Morgunblaðið - 04.09.2015, Side 16

Morgunblaðið - 04.09.2015, Side 16
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. SEPTEMBER 2015 BLÖNDUÓS Á FERÐ UM ÍSLAND OG NÁGRENNI Kristján H. Johannessen khj@mbl.is Á bænum Hólabaki í Húnavatns- hreppi eru framleidd púðaver undir vörumerkinu Lagður. Eru það hjón- in Elín Aradóttir og Ingvar Björns- son sem standa að baki fyrirtækinu, en fyrstu vörurnar fóru á markað árið 2011. „Þetta byrjaði allt sem áhuga- mál mitt þegar við hjónin vorum búsett á Akureyri. Á þeim tíma sinnti ég einnig öðrum störfum, en fljótlega kom hins vegar í ljós að ákveðinn markaðsgrundvöllur var fyrir hendi og þá leiddi eitt af öðru,“ segir Elín í samtali við Morg- unblaðið og bætir við að skömmu síðar hafi þau ákveðið að flytjast búferlum og setjast að í Húnavatns- sýslu. Hefur Elín nú frá upphafi árs 2014 sinnt rekstri fyrirtækisins í fullu starfi ásamt undirverktökum og aðstoðarfólki. „Við höfum frá því að við flutt- um að Hólabaki notið mikils stuðn- ings nágranna okkar í héraðinu, bæði hvað varðar framleiðsluna sjálfa og einnig hafa héraðsbúar verið duglegir við að versla við okk- ur. Þetta er okkur gríðarlega mikils virði,“ segir Elín. Kjarni starfseminnar er sem fyrr segir framleiðsla á vönduðum púðaverum, en Elín segir fyrirtækið nú hins vegar einnig vera að prófa sig áfram með aðrar vörur, s.s. svuntur og viskustykki. „Þær vörur eru þó enn sem komið er eingöngu fáanlegar beint frá mér, en púðaverin seljum við fyrst og fremst í gegnum heildsölu,“ segir hún og bætir við að hægt sé að nálgast púðaverin í um 50 versl- unum hér á landi. „Við höfum einn- ig stigið okkar fyrstu skref í út- flutningi, sem er mjög spennandi,“ segir Elín og heldur áfram: „Í fyrra seldum við um 8.000 púðaver og nú stefnir allt í sambærilega sölu í ár. Eins erum við að skoða spennandi tækifæri sem snúa að sérfram- leiðslu minjagripa fyrir fyrirtæki í náttúrutengdri ferðaþjónustu, bæði hér heima og erlendis.“ Vinsæl meðal ferðamanna Púðaverin frá Lagði eru saum- uð úr 100% bómullarefni og á þeim er prentuð mynd á framhlið, en var- an er, að sögn Elínar, afhent í sér- stökum gjafapakkningum. „Við leggjum mikið upp úr um- búðunum. Á þeim má finna texta á íslensku og ensku um náttúru landsins og það myndefni sem prýð- ir hvert og eitt ver,“ segir Elín. „Þetta virðist höfða ágætlega til ferðamanna enda um að ræða skemmtilegan og vandaðan minja- grip um heimsókn þeirra hingað.“ Þingeyskur töffari Elín segir hönnun púðaveranna fyrst og fremst byggjast á beinni skírskotun til náttúru norðurslóða. Er meðal annars hægt að kaupa ver Morgunblaðið/Jón Sigurðsson Hjón Elín Aradóttir og Ingvar Björnsson eru stolt af fyrirtæki sínu sem fyrst byrjaði sem áhugamál hennar. Ævintýrið hófst með þingeyskum hrúti  Púðaverin frá Lagði eru vinsælir og flottir minjagripir  „Í júlí fagnaði ég tíu ára afmæli mínu hér á Blönduósi,“ segir Róbert Daníel Jónsson áhugaljósmyndari, en hann er uppalinn í Bolungarvík. Róbert Daníel hefur um langt skeið haft mikinn áhuga á útiveru, veiði og ljósmyndun, en svæðið í námunda við bæinn segir hann paradís líkast. „Hér eru fjölbreyttar gönguleiðir og spennandi veiðisvæði enda eru bæði vötn og ár mjög öflug hér í kring.“ Spurður hvort hann eigi sér ein- hvern uppáhalds veiðistað svarar Ró- bert Daníel: „Ég er ekki endilega í magnveiðinni, en það er einn staður við bæinn Grund í Svínadal,“ segir hann. „Þegar búið er að ganga um 500 metra upp í fjallshlíðina er kom- ið að tveimur vötnum,“ segir Róbert Daníel og vísar þar til Grundartjarna. „Ég kem nú nær aldrei með mikið magn af fiski þaðan, en þar eru oft mjög fallegar bleikjur og er þetta minn uppáhalds staður.“ khj@mbl.is Ljósmynd/Róbert Daníel Jónsson Veiði Róbert Daníel Jónsson með væna bleikju á sínum uppáhalds veiðistað. Náttúra og veiðisvæði í ná- grenni Blönduóss paradís líkast  Í vetur er von á allt að 3.200 krökk- um í skólabúðirnar að Reykjum í Hrútafirði. Þeir fyrstu komu síðustu vikuna í ágúst, en svo er hver vika fullbókuð alveg fram í júní. Starfið í búðunum er ætlað nemendum 7. bekkjar en alls koma krakkar í vetur úr 95 skólum víða um landið. „Vest- fjarðakrakkar og nemendur Oddeyr- arskóla á Akureyri og Vogaskóla komu fyrst, en svo rúllar þetta af stað,“ segir Karl B. Örvarsson for- stöðumaður á Reykjum. Alls 25 ár eru síðan starfsemi búð- anna hófst og því er starfsemin öll með nokkuð föstu sniði. Leik og fræðslu er blandað saman. Farið er í leiki, útiveru, byggðasafnið að Reykj- um skoðað auk þess sem krakkarnir bregða sér að Bjargi í Miðfirði. Skoða þar búskap á hefðbundnum íslensk- um sveitabæ auk heldur sem stiklað er á stóru í Grettlu, en sem kunnugt er var Grettir Ásmundarson frá Bjargi og er oft við bæinn kenndur. Nemendurnir koma að Reykjum á mánudegi og eru til föstudags. Lögð er mikil áhersla á virkni og að allir blandi sér í leikinni. Enginn fær að skorast úr leik. „Stundum koma hing- að krakkar sem eru utanveltu í sínum skóla. En sé vel haldið utan um þau og þeim veitt jákvæð athygli og góð- ur stuðningur eru þau fljót að taka við sér. Rísa jafnvel upp sem sterkir einstaklingar sem blómstra og slíkt er mjög ánægjulegt,“ segir Karl sem rekur búðirnar með konu sinni, Hall- dóru Árnadóttur. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Skólabúðir Karl B. Örvarsson hefur lengi staðið að þeirri starfsemi. Þúsundir krakka koma í vetur Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Pepsi Max rokselst á Skagaströnd. Vigdís Elva Þorgeirsdóttir sem stýrir í verslun Úrvals – Samkaupa í byggðarlaginu kann engar skýr- ingar á þessu né heldur af hverju bananar séu svo vinsælir meðal þorpsbúa. Þessu kalli svarar hún þó að sjálfsögðu og pantanir sem hún sendir birgjum eru oft ríflegar. „Ég tek Pepsi Max í tveggja lítra flöskum og hef í sumar selt um 200 lítra á viku. Þetta er ábyggilega nærri Íslandsmeti, miðað við íbúa- fjölda,“ segir Vigdís Elva. Ástin dró mig hingað Það var í júlí árið 2006 sem Vigdís tók við Samkaupsbúðinni á Skagaströnd, þangað sem hún flutti fjórum árum fyrr. „Ég er frá Blönduósi en ástin dró mig hingað. Hér á ég mína fjölskyldu, karl og fjóra krakka. Samheldni er áber- andi meðal þorpsbúa, sem standa saman í gegnum þykkt og þunnt og aðstoða hvern annan ef þess þarf,“ segir Vigdís Elva og heldur áfram: „Þegar ég var ólétt að yngsta barninu mínu komu margir til mín í búðina þegar ég var komin á steyp- irinn og sögðu í góðu lagi að hafa samband þyrfti ég aðstoð. Oft var þetta góða fólk mér með öllu ótengt og á endanum var ég komin með á blað langan lista af þeim sem vildu hjálpa. Slíkt var ómetanlegt.“ Kaupa kost hjá Vigdís Matvöruverslun í litlu kaup- túni úti á landi er á sinn hátt altæk stofnun. Allt það nauðsynlegasta þarf að vera til. Ef þar vantar uppá er fljótlegt að bregðast við, annað hvort með því að hafa samband við Samkaupsbúðina á Blönduósi eða fá sendingu að sunnan. „Við fáum mjólkina daglega og nýtt brauð flesta daga. Mest af því kemur úr Myllunni en skammt- ur frá Kristjánsbakaríi á Akureyri berst tvisvar í viku,“ segir Vigdís Búðin er brautarstöð  Sér Skagstrendingum fyrir nauð- synjum  Pepsi Max óvenju vinsælt Morgunblaðið/Sigurður Bogi Úrval „Allt það nauðsynlegasta þarf að vera til,“ segir Vigdís Elva Þor- geirsdóttir sem hefur stýrt daglegum rekstri verslunarinnar til fjölda ára.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.