Morgunblaðið - 04.09.2015, Qupperneq 20
20 FRÉTTIRErlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. SEPTEMBER 2015
SVIÐSLJÓS
Brynja B. Halldórsdóttir
brynja@mbl.is
Til orðasennu kom í gær á milli leið-
toga ESB-ríkja vegna flóttamanna-
straumsins til Evrópu.
Viktor Orban, forseti Ungverja-
lands, fundaði með Martin Schultz,
forseta Evrópuþingsins, og Donald
Tusk, forsetaráðs ESB, í Brussel til
að ræða hvernig leysa mætti að-
steðjandi vanda vegna mikils fjölda
flóttamanna sem reyna að komast til
Þýskalands í gegnum Ungverjaland.
Nokkur þúsund manns hafa nú beð-
ið dögum saman á járnbrautarstöðv-
um í Ungverjalandi eftir að fá að
komast til Þýskalands.
Skýrist þessi gífurlegi fjöldi að
einhverju leyti af því, að Þjóðverjar
ákváðu nýlega að beita svokölluðu
fullveldisákvæði Dyflinnar-sam-
komulagsins, sem heimilar þeim að
taka við öllum flóttamönnum frá
Sýrlandi sem óska eftir hæli í land-
inu, í stað þess að senda þá til þess
þess Evrópuríkis sem þeir komu til
fyrst, eins og Dyflinnar-samkomu-
lagið kveður á um.
Ákvæðið felur þannig í sér heim-
ild ríkja til þess að taka við flótta-
mönnum umfram skyldu. Þessi
stefna hefur bæði verið lofsömuð og
gagnrýnd.
Viktor Orban tilheyrir hópi gagn-
rýnenda. Sagði hann á fundinum í
gær að flóttamannavandi Evrópu
væri „þýskt vandamál“ en ekki evr-
ópskt þar sem farandfólk á leið til
Evrópu kysi að fara til Þýskalands.
„Enginn vill dvelja í Ungverjalandi,
þannig að við eigum ekki í vand-
kvæðum með þá sem vilja dvelja
þar.“ Á fundinum var einnig haft
eftir Orban að Evrópubúar væru
óttaslegnir þar sem leiðtogar Evr-
ópuríkjanna réðu ekki við ástandið.
Þá sagði hann Ungverjaland aðeins
vera að fullnægja lagaskyldu sinni
samkvæmt Dyflinnar-samkomulag-
inu með því að hleypa engum flótta-
mönnum til Vestur-Evrópu án þess
að skrá þá inn í landið.
Schultz sagði orð Orbans „áhrifa-
rík en röng“ og þess vegna þyrfti
„sanngjarna og jafna dreifingu“
flóttamanna um Evrópu. Tusk tók
undir orð Schults og sagði að ESB-
ríki þyrftu að taka við 100.000 flótta-
mönnum hið minnsta og skipta þeim
fjölda niður á sanngjarnan hátt.
Siðferðilega rétt og lögmætt
Angela Merkel var stödd í Sviss
þennan dag en hún svaraði Orban
engu að síður. Sagði hún Þjóðverja
aðeins gera hið siðferðilega og lög-
mæta í stöðunni, „ekkert meira og
ekkert minna“en það.
Hún andmælti einnig orðum Or-
bans þess efnis að innflytjenda-
stefna Þýskalands væri ekki nægi-
lega hörð. Þá hvatti hún Ungverja
til að fara eftir Genfar-sáttmálanum
um flóttamenn. „Öll ESB-ríki þurfa
að fara eftir honum, ekki aðeins
Þýskaland. Þetta er vandamál sem
varðar okkur öll,“ sagði Merkel.
Francois Hollande, forseti Frakk-
lands, sagði eftir símafund með
Merkel í gær að til stæði að Frakk-
land og Þýskaland kæmu með sam-
eiginlegar tillögur um hvernig ætti
að taka við flóttamönnum og dreifa
þeim jafnt yfir Evrópu. Í yfirlýsingu
sagði Hollande: „ESB verður að
bregðast við á ákveðinn hátt og í
samræmi við gildi sambandsins.
Þessir menn og konur, ásamt fjöl-
skyldum sínum, flýja stríð og of-
sóknir. Þau þurfa alþjóðlega vernd.“
„Mamma Merkel“ dáð
Áðurnefnd ákvörðun þýskra yfir-
valda um að taka við öllum sýr-
lenskum flóttamönnum sem koma
til Þýskalands, hefur gert Angelu
Merkel að ímynd móðurlegrar um-
hyggju. Á samfélagsmiðlinum Face-
book eru til síður undir nöfnunum
„Mamma Merkel, móðir úthrak-
anna“, þar sem finna má myndir af
Merkel með slagorðunum „Við elsk-
um þig“, eða „Samúðarfulla móðir“.
The Guardian birti í gær viðtal
við unga móður í flóttamannabúðum
í Hannover í Þýskalandi sem skírði
barnið sitt Angelu Merkel, í þakk-
lætisskyni við kanslarann. Þá er í
sömu frétt haft eftir tveimur ungum
Sýrlendingum að Merkel sé „móðir
Sýrlendinga“, að hún sé „bjargvætt-
ur sýrlenskra barna frá víti stríðs
og öfgaafla“ og að allir Sýrlending-
ar dýrki Merkel og hugrekki henn-
ar.
Þýskaland fyrirheitna landið
Fjölmiðillinn Deutsche Welle, eða
DW, birti í gær fjölda viðtala við
flóttafólk á leið til Þýskalands. Í
greininni lýsa viðmælendur Þýska-
landi sem fyrirheitna landinu, þar
sem fyrirmyndar heilbrigðisþjón-
usta er gjaldfrjáls, flóttafólk fær
framfærslu og húsnæði auk þess
sem næga atvinnu sé að fá. Vísar
fólk í sögur sem það hefur heyrt í
heimalandinu og á leið sinni til Evr-
ópu. Þá er lítill sem enginn áhugi
meðal fólksins á því að búa í Aust-
urríki eða Ungverjalandi.
AFP
Keleti Nokkur hundruð manns komu inn á Keleti-járnbrautarstöðina í Búdapest í Ungverjalandi í gær, eftir tveggja daga lokun.
Leiðtogar ESB ósamstiga
„Þýskt vandamál,“ segir forseti Ungverjalands Angela Merkel sögð „móðir
Sýrlendinga“ Þjóðverjar taka við öllum Sýrlendingum sem koma til landsins
Vinsæl Merkel nýtur hylli á netinu.
Forseti Kína, Xi Jinping, tilkynnti í
höfuðborginni Beijing í gær að kín-
verskum hermönnum yrði fækkað
um 300.000 en tvær milljónir her-
manna eru nú í kínverska hernum.
Þessi breyting á, eftir því sem kem-
ur fram í frétt Washington Post um
málið, að stuðla að
frekari sjó- og lofthernaði, á
kostnað landhernaðar.
Tilkynningin kom fram á hersýn-
ingu 12.000 hermanna á Tianan-
men-torgi í tilefni af því að 70 ár
eru liðin frá lokum fyrri heims-
styrjaldarinnar.
„Þrátt fyrir liðna atburði mun
Kína aldrei sækjast eftir forystu,
mun aldrei sækjast eftir útþenslu
og mun aldrei íþyngja öðrum með
þeim hörmungum sem Kína hefur
gengið í gegnum í fortíðinni,“ sagði
Xi Jinping meðal annars í ræðu
sinni í gær.
KÍNA
Hermönnum fækkað
um 300.000
AFP
Xi Jinping, forseti Kína, í ræðupúlti.
1800 ára gömul steinkista, sem
fannst á vinnusvæði, var afhjúpuð
í Jerúsalem í gær. Minjavernd
landsins segir hana eina þá „mik-
ilvægustu og fallegustu“ sem
fundist hafi í Ísrael. Kistan er úr
kalksteini, vegur tvö tonn og á
lokinu er útskorin mynd af manni
í tóga, auk myndar af höfði Med-
úsu.
Fornleifafræðingurinn Gaby
Mazor segir kistuna frá 3. öld e.
Kr. og að auðug rómversk fjöl-
skylda hafi líklega átt hana.
brynja@mbl.is
ÍSRAEL
1800 ára steinkista
AFP
Fengur Kistan er frá 3. öld e. Kr.
Klettagörðum 5, 104 Reykjavík | stolpigamar@stolpigamar.is
Gámaleiga
Er gámur lausnin fyrir þig?
Við getum líka geymt gáminn fyrir þig
568 0100
stolpigamar.is
HAFÐU
SAMBAND
Búslóðageymsla ❚ Árstíðabundinn lager ❚ Lager ❚ Sumar-/vetrarvörur
Frystigeymsla ❚ Kæligeymsla ❚ Leiga til skemmri eða lengri tíma