée. Présents de passage et absents intérimaires.
Við manntalið 1. desember 1910 var mannfjöldinn á öllu landinu
85183 manns.
Þessi tala kemur fram, þegar taldir eru allir þeir, sem viðstaddir voru
á hverjum stað aðfaranótt 1. des., hvar sem heimilisfang þeirra var. Af þessum
mannfjölda voru 4701 manns aðeins sladdir um stundarsakir á manntalsstaðnum,
svo að aðeins 80482 manns áttu heima þar, sem þeir voru taldir. En með því
4578 manns voru fjarverandi um stundarsakir, verður tala heimilisfastra
m a n n a á öllu landinu 85060.
Af öllum heimilisföstum landsbúum voru þannig tæplega 5l/2°/o fjarverandi
frá heimili sínu um stundarsakir. Er það nokkru minna heldur en reyndist við
manntalið 1. nóv. 1901, er rúmlega 6% af heimilisföstum landsbúum voru fjarver-
andi um stundarsakir. Með því að tala allra viðstaddra á hverjum stað hefur síðan
1870 verið lögð til grundvallar fyrir töflum þeim, sem unnar eru úr manntalinu, þá
er æskilegast að tala viðstaddra á liverjum stað fari sem næst tölu heimilisfastra,
og er því heppilegast, að manntalið fari fram á þeim tíma, er fæstir eru fjarverandi
frá heimili sínu. Var þetta aðalástæðan til þess, að mannlalsdagurinn að þessu
sinni var ákveðinn 1. desember í stað þess, að tvö síðustu manntölin fóru fram 1.
nóvember og fjögur hin næstu þar á' undan 1. október. Þó að þeim, sem burlu
voru frá heimili sínu manntalsdaginn, liafi fækkað minna en búist var við, er ekki
ólíklegt að tala þeirra hefði orðið hærri, ef manntalið liefði farið fram á sama tíma
sem undanfarið.
Hvernig »staddir« og »fj a r ve r a n d i« skiftast á einstakar sýslur og kaup-
staði má sjá á töflu I (bls. 140). Kemur þá í Ijós, að allmikill munur er að þessu leyti
milli kaupstaðanna og landsins utan kaupstaðanna. Af landsbúum voru fjarverandi:
Heimilisiastir i kaupstöðum................ 455 eða 26 af þúsundi
---- utan kaupstaða.................... 4123 — 61 —---------
Á öllu landinu... 4578 eða 54 af þúsundi
Staddir voru um stundarsakir:
í kaupstöðum........ 644 eða 35 af þús. allra viðstaddra
Utan kaupstaðanna.. 4057 — 60 — — —----------
Á öllu landinu 4701 eða 55 af þús. allra viðstaddra