Morgunblaðið - 04.09.2015, Side 10

Morgunblaðið - 04.09.2015, Side 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. SEPTEMBER 2015 Valgerður Þ. Jónsdóttir vjon@mbl.is Anna Sigríður Eyjólfs-dóttir er skrappari af lífiog sál. Þótt orðiðskrappari minni á rapp- ara eða poppara nær samlíkingin tæpast lengra. Íslenska orðabókin segir að rappari flytji rapp og poppari sé sá sem fæst við popp- tónlist. Skrappara er ekki að finna í þeirri góðu bók og iðju þeirra því í engu getið. Samt eru a.m.k. átta konur skráðar skrapparar í síma- skránni. Anna Sigríður er ein þeirra; hún er kona sem fæst við skrapp. Um það bil annan hvern dag, upplýsir hún. Svo hefur hún líka kynnt og kennt skrapp, síðast á Handverkskaffi í Gerðubergi í vikunni. Innt eftir hvað felist í að skrappa vísar hún í enska orðið scrap, scrapbook og scrapbooking. Úrklippualbúm sumsé. Málin eru farin að skýrast. Grunnskólakenn- arinn Anna Sigríður kýs þó frekar að tala um skrapp sem er stutt og laggott og hljómar íslenskt. Not- um það eftirleiðis. Allt á eina bókina lært „Mér finnst ekki vera til neitt almennilegt orð yfir þetta á ís- lensku,“ segir hún og lýsir fyr- irbærinu í stuttu máli: „Skrapp er einskonar minningabók, myndaal- búm og föndurbók, allt í einni bók. Margir sem hafa gaman af að föndra búa til skrappbækur til að varðveita fjölskyldusögu eða minn- ingar um sérstaka atburði í lífi sínu. Sumir byrja til dæmis að skrappa eftir að þeir gifta sig og búa til skrappbók til minningar um brúðkaupið. Aðrir þegar þeir eignast sitt fyrsta barn og svo mætti áfram telja. Annars þarf ekki að vera önnur ástæða fyrir að skrappa en sú að hafa af því ánægju. Þeir sem skrappa á hverj- um degi nota skrappbókina eins og dagbók. Til að búa til fallega bók eða blaðsíðu má notast við alls konar smáhluti; borða, hárlokka, ljósmyndir, teikningar, ljóð, úr- klippur, skrautpappír, blúndur, perlur, glimmer, þurrkuð blóm og einfaldlega hvaðeina sem fellur að smekk skrapparans og vekur hjá honum hugrenningatengsl um til- tekinn atburð.“ Anna Sigríður kveðst alla tíð hafa verið mikil föndurkona og vita fátt notalegra en að sitja Kennarinn sem er skrappari í símaskránni Skrapp er einskonar minningabók, myndaalbúm og föndurbók, allt í einni bók. Föndrið eða listformið var lítt þekkt hér á landi fyrir aldamótin. Anna Sigríður Eyjólfsdóttir, sem hefur skrappað í áratug, segir möguleikana óþrjótandi. Systur Steinunn Lóa og Helga Soffía eru óðum að komast upp á lagið. Vikudagbók Atburðir vikunnar færðir til bókar, hver dagur hefur sitt hólf. Í Svíþjóð Heimsókn Önnu Sigríðar til systur sinnar í Svíþjóð skjalfest. Á sýningunni Heilsu-expó sem haldin verður í Hörpunni sunnudaginn 6. september frá kl. 12 til 20 geta gestir og gangandi kynnt sér margt sem lýt- ur að heilsufari og hollustu. Sýningin samanstendur af átta básum, sem hver hefur sitt nafn: næring, hreyf- ing, loft, vatn, sólskin, hvíld, sjálf- stjórn og von. Starfsmenn sýningar- innar veita þjónustu og ráð. Að sýningunni standa hjónin Vig- dís Linda Jack og Adrian Lopez með aðstoð Aðventkirkjunnar, og hafa þau fengið fagfólk úr heilbrigðisstétt í lið með sér. Gestum sýningarinnar er boðið upp á ýmsar mælingar til að kanna heilsufar sitt, t.d. blóðsykursmæl- ingu, blóðþrýstingsmælingu, blóð- fitumælingu, lungnaþol og BMI- mæl- ingu, þeim að kostnaðarlausu. Að því búnu geta þeir látið reikna út raun- aldur sinn miðað við niðurstöðurnar. Þátttakendur geta fengið kennslu í einföldum leikfimisæfingum og ekki ætti að væsa um þá því þeim stendur herðanudd til boða í hvíldarbásum. Markmiðið er að vekja fólk til um- hugsunar um heilsu sína og veita því verkfæri og upplýsingar til að bæta hana. Eftir sýninguna í Hörpu á sunnudaginn er í bígerð að setja hana upp í Ráðhúsinu í október og Loftsalnum í Hafnarfirði í nóvember. Heilsu-expó í Hörpunni Morgunblaðið/Styrmir Kári Góð heilsa er gulli betri Dagleg hreyfing ætti að vera fastur liður í tilverunni. Mælingar til að kanna heilsufarið Barnið mitt tók upp á því umdaginn að fullorðnast heil-an helling og byrja á „al-vöru“ leikskóla. Núna er þetta harður heimur meðal stóru krakkanna og klósetta sem maður þarf að læra að pissa í alveg sjálfur. Þetta ferli er náttúrulega alveg gíf- urlega erfitt, sérstaklega fyrir aum- ingja foreldrana sem sjá fyrir sér einkasoninn, demantinn sinn og sól- ina í lífinu, lenda í einelti. Að rauð- hært hrekkjusvín með krullur og frekjuskarð hrindi honum. Allir for- eldrar sem senda börn á leikskóla þurfa að fara í aðlögun í þrjá daga. Það er náttúrlega til þess að róa for- eldrana og aðlaga þá nýjum að- stæðum. Þetta eru svo viðkvæm grey. Það var nú alveg lúmskt gaman að líða eins og tröllkalli í nokkra daga. Sitja í litlum stól við lítið borð og leika við barnið sitt í þrjá daga. En svo lýkur aðlöguninni og hyldýpið blasir við. Barnið manns, eitt og yfirgefið í heilan dag, með stóru krökkunum. Engin mamma, enginn pabbi. Þó er það nú ágætis huggun að leik- skólinn sem um ræðir er alveg frábær og ég treysti starfsfólkinu fullkomlega. Fyrstu dagana reyndi gullið mitt allt til að láta mömmu sína fá smá samviskubit. Grenjaði eins og ljón í fataklefanum og ég hljóp út með kökkinn í hálsinum. Sá fyrir mér að eftir 20 ár yrði ég boðuð í Dr. Phil til þess að ræða vanræksluna á barninu mínu þegar ég dirfðist að senda hann á leikskóla. Ég laumaðist síðan til þess að kíkja inn um gluggann og þar sat hann, litli kúgarinn minn, hrókur alls fagn- aðar að gæða sér á súr- mjólk. Þetta var allt leikur. Hann sneri á mig. Nú er litla dúllan mín bú- in að vera á leikskólanum „einn og yfirgefinn“ í tvær vikur og stendur sig eins og hetja. Mér líður eins og hann hafi fengið Nóbelsverðlaun og unnið HM í fótbolta þegar hann gengur inn á deildina með bros á vör. Aldrei jafn stolt. Núna veit ég hvernig mömmu Halldórs Laxness leið. »Sá fyrir mér að eftir 20ár yrði ég boðuð í Dr. Phil til þess að ræða van- ræksluna á barninu mínu þegar ég dirfðist að senda hann á leikskóla. HeimurAuðar Auður Albertsdóttir audura@mbl.is Funahöfði 1 | 110 Reykjavík | Sími 567 4840 | www.bilo.is | bilo@bilo.is TEC TRAVEL KING 510TKM KOJUHÚS nýskr. 07/2005,Verð 2.550.000. Skiptir á góðum bíl! Raðnr.286288 HONDA CR-V nýskr. 07/2006, ekinn 147 Þ.km, bensín, sjálfskiptur. TILBOÐSVERÐ 1.590.000. Raðnr.286280 M.BENZ ML 63 AMG nýskr. 05/2008, ekinn 97 Þ.km, 503 hö, sjálfskiptur. TILBOÐSVERÐ 6.990.000. Raðnr.254023 BMW X5 3.0D E70 nýskr. 06/2009, ekinn 161 Þ.km, diesel, sjálfskiptur, leður o.fl. Gott verð 5.390.000. Raðnr.253973 TOYOTA PROACE LANGUR GX nýskr. 06/2013, ekinn 43 Þ.km, diesel, sjálfskiptur, innréttaður. Tilboðsverð 4.490.000. Raðnr.285410 Þú finnur bílinn á bilo.is Auglýstir bílar eru á staðnum Skráðu bílinn á bilo.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.