Morgunblaðið - 04.09.2015, Side 17

Morgunblaðið - 04.09.2015, Side 17
Í Húnaþingi vestra, Húnavatnshreppi, Blönduósbæ, Skagabyggð og sveitarfélaginu Skagaströnd búa rúm- lega 3.000 manns, en samanlögð stærð sveitarfélaganna er um 7.560 ferkílómetrar. Á þessu svæði má finna fjöl- breytta atvinnuvegi, s.s. landbúnað og sjávarútveg. MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. SEPTEMBER 2015 með mynd af hestum, lóu, álft og sel, en aðspurð segir hún lundana hins vegar tróna á toppnum hvað sölutölur varðar. „Þetta er svolítið mismunandi eftir verslunum, en í þeim sem ein- beita sér fyrst og fremst að ferða- mönnum er lundinn vinsæll. En í gegnum tíðina hefur hrúturinn ver- ið mjög söluhár,“ segir Elín og heldur áfram: „Upphaflega hug- myndin var sú að gera nokkur hrútapúðaver og gefa ættingjum í jólagjöf. Hrúturinn nefndist Lagður og var hann í eigu foreldra minna sem búa á Hrísum í Reykjadal í Suður-Þingeyjarsýslu. Eins og sést á svipnum á honum var hrúturinn mikill töffari enda grunnurinn að okkar vörumerki.“ Leggja mikla áherslu á íslenskt handbragð Þegar kemur að aðföngum seg- ir Elín fyrirtækið leggja áherslu á að nýta þjónustu frá innlendum að- ilum. Þannig er til að mynda allur saumaskapur á höndum starfsfólks íslenskra saumastofa, þ.e. tveggja í Austur-Húnavatnssýslu og einnar á Akureyri. „Við reynum eftir fremsta megni að framleiða okkar vörur á Íslandi – af því erum við mjög stolt,“ segir hún, en auk sauma- vinnu fer öll framleiðsla á umbúð- um, pökkun, lagerhald og dreifing fram hér á landi. „Margir sam- keppnisaðilar okkar merkja vörur sínar „Icelandic design“ en fram- leiðslan fer síðan fram að miklu leyti erlendis,“ segir Elín. Morgunblaðið/Jón Sigurðsson Íslenskt Púðaverin vinsælu fást með ýmsum myndum, en þingeyski hrúturinn Lagður þykir vinsæll meðal fólks. Morgunblaðið/Jón Sigurðsson Flottur Ingvar tók sig vel út með svuntuna þegar ljósmyndara bar að garði. „Vegurinn fyrir Skaga er hrylli- legur. Úr honum hefur bæði runnið og rokið svo aðeins undir- lagið er eftir,“ segir Skafti Vign- isson á Höfnum á Skaga. Hann er 26 ára og sinnir þar búskap með foreldrum sínum, þeim Vigni Sveinssyni og Helgu Björgu Ingi- marsdóttur, sem þar settu sig nið- ur fyrir tíu árum. Þau eru með um 500 fjár, en einnig er ágæt búbót af æðardún og rekavið, sem skol- ar hingað frá Síberíu en þó ekki í sama mæli og áður var. „Ég vil skapa mína framtíð hér, sem er vel mögulegt. Ég er nýbú- inn með bændaskólanám á Hvanneyri og vil vera hér, í sveit óspilltrar náttúru. Sumir sjá hér aðeins grjót og auðn, sem vissu- lega eru hér til. En gleymum samt ekki gróðri og virkilega fallegri náttúru á svæði sem á í mér hvert bein,“ segir Skafti, sem ekur um sléttuna á öflugum pallbíll af gerðinni Chevrolet Silverado. Þetta er amerískur eðalvagn; repúblikanabíll eins og þá mætti kalla – nema hvað Skaginn er ekki Texas þótt einhverjir myndu sjálfsagt vilja skipta. sbs@mbl.is Repúblikanabíllinn er þarfaþing í Höfnum Morgunblaðið/Sigurður Bogi Feðgar Vignir Sveinsson og Skafti Vignisson eru saman í búskap. Grjót, auðn og gróður á Skaga Morgunblaðið/Sigurður Bogi Chevrolet Traustur bíll sem skil- ar sínu vel í sveitinni. Elva og bætir við að Skagstrend- ingar séu býsna tryggir sinni versl- un. Í 500 manna kauptúni sé marga munna að metta. Yfir sumartímann sé svo drjúg búbót af viðskiptum smábátasjómanna sem gera úr frá Skagaströnd og taka þá kost í versluninni hjá Vigdísi. Skagaströnd er í flestu tilliti hefðbundinn íslenskur landsbyggð- arstaður, þar sem þjónusta og sjó- sókn eru undirstaða. Talsvert er síðan hefðbundin fiskvinnsla í þorpinu lagðist af, en nokkrir bátar eru þó gerðir út frá staðnum enda er stutt á fengsæl mið. Margir starfa hjá sveitarfélaginu, á starfs- stöð Vinnumálastofnanar, þar sem atvinnuleysisbætur eru reiknaðar út og afgreiddar, vinna um 20 manns og starfsemi líftæknifyrir- tækisins Bio Pol er í sókn. Þá er alltaf nokkur hópur fólks að störf- um í Nesi – listamiðstöð og sinnir þar kúnstverki sínu. Og fólk af öll- um þessum stöðum og fleiri til koma í búðina sem á sinn hátt er brautarstöð bæjarins. Að því marki eru Vigdís Elva og hennar fólk í búðinni í lykilhlutverki í samfélagi sínu og þykir standa plikt sína með prýði. Skagaströnd Er á flestan hátt dæmigerður landsbyggðarstaður.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.