Morgunblaðið - 04.09.2015, Side 34

Morgunblaðið - 04.09.2015, Side 34
34 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. SEPTEMBER 2015 Þegar árunum fjölgar er hvert það sem bætist við góður bónus.Sjálf er ég þakklát fyrir góða heilsu, sem ég get ekki útskýrtöðruvísi en svo að genin hljóta að vera góð,“ segir Aðalheiður Ólafsdóttir á Selfossi sem er 85 ára í dag. Hún hyggst halda upp á daginn með að fara út að borða með fjölskyldunni. Afkomendahóp- urinn telur nú alls um 30 manns og dæturnar eru fimm; búsettar á Selfossi, í Þorlákshöfn, Hafnarfirði, Reykjavík og Stykkishólmi. Aðalheiður er frá bænum Syðra-Velli í Flóa og ólst þar upp í hópi fimmtán systkina. Þau eiginmaður hennar, Guðmundur Jónsson, sem lést á síðasta ári, voru úr sömu sveit og fluttu þau á Selfoss árið 1953 og stofnuðu þar heimili sitt. Járnsmíðar og jarðvinna voru starfsvett- vangur Guðmundar lengst af, en Aðalheiður sinnti heimili. Fór svo út á vinnumarkaðinn þegar dæturnar voru uppkomnar. Var lengi meðal eigenda og starfsmanna saumastofunnar Östru, hvar bróderað var úr ullarvoðum. Þegar sú starfsemi lagðist af réðist Aðalheiður til starfa við sjúkrahúsið á Selfossi og og vann í mötuneyti þess á síðasta skeiði starfsævi sinnar. „Já, mér finnst ég alveg ómöguleg nema ég hafi alltaf einhverja handavinnu til að grípa í, saumaskap, prjóna og núna er ég að hekla. Svo er ég alltaf með einhverjar bækur við höndina; núna er ég með ljóð eftir Vestur-Íslendinginn Káin og svo Einar Ben. Þetta eru ólík skáld en bæði standa fyrir sínu,“ segir Aðalheiður. sbs@mbl.is Morgunblaðið/Sigurður Bogi Selfoss „Verð að hafa handavinnu til að grípa í,“ segir Aðalheiður. Genin útskýra árin og góða heilsu Aðalheiður Ólafsdóttir er 85 ára í dag P étur Már Ólafsson fædd- ist á fæðingarheimilinu í Kópavogi 4. september 1965. Hann hefur búið í bænum nánast allar götur síðan. Hann gekk í Digranes- skóla, Víghólaskóla og útskrifaðist sem stúdent frá Menntaskólanum í Kópavogi árið 1985. Pétur Már lauk BA-prófi í ís- lensku og sagnfræði vorið 1989 og cand. mag.-prófi í íslenskum bók- menntum haustið 1991. Sama ár hóf hann störf hjá bókaútgáfunni Vöku- Helgafelli og var útgáfustjóri for- lagsins frá 1992. Hann var jafn- framt forstöðumaður útgáfusviðs Eddu, hins sameinaða forlags Vöku- Helgafells og Máls og menningar 2003–2004, er hann yfirgaf skútuna. Árið 2005 stofnaði hann bókaút- gáfuna Veröld ásamt Ólafi Ragnars- syni sem hvarf fljótlega úr rekstr- inum sökum heilsubrests. Veröld sameinaðist Bjarti árið 2006 og á Pétur Már nú Bjart & Veröld ásamt Ragnheiði Elfu, konu sinni. Pétur Már situr í stjórn Félags íslenskra bókaútgefenda og stjórn Bókmenntahátíðarinnar í Reykja- vík. Þá var hann í stjórn Félags- stofnunar stúdenta 1991–1993, Stúdentaráði og Háskólaráði HÍ frá 1989–1991. „Áhugamál mín litast mjög af því að sumir segja að bókaútgáfa sé ekki atvinna heldur lífsstíll. Pétur Már Ólafsson bókaútgefandi – 50 ára Fjölskyldan Sigurður Karl, Pétur Már, Ragnheiður Elfa, Þór, Ólafur Jens og heimiliskötturinn Gulli. Bókaútgáfa er lífsstíll Í Krossanesi í Skagafirði Pétur Már ríðandi á Boga. „Hann er fæddur okkur, undan Fiðlu sem við eignuðumst veturgamla. Heiðurshjónin Svandís A. Jónsdóttir og Birgir Vigfússon eiga 50 ára hjúskapar- afmæli í dag, 4. september. Þau verða að heiman á þessum tímamótum. Árnað heilla Gullbrúðkaup Kjartan Björns- son, bæjarfulltrúi og rakari á Sel- fossi, er fimm- tugur í dag, 4. september. Þau Ingunn Helgadótt- ir kona hans taka á móti fjölskyldu, vinum og samferðafólki í Hótel Selfoss frá kl. 20 í kvöld. Árnað heilla 50 ára Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson,Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. – Ert þú utan höfuðborgarsvæðisins? – Langar þig að ná fastari tökum á heilsunni með hjálp fagfólks? – Getur þúæft sjálfstætt en vantar stuðning til að komast af stað? –Viltu laga til í mataræðinu? - Þín brú til betri heilsu www.heilsuborg.is Heilsuborg ehf. • Faxafeni 14 • 108 Reykjavík • Sími 560 1010 Nánari upplýsingar í síma 5601010 Fjarnám með stuðningi fagaðila - þrír mánuðir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.