Morgunblaðið - 04.09.2015, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 04.09.2015, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. SEPTEMBER 2015 BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Flóttamannastofnun SÞ áætlar að um 60 milljónir manna séu nú á flótta í heiminum. Þeim fjölgaði um 8,3 milljónir í fyrra og er það mesta aukning á einu ári síðan skráning hófst. Til samanburðar er íbúafjöldi Frakklands nú um 65 milljónir. Talan vísar til fólks sem hefur neyðst til að yfirgefa heimili sín vegna ofsókna, átaka, ofbeldis eða mannréttindabrota. Stór hluti fólks sem er skilgreint sem flóttafólk á rætur í Palestínu. Þannig áætlaði Flóttamannastofnun SÞ í skýrslu fyrir árið 2014 að samtals 59,5 millj- ónir manna væru þá á flótta frá heim- kynnum sínum. Af þeim voru 19,5 milljónir flóttamenn, 38,2 milljónir einstaklingar sem eru á flótta innan landamæra heimalands og 1,8 millj- ónir hælisleitenda. Af þessum 19,5 milljónum flóttamanna flokkaðist 5,1 milljón sem palestínskir flóttamenn. Flestir flóttamenn höfðust við í Tyrklandi, eða 1,59 milljónir manna. Síðan komu Pakistan (1,51 milljón), Líbanon (1,15 milljónir), Íran (982.000), Eþíópía (659.500) og Jórd- anía (654.100). Samanlagt eru rúm- lega 6,5 milljónir flóttamanna í þess- um sex löndum. Átökin í Sýrlandi skýra að hluta mikla fjölgun flótta- manna á síðustu árum en þau hófust vorið 2011. Áætluðu sýrlensk samtök (SOHR) í vor að 310 þúsund manns hefðu látist í stríðinu í Sýrlandi. Samkvæmt Flóttamannastofnun SÞ var hlutfall flóttamanna sem dvelja í einu landi hæst í Líbanon, eða 232 á hverja eitt þúsund íbúa. Flestir leita til Þýskalands Á grafinu hér til hliðar má sjá skiptingu hælisumsókna í fyrra og á fyrstu sex mánuðum þessa árs, flokk- aða eftir fjórum heimshlutum. Þessar hælisbeiðnir eru ósk um viðurkenningu á því að umsækjandi sé flóttamaður, skv. skilgreiningu í flóttamannasamningi SÞ. Falli við- komandi undir skilgreininguna á hann rétt á vernd. Tekið skal fram að svonefndir kvótaflóttamenn falla ekki undir þennan hóp. Þeir hafa þegar fengið stöðu sína viðurkennda. Samkvæmt þessum gögnum hafa langflestir leitað hælis í Þýskalandi á fyrri hluta ársins, eða rúmlega 154 þúsund. Samtalan fyrir 38 Evrópu- ríki er um 445 þús. á fyrri hluta árs- ins, en 711 þús. allt árið í fyrra. William Spindler, talsmaður Flóttamannastofnunar SÞ, segir erf- itt að áætla hversu margir umsækj- endur um hæli muni fá dvalarleyfi í ár. Það sé meðal annars vegna þess að ferlið taki misjafnlega langan tíma í umsóknarríkjunum. Nálgast íbúafjölda Frakklands  Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna áætlar að um 60 milljónir manna séu á flótta í heiminum  Fólkinu hefur fjölgað mikið síðustu ár  Umsóknum um hæli hefur líka fjölgað mikið á þessu ári Tímabil Land janúar—júní 2015 janúar—júní 2014 Samtals 2014* Tímabil Land janúar—júní 2015 janúar—júní 2014 Samtals 2014* Albanía 112 67 428 Pólland 2.554 2.166 5.630 Austurríki 19.571 9.047 28.064 Portúgal 384 165 442 Belgía 8.327 5.421 13.872 Rúmenía 745 664 1.546 Bosnía og Hersegóvína 20 22 45 Serbía og Kósóvó 37.433 4.300 16.588 Búlgaría 7.238 3.388 10.788 – þar af Kósóvó 42 43 98 Króatía 91 228 452 Slóvakía 70 104 227 Kýpur 566 795 1.730 Slóvenía 93 166 361 Tékkland 644 351 922 Spánn 4.002 2.174 5.895 Danmörk 2.995 3.872 14.815 Svíþjóð 25.719 28.991 75.091 Eistland 115 54 147 Sviss 11.162 9.515 22.113 Finnland 1.815 1.406 3.517 Makedónía 7.344 440 1.261 Frakkland 24.447 29.877 59.025 Tyrkland 35.223 27.727 87.820 Þýskaland 154.102 67.834 173.072 Bretland 9.327 14.283 31.263 Grikkland 5.117 4.863 9.449 Kanada 4.548 5.789 13.454 Ungverjaland 49.046 4.836 41.366 Bandaríkin (DHS)** 57.061 39.125 89.022 Ísland 60 55 160 Bandaríkin (EOIR)*** 15.248 32.139 Írland 887 591 1.438 Ástralía 3.310 4.589 9.001 Ítalía 19.751 24.481 63.657 Nýja-Sjáland 180 140 288 Lettland 103 145 364 Japan 2.415 2.248 5.002 Liechtenstein 55 36 73 Kórea 1.221 1.040 2.895 Litháen 112 149 406 ESB-ríkin 28 347.720 217.441 567.603 Lúxemborg 479 390 973 Evrópa (38 ríki) 444.954 266.032 711.038 Malta 722 563 1.280 Kanada/Bandaríkin 61.609 60.162 134.615 Svartfjallaland 1.526 510 2.312 Japan/Kórea 3.636 3.288 7.897 Holland 8.698 10.437 21.811 Ástralía/Nýja-Sjáland 3.490 4.729 9.289 Noregur 4.299 5.919 12.635 Samtals (44) 513.689 334.211 862.839 Hælisumsóknir í Evrópu, Bandaríkjunum, Eyjaálfu og Asíu 2014—2015 Samkvæmt áætlun Flóttamannastofnunar SÞ (UNHCR) í júlí 2015 Hlutfall hælisumsókna af íbúafjölda Norðurlandanna fimm í árslok 2014 var sem hér segir: Svíþjóð (0,78%), Danmörk (0,263%), Noregur (0,248%), Finnland (0,065%) og Ísland (0,048%). Útreikningarnir eru lausleg áætlun blaðamanns. *Hér eru lagðar saman mánaðarlegar tölur. Endanleg tala kann að breytast við yfirferð gagna. **DHS er bandarísk skammstöfun á heimavarnar- ráðuneyti Bandaríkjanna. Beitt er sérstakri reikniaðferð til að áætla fjöldann. ***EOIR er skammstöfun fyrir Executive Office for Immigration Review. AFP Leita hælis í Austurríki Faðir bíður með börnum sínum fyrir utan stærstu „flóttamannabúðir“ Austurríkis í Traiskirchen fyrr í sumar. Staðurinn er gerður til að hýsa 1.800 manns en fyrr í sumar voru þar 4.000 manns. Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, vek- ur athygli á grein um flóttamannavandann sem birtist í breska tímaritinu Spectator. Greinin er rituð af Paul Collier sem hefur kynnt sér erfiðan að- búnað í flóttamannabúðunum í nágrannaríkjum Sýrlands. Þar er vakin athygli á því að um helmingur um 20 milljóna íbúa Sýr- lands, eða um 10 milljónir manna, hafi yfirgefið heimili sín vegna átaka. Af þessum 10 milljónum sé nú um helmingur í Sýrlandi. Þessar 5 milljónir séu innlyksa í Sýrlandi vegna þess að Jórdanía og Líbanon hafi lokað landamærunum. Um 2% þeirra Sýrlendinga sem hafi flúið heimili sín hafi leitað hælis í Evrópu. Það samsvarar 200 þús. manns. Þær 5 milljónir sem hafi komist úr Sýrlandi séu í nágrannaríkjum; flestir í Jórdaníu, Líb- anon og Tyrklandi. Þar af hafi 90% flóttamannanna í Jórdaníu yfirgefið flóttamannabúðir og haldið til borganna. Yfirvöld í Jórdaníu veiti þeim ekki atvinnuleyfi. Það skapi spennu. Um 200 sýrlenskir kennarar séu iðjulausir. Þeir fái ekki að vinna. Telur Collier að áherslan eigi líka að vera á að aðstoða þessar 10 milljónir Sýrlendinga sem nú séu á flótta. Hvernig aðstoð gagnast sýrlenska flóttafólkinu best? HUGLEIÐING UM SÝRLAND Í SPECTATOR ER KOMINN TÍMI Á SJÓNMÆLINGU? Traust og góð þjónusta í 19 ár Hamraborg 10 – Sími: 554 3200 – Opið: Virka daga 9.30-18

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.