Hagskýrslur um manntöl - 01.01.1913, Page 164
144
eftir því, hve margir fæðast og deyja) hefir verið tiltölulega heldur minni 1901—1910
lieldur en á næsta áralug á undan.
Þótt mannfjölgunin á landinu í heild sinni sje mjög lík á tveim síðustu ára-
tugunum, kemur allmikill mismunur í ljós þegar litið er á landsfjórðungana. Árleg
fjölgun að meðallali var:
1890—1901 1901-1910
Á Suðurlandi 2,02 »/o
- Vesturlandi ... 1,27- 0,74 —
- Norðurlandi 0,43 —
- Austurlandi -J-0,90 —
Á öllu landinu .... 0,92 »/o 0,91 »/o
Hjer kemur fram greinilegur munur milli Suðurlands annarsvegar og hinna
landsfjórðunganna allra hinsvegar. Á fyrra tímabilinu var vöxtur mannfjöldans
langlum meiri í þeiin heldur en á Suðurlandi, en á síðara tímabilinu aflur á móti
miklu minni. Vöxturinn i hinum fjórðungunum var líka óvenjumikill 1890—1901
og fylti hann upp í skarð það, sem þar liafði orðið á næsta áratugnum á undan
(1880—1890), því að mannfækkunin þá kom einungis niður á Norður- og Vestur-
landi, en Austurland stóð í slað að heita málti. Á Suðurlandi var vöxtur mann-
fjöldans aftur á móti álika mikill á háðum áratugunum fyrir og eftir 1890. Er
Suðurland eini fjórðungurinn þar sem fólkinu hefir stöðugt fjölgað frá einu mann-
tali til annars. Yfirleilt liefur mannfjölgunin á Suðurlandi verið nokkuð jöfn fram
að síðasta áratug, en þá kemur stórt stökk, því að mannfjölgunin er þá ferföld á
við það sem hún var á tveim næstu áralugununi á undan. Hinn mikli vöxlur
Suðurlands á síðuslu árum stafar að mestu af vexli Reykjavikur. Síðasta áratuginn
(1901 —1910) fjölgaði fólkinu á Suðurlandi alls um 19,:i°/'o eða lijerumbil um Vs á
rúmum 9 árum, þar sem fólkinu á Vesturlandi á sama tima fjölgaði að eins um
6,o°/o og á Norðurlandi um 4°/o, en fækkaði á Austurlandi um 7,o0/o.
Þegar litið er á einstakar sýslur og kaupstaði sjest, að mannfjölgunin á síð-
asta áralugnum (1901 —1910) er tiltölulega langmest í kaupstöðunum yfirleitt. Af
kaupstöðunum hefur Hafnarfjörður vaxið lillölulega mest, um 158,a°/o:), þar næst
Reykjavík um 73,«%, en minst Seyðisfjörður um 10,3%. Af sýslunum hefir einungis
Veslmannaeyjasýsla vaxið tillölulega meir en Reykjavík á þessu árabili, þar sem
mannfjöldinn hefur töluvert meir en tvöfaldast (aukning 117,3%). En aðgætandi er,
að Vestmannaej'jar má að mestu skoða sem verslunarstað og eru því að þessu leyti
fremur saman berandi við kaupslaðina heldur en sýslurnar. í einungis einni ann-
ari sýslu hefur fjölguniu numið meir en 10%, í Snæfellsnes- og Hnappadalssýslu
(13,4%) og í einni sýslu, Norður-ísafjarðarsýslu, hefir fólkinu fjölgað um 6,9% á
þessum árum. í háðum þessum sýslum eru verslunarstaðir, sem vaxið hafa mjög
örl og er einsætt, að fjölgunin stafar frá þeim. í Snæfellsnessýslu eru nú 3 versl-
unarstaðir með meir en 300 íbúa, Stykkishólmur, Ólafsvík og Hjallasandur, og þrátt
fyrir það, að fólki liefur fækkað í Ólafsvík, liafa hinir vaxið svo, að þeir valda allri
fjölguninni í sýslunni, því að mannfjöldinn í sýslunni utan þessara verslunarstaða
liefur lijerumbil staðið í stað. í Norður-ísafjarðarsýslu er kominn stór verslunar-
1) Hjer cr núðað við mannfjöldann i Ilafnarfirði 1901 samkv. prestamanntalinu það
ár, því að talan sem tilfærð er i athugasemdunum við aðalmanntalið það ár mun vera of
lág um 100 manns.