Morgunblaðið - 04.09.2015, Qupperneq 1
FORELDRAR OG
BARN EIGA SAMAN
GÆÐASTUND ANNA SKRAPPAR
HRÚTURINN
LAGÐUR GAF
TÓNINN
ÓÞRJÓTANDI MÖGULEIKAR, 10 ELÍN OG INGVAR 16-1724 SÍÐUR UM UPPELDI
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Aðsókn í köfun í Silfru á Þingvöllum
nálgast öryggismörk, að mati Ólafs
Arnar Haraldssonar þjóðgarðsvarðar.
Aðsóknin hefur vaxið stöðugt síðustu ár
og reiknar hann með að fjöldi gesta fari
yfir 20 þúsund í ár. Fyrir fimm árum
komu um fimm þúsund manns til að
kafa og snorkla.
„Með þessa þróun í huga er að koma
að mörkum við Silfru á margvíslegan
hátt,“ segir Ólafur Örn. „Hvað öryggis-
þáttinn varðar getur aukin aðsókn leitt
til aukinnar hættu og við nálgumst ör-
yggismörk.“ Hann segir að náttúran í
gjánni og bökkum hennar sé viðkvæm
og þar þurfi að fara með gát svo gjáin
skaðist ekki og mosi og annar gróður á
bökkunum troðist upp. Frá sjónarhóli
neytandans sé það hluti af upplifuninni
og ánægjunni að vera ekki í mannmergð
í gjánni og þarna sé ekki hægt að fjölga
endalaust. Þá þurfi að bæta aðstöðu á
landi fyrir þennan mikla og vaxandi
fjölda.
Ólafur Örn ber fyrirtækjum, sem
skipuleggja köfun í Silfru, vel söguna,
en þau eru nú átta talsins. Hann segir
hins vegar að nokkuð sé um ein-
staklinga sem kafi þar án leyfis og af
lítilli fyrirhyggju.
Silfra nálg-
ast örygg-
ismörk
Búist við 20 þúsund
manns í köfun í ár
M Örtröð á annatímum… »6
Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu er einu stigi frá því að tryggja sér sæti í loka-
keppni stórmóts í fyrsta skipti eftir frækinn sigur á bronsliði síðasta heimsmeistara-
móts, Hollandi, í Amsterdam í gærkvöldi. Gylfi Þór Sigurðsson skoraði sigurmarkið
úr vítaspyrnu, 1:0, og Ísland sigraði því Holland í báðum leikjum liðanna í keppninni.
Miklar líkur eru á að sætið í lokakeppninni í Frakklandi 2016 verði í höfn nk. sunnu-
dag. Ef Tyrkland og Holland gera jafntefli síðdegis þann dag fer Ísland á EM, sama
hvernig viðureign Kasakstan og Íslands um kvöldið á Laugardalsvellinum endar.
Gríðarlegur fögnuður braust út hvar sem Íslendingar komu saman til að sjá leikinn. Í
Amsterdam voru um 4.000 manns á vellinum. »4 og Íþróttir
Gylfi tryggði Íslandi
sigurinn í Amsterdam
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Íslenska karlalandsliðið er aðeins einu stigi frá sæti á EM í Frakklandi á næsta ári
Morgunblaðið/Árni Sæberg
BURT ÚR BÆNUM MEÐ HÓPINN
FRÁBÆR FERÐATILBOÐ TIL ALLRA ÁFANGASTAÐA OKKAR INNANLANDS OG LÍKA TIL FÆREYJA Nánari upplýsingar á hopadeild@flugfelag.is eða í síma 570 3075
Stofnað 1913 207. tölublað 103. árgangur
F Ö S T U D A G U R 4. S E P T E M B E R 2 0 1 5
Sex lífeyrissjóðir, sem samanlagt eiga
rúm 15% af hlutafé Símans, hafa lýst
andstöðu við kaupréttaráætlun sem
stjórn fyrirtækisins hefur ákveðið að
leggja fyrir hluthafafund í næstu viku.
Telja þeir að með áætluninni sé starfs-
mönnum fyrirtækisins ívilnað á kostnað
hluthafa í fyrirtækinu. Áætlunin gerir
ráð fyrir því að starfsmennirnir geti
keypt allt að 7,7% hlut í fyrirtækinu yf-
ir fimm ára tímabil, á sama gengi og
Arion banki ákvað að selja hópi fjár-
festa 5% hlut í Símanum á í síðustu
viku. Bankinn mun bjóða enn stærri
hlut til sölu í opnu útboði fyrir lok
þessa árs. » 18
Andstaða við kauprétt
starfsmanna Símans