Hagskýrslur um manntöl - 01.01.1913, Side 165
145
staður, Bolungarvík, seni hefur myndast eftir aldamótin, en hafði 1910 815 íbúa eða
meir en þrefalt á -við það, sem fólkinu hefur alls fjölgað í sýslunni, og hefur þvi
fækkað fólki í sýslunni, þegar Bolungarvík er frá tekin. í öðrum sýslurn, sem vaxið
liafa nokkuð á tímabilinu, er sýnilegt, að vöxturinn stafar allur frá verslunarstöðum
í sýslunum, og liefir því sveitafólki í öllum sýslum á landinu fækkað eftir aldamólin
nema í Vestmannaeyjasýslu, en þar er aðgætandi, að íbúatala verslunarstaðarins er
eingöngu miðuð við takmörk verslunarlóðarinuar eins og þau voru þegar manntölin
fóru fram, en fyrir utan þau munu húa allmargir, sem með meiri rjetti mætti telja
til verslunarstaðarins heldur en sveitarinnar, enda voru takmörk verslunarlóðarinn-
ar færð út árið 1911.
í 13 sýslum á landinu hefir fólkinu fækkað frá 1901—1910. Tiltölulega
mest hefir fækkunin orðið í Norður-Múlasýslu, 15,n0/o, þar næst í Kjósarsýslu 10,7°/o,
i Suður-Múlasýslu 8,o°/o, í Rangárvallasýslu 7,8°/o, í Austur-Barðastrandarsýslu 6,i°/o,
í Veslur-Skaftafellssýslu 5,c°/o og í Árnessýslu 5,o°/0. í flestum þessum sýslum fækk-
aði fólkinu líka á næsta tímabili á undan (1890—1901). í Suður-Múlasj'slu var
þó einmitt á þeim árum mikil mannfjölgun, en Norður-Múlasýsla (að Sej'ðisfirði
fráskildum) og Árnessýsla stóðu hjerumbil í stað.
Miuiufjöhli í bæjiiin og svelt.
Popnlation urbaine et rurale.
Við manntal þetla liefir verið fj’Igt þeirri reglu að lelja með bæjum eigi að
eins kaupstaðina heldur einnig þá af verslunarstöðunum, sem í eru fleiri en 300
ibúar, en íbúar þeirra verslunarstaða, sem fámennari eru, eru taldir með sveilabúum.
I’essi skifting byggist á því, að í sveitarstjórnarlögunum frá 1905 er svo ákveðið, að
hver verslunarstaður, sem nær þeirri íbúatölu, hafi rjett til að verða hreppur út af
fyrir sig og hafa ýmsir verslunarstaðir á siðustu árum notað þá heimild og gerst
sjerstök sveitarfjelög. Þegar bæjarbúar eru þannig taldir, hafa þeir verið við mann-
lalið 1910 27464, en sveitahúar 57719. Af bæjarbúum hjuggu 18013 í kaupstöðun-
um 5, en 9451 í verslunarstöðum, eða nálega 2/i í kaupstöðunum, en rúmlega Vs í
verslunarstöðum. Af liverju hundraði landsinanna bjuggu:
í kau]islöðuin......................................... 21,í
- verslunarstöðum með yfir 300 ibúa.................... 11,í
Alls í bæjum........................................... 32,2
og i sveit............................................. 67,8
Bæjarbúar námu því hjerumbil þriðjungi af allri íbúatölu landsins, en sveita-
búar tveim þriðjungum. Með sveitabúum eru taldir ibúar smærri verslunarstaðanna.
Mannfjöldinn i verslunarstöðum með 100—300 íbúa var hjerumbil 2Vs þús. manns
eða um 3°/o af öllum landsbúum.
Hlutfallið milli bæja- og sveitabúa í landsfjórðungunum sjest á töflu IV. (bls. 146)
Á Suðurlandi er álíka margl í bæjum og sveit og veldur Reykjavik því, en í hinum
fjórðungunum öllum er nálægt % íbúanna í sveit og j/b í bæjum. Ef Reykjavík er
ekki talin með kemur það í ljós, að hlutfallið milli bæja- og sveitabúa á Suðurlandi
utan Reykjavíkur er svipað og í hinum fjórðungunum, 77% í sveit og 23% i bæjum.
Hve margir bæjarbúar í sama skilningi og hjer hafa verið taldir hafi verið
á landinu árið 1901 verður ekki sjeð með fullkominni vissu vegna þess, að mann-
lalsskrárnar frá 1901 eru ókomnar aftur frá Kaupmannahöfn, en það mun láta nærri,
að ibúar í kaupstöðum og verslunarstöðum með yfir 300 íbúa hafi þá verið um 15500
Manntal 1910 19