Morgunblaðið - 04.09.2015, Síða 8

Morgunblaðið - 04.09.2015, Síða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. SEPTEMBER 2015 Píratar og aðrir flokkar semfylla meirihlutann í Reykjavík fá af og til tækifæri til að sýna að eitthvað hafi verið að baki orðum um aukið gagnsæi í stjórn borgarinnar og lýðræðislegri vinnu- brögð. Fyrir kosn- ingar var áherslan mikil á þessi mál og Píratinn Halldór Auð- ar Svansson lét smíða utan um sig sérstaka stjórnkerfis- og lýð- ræðisnefnd til að árétta mikilvægi þessara mála. Í ljós hefur komið að nefndin hafði frekar þann tilgang að hlífa Pírötum við að þurfa að fylgja gagnsæis- og lýðræðisstefnunni eftir.    Nýjasta dæmið umpukrið er þegar meirihlutinn felldi litla og saklausa til- lögu minnihlutans um að veita borgarfulltrúum fyr- irfram upplýsingar um ferðalög borgarstarfsmanna.    Kjartan Magnússon sagði í sam-tali við Morgunblaðið að ætl- unin með þessari tillögu hefði verið að gera borgarfulltrúum kleift að sinna eftirlitshlutverki sínu betur. Þá sagði í rökstuðningi með tillög- unni að hún gæti orðið til sparnað- ar, meðal annars með því að nýta ferðirnar betur.    Dagur B. Eggertsson borgar-stjóri segir að talið hafi verði „í raun nægilegt“ að ganga skemur og undir það taka Píratar og aðrir í verki. Minna gagnsæi er með öðr- um orðum „nægilegt“ þegar réttir flokkar eru við stjórnvölinn. Það er athyglisverð viðbót við yfirlýsta gagnsæisstefnuna. Dagur B. Eggertsson Nægilegt, ekki ægilegt, gagnsæi STAKSTEINAR Kjartan Magnússon Halldór Auðar Svansson Menningar- og fjölskylduhátíðin Ljósanótt í Reykjanesbæ var sett í 16. sinn í gær. Leik- og grunn- skólabörn bæjarins aðstoðuðu við opnun hátíðarinnar en hún mun standa fram á sunnudag. Valgerður Guðmundsdóttir, menningarfulltrúi Reykjanesbæjar og framkvæmdastjóri hátíðarinnar, segir að mjög fjölbreytt dagskrá standi gestum hátíðarinnar til boða en á dagskránni er m.a. að finna fjöldann allan af listasýningum, ár- gangagöngu, flugeldasýningu og vel valda kafla úr tónlistarviðburðinum Sveitapiltsins draumur, Rúnar Júl 70 ára. Búist er við allt að 20 þúsund gest- um í ár, að sögn Valgerðar, sem er svipaður fjöldi og á undanförnum ár- um. Fjöldi gesta ræðst þó endanlega af veðri að sögn Valgerðar en fjöl- mennur hópur borgarbúa sækir Reykjanesbæ heim vegna hátíðar- innar ár hvert. Tónleikar í heimahúsum „Með árunum hafa bæjarbúar sjálfir tekið miklu meira frumkvæði í alls kyns viðburðum. Til dæmis eru heimatónleikar í heimahúsum í gamla bænum. Þetta eru allt verk- efni sem koma frá bæjarbúunum sjálfum,“ segir Valgerður. Fjölbreytt dagskrá í Reykjanesbæ  Menningar- og fjölskylduhátíðin Ljósanótt var sett í 16. sinn í gær Tónleikar Bæjarbúar eiga sjálfir frumkvæði að mörgum viðburðum. Árin segja sitt1979-2015 Hjónin Ragnar Guðmundsson, matreiðslu-meistari og kona hans Bára Sigurðardóttir, stofnendur og eigendur Lauga-ás. Laugarásvegi 1 104 Reykjavík • laugaas.is )553 1620 Verið velkominn Lauga-ás hefur frá 1979 boðið viðskiptavinum sínum uppá úrval af réttum þar sem hráefni, þekking og íslenskar hefðir hafa verið hafðar að leiðarljósi. Veður víða um heim 3.9., kl. 18.00 Reykjavík 9 súld Bolungarvík 8 skýjað Akureyri 13 léttskýjað Nuuk 10 skýjað Þórshöfn 11 skýjað Ósló 12 þrumuveður Kaupmannahöfn 15 skýjað Stokkhólmur 18 léttskýjað Helsinki 15 skýjað Lúxemborg 17 léttskýjað Brussel 13 léttskýjað Dublin 13 skýjað Glasgow 17 léttskýjað London 17 léttskýjað París 17 heiðskírt Amsterdam 15 léttskýjað Hamborg 18 léttskýjað Berlín 17 skýjað Vín 22 skýjað Moskva 13 skýjað Algarve 22 heiðskírt Madríd 27 léttskýjað Barcelona 23 léttskýjað Mallorca 27 léttskýjað Róm 27 léttskýjað Aþena 28 léttskýjað Winnipeg 21 alskýjað Montreal 26 skýjað New York 31 heiðskírt Chicago 30 léttskýjað Orlando 31 léttskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 4. september Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 6:19 20:36 ÍSAFJÖRÐUR 6:18 20:47 SIGLUFJÖRÐUR 6:00 20:30 DJÚPIVOGUR 5:47 20:07 Tíu umsækjendur voru um embætti sóknarprests í Oddaprestakalli í Suð- urprófastsdæmi. Embættið veitist frá 1. október nk. Umsækjendurnir eru séra Ásta Ingibjörg Pétursdóttir, séra Elína Hrund Kristjánsdóttir, Erla Björk Jónsdóttir, guðfræðingur, Fritz Már Berndsen Jörgensson, guðfræðingur, Hildur Björk Hörpudóttir, guðfræð- ingur, Kristinn Snævar Jónsson, guð- fræðingur, María Rut Baldursdóttir, guðfræðingur, María Gunnarsdóttir, guðfræðingur, séra Úrsúla Árnadótt- ir og Viðar Stefánsson, guðfræð- ingur. Frestur til að sækja um embættið rann út 25. ágúst sl. Biskup Íslands, Agnes M. Sigurðardóttir, skipar í embættið að fenginni umsögn val- nefndar. Valnefnd skipa níu manns úr prestakallinu auk prófasts. Séra Guðbjörg Arnardóttir, sem sat Odda, tók nýlega við embætti sóknarprests á Selfossi. Í Oddaprestakalli eru þrjár sóknir, þær eru: Keldnasókn, Oddasókn og Þykkvabæjarsókn. Íbúar í presta- kallinu eru rúmlega ellefu hundruð. Oddaprestakall er á samstarfs- svæði með sóknum Breiðabólstaðar- prestakalls og Fellsmúlaprestakalls. Í Suðurprófastsdæmi eru þrettán prestaköll með 53 sóknir. Tíu sóttu um Odda- prestakall

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.