Morgunblaðið - 04.09.2015, Síða 41
MENNING 41
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. SEPTEMBER 2015
Self/Less
Spennumynd sem segir af Damian,
forríkum eldri manni sem er dauð-
vona og ákveður að nýta sér nýja
tækni og flytja vitund sína yfir í
líkama yngri manns. Honum er tal-
in trú um að hinn ungi maður hafi
verið klónaður og heppnast flutn-
ingurinn vel. Damian nýtur lífsins
sem aldrei fyrr í ungum og hraust-
um líkama en gamanið tekur að
kárna þegar á hann sækja minn-
ingar annars manns. Vaknar þá
grunur um að hinn nýi líkami sé
ekki klónaður. Leikstjóri er Tar-
sem Singh og með aðalhlutverk
vera Ben Kingsley, Ryan Reynolds,
Derek Luke, Matthew Goode og
Natalie Martinez.
Metacritic: 34/100
The Transporter Refueled
Fjórða myndin í Transporter-
hasarmyndasyrpunni. Frank Mart-
in, fyrrverandi sérsveitarmaður og
málaliði, hefur viðurværi sitt af því
að flytja pakka milli staða fyrir
vafasama náunga. Allt gengur
snurðulaust fyrir sig þar til dul-
arfullt skaðræðiskvendi, Anna,
ræður hann til starfa og svíkur
hann, rænir föður hans og þvingar
Frank til þess að ráðast gegn rúss-
nesku glæpagengi sem stundar
mansal. Frank þarf að taka á hon-
um stóra sínum og nýta til fulls
ökuhæfileika sína og herþjálfun.
Leikstjóri er Camille Delamarre
og með aðalhlutverk fara Ed
Skrein, Loan Chabanol, Ray Ste-
venson, Gabriella Wright, Anatole
Taubman og Lenn Kudrjawizki.
Metacritic: 32/100
No Escape
Verkfræðingurinn Jack Dwyer
flytur með fjölskyldu sína til
ónefnds lands í Asíu þar sem hon-
um hefur boðist spennandi starf.
Áður en langt um líður verður þar
mikil uppreisn, blóðugir götubar-
dagar geisa milli hers og mótmæl-
enda og þarf Dwyer að koma sér
og fjölskyldu sinni á öruggan stað.
Leikstjóri er John Erick Dowdle
og með aðalhlutverk fara Owen
Wilson, Lake Bell, Sterling Jerins
Claire Geare og Pierce Brosnan.
Metacritic: 38/100
Bíófrumsýningar
Hættulegir flutningar
Vísindaskáldskapur Kingsley og Reynolds í Self/less sem segir af dauð-
vona eldri manni sem lætur flytja vitund sína yfir í líkama yngri manns.
Bein útsending verður á RÚV frá
upphafstónleikum Sinfóníu-
hljómsveitar Íslands í kvöld og mun
það vera í fyrsta sinn sem RÚV sýn-
ir beint frá tónleikum í tónleikaröð
SÍ og að auki upphafstónleikum. Á
þeim mun söngvarinn Kristinn Sig-
mundsson syngja aríur úr nokkrum
af sínum uppáhaldsóprum og
bregða sér í hlutverk Don Basilio í
Rakaranum frá Sevilla eftir Ross-
ini, greifans í Brúðkaupi Fígarós
eftir Mozart, Bancos úr Macbeth og
Sakaríasar í Nabucco eftir Verdi.
Útsendingin hefst kl. 20 og um
dagskrárgerð sér Helgi Jóhannes-
son.
Morgunblaðið/Golli
Ástsæll Kristinn Sigmundsson á æfingu
með Sinfó fyrir tónleikana í fyrradag.
RÚV sýnir beint frá
Sinfó í fyrsta sinn
» Alþjóðlega kvik-myndahátíðin í Fen-
eyjum, ein sú virtasta í
heimi, var sett í fyrra-
dag með sýningu kvik-
myndarinnar Everest
sem Baltasar Kormákur
leikstýrði. Baltasar naut
sín vel innan um kvik-
myndastjörnurnar á
rauða dreglinum, eins
og sjá má og hafa gagn-
rýnendur tekið Everest
vel, á heildina litið. Há-
tíðin stendur í tíu daga
og meðal þekktra leik-
stjóra sem sýna nýjustu
myndir sínar á henni
eru Tom Hooper, Alex-
ander Sokurov og Char-
lie Kaufman.
Baltasar í stjörnufans við opnun kvikmyndahátíðarinnar í Feneyjum
Gleði Baltasar Kormákur með nokkrum af leikurum Everest, frá vinstri Emily Watson, Josh Brolin og Jake Gyllenhaal. Everest var opnunarmynd hátíðarinnar í ár sem stendur til 12. september.
Flottir Reffilegir, ungir ljósmyndarar tilbúnir að mynda stjörnurnar. Sposk Ítalska leikkonan og fyrirsætan Elisa Sednaoui brosti út í annað.
Vinsæll Gyllenhaal heilsaði upp á aðdáendur og veitti góðfúslega áritanir.
AFP
NO ESCAPE 3:45,5:45,8,10:15
TRANSPORTER REFUELED 8, 10:20
STRAIGHTOUTTACOMPTON 5, 10:10
ABSOLUTELY ANYTHING 6
THE GIFT 8
MINIONS - ENS TAL 2D 3:50
LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar
Miðasala og nánari upplýsingar