Morgunblaðið - 04.09.2015, Qupperneq 21
FRÉTTIR 21Erlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. SEPTEMBER 2015
Ljóst er að stjórnarskipti verða í
Færeyjum eftir að stjórn landsins
missti meirihluta sinn í kosningun-
um á þriðjudag. Jafnaðarflokkurinn
er sigurvegari kosninganna og er lík-
legt að leiðtogi þeirra, Aksel V. Jo-
hannesen, muni leiða næstu stjórn.
Þriggja flokka stjórn Sam-
bandsflokksins, Fólkaflokksins og
miðflokksins var með meirihluta fyr-
ir kosningarnar, 18 sæti af 33 á lög-
þinginu. Sambandsflokkurinn og
Fólkaflokkurinn misstu tvö sæti
hvor og hafa flokkarnir þrír því 14
sæti nú. Stjórnarandstaðan er því
komin með 19 þingsæti, sem skiptast
milli fjögurra flokka. Jafnaðarflokk-
urinn fékk átta sæti í kosningunum á
þriðjudag, Þjóðveldisflokkurinn sjö
og Framsókn og Nýtt Sjálvstýri tvö
sæti hvor. Líklegast er talið að þess-
ir fjórir flokkar muni mynda næstu
stjórn.
Kaj Leo Holm Johannesen, lög-
maður Færeyja, boðaði til kosning-
anna eftir að hann var staðinn að því
að veita þinginu rangar upplýsingar
um undirbúning neðansjávarganga,
sem bora átti milli Þórshafnar og
Austureyjar.
Kvótakerfi stokkað upp?
Gestur Hovgaard, félagsfræðing-
ur við Færeyjaháskóla, segir orsaka
úrslitanna í kosningunum einkum að
leita í breytingum, sem gerðar voru
á skattkerfinu.
Stjórnin mætti andstöðu þegar
hún kom á flötum skatti, einkum
vegna þess að skattalækkanirnar
þóttu einkum koma hinum tekju-
hæstu til góða. Þá var gagnrýnt að
skattalækkanirnar voru fjármagnað-
ar með fyrirframskattlagningu líf-
eyris.
Einnig var deilt um stefnuna í
sjávarútvegsmálum. Jacob Ves-
tergaard, sem farið hefur með sjáv-
arútvegsmál, hefur verið vændur um
að úthluta kvótum til fárra útgerð-
armanna án þess að forsendur lægju
fyrir. Sérstaklega hefur verið fundið
að því að kvótarnir hafi farið til er-
lendra útgerða, einkum hollenskra
og íslenskra, en einnig danskra.
Sala sjávarafurða er um 98% af út-
flutningstekjum Færeyja og hefur
stjórnarandstaðan haldið því fram að
auka ætti hlut ríkissjóðs í þeim
tekjum. kbl@mbl.is
Stjórnarskipti í
vændum í Færeyjum
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Stjórnarskipti Smábátar í höfninni í Þórshöfn. Úthlutun kvóta var hitamál í
kosningunum í Færeyjum þar sem stjórnin missti meirihluta sinn.
Tekist var á um flatan skatt og sjávarútvegsstefnu
Brynja B. Halldórsdóttir
brynja@mbl.is
Að minnsta kosti fjórtán manns
drukknuðu þegar yfirfullur viðar-
bátur sökk við strendur vesturhluta
Malasíu í gær. Veður mun hafa verið
slæmt á svæðinu.
Talið er að 70 manns hafi verið um
borð í bátnum, eftir því sem kemur
fram í fréttum LA Times um málið.
Áður var talið að 100 manns hefðu
verið um borð í bátnum.
Staðfest hefur verið að 13 konur
og einn maður hafi látist og 19
manns hefur verið bjargað. Annarra
farþega er nú leitað.
Robert Teh Geok Chuan, yfirmað-
ur björgunarsveita á svæðinu, sagði
í samtali við fréttastofu Reuters að
tala látinna myndi mjög líklega
hækka, þar sem þegar væru margar
klukkustundir liðnar frá því að bát-
urinn sökk. Talið er að farþegarnir
hafi verið verkamenn á leið heim til
Tanjung Balai í Indónesíu.
Atburðurinn er alls ekki eins-
dæmi. Í Malasíu starfa allt að tvær
milljónir indónesískra verkamanna
ólöglega, oft við landbúnað og ýmsan
iðnað. Þeir ferðast oft og tíðum í illa
útbúnum bátum á milli landanna
tveggja í gegnum hið þrönga
Malacca-sund. Í frétt The Guardian
um málið kemur fram að margir
þeirra hafi komist til Malasíu með
því að greiða smyglurum fyrir farið.
Þar kemur einnig fram að sjald-
gæft sé að fólk reyni að komast yfir
hafið svona síðla árs, enda eru veður
válynd og vindar sterkir úti á sjó á
þessum árstíma.
Drukknuðu við
strendur Malasíu
AFP
Manntjón Björgunarteymi heldur á
einum hinna látnu.
Að minnsta
kosti 14 Indónesar
látnir
Otto Pérez Mol-
ina sagði af sér
sem forseti
Gvatemala seint
á miðvikudag,
örfáum klukku-
stundum eftir að
gefin var út
handtökuskipun
á hendur honum
vegna ásakana
um spillingu og
fjársvik. Hann neitaði öllum sök-
um í sjónvarpi í síðustu viku og nú
er óvíst hvar hann er niður kom-
inn.
Talsmaður forsetans, Jorge Ort-
ega, staðfesti í gær að Molina væri
hættur sem forseti. Samkvæmt
landslögum tekur varaforsetinn
Alejandro Maldonado Aguirre við
sem forseti og gegnir því starfi út
kjörtímabilið, eða fram í janúar á
næsta ári.
Fyrrverandi varaforseti lands-
ins, Roxana Baldetti, situr nú þeg-
ar í fangelsi vegna sambærilegra
ásakana. Hún neitar einnig sök.
GVATEMALA
Forsetinn hættur
Otto Pérez
Molina
56 10 000
TAXI
BSR
Góð þjónusta
yfir 90 ár
Hæ sæti,
hvað ert þú að borða?
– fyrir dýrin þín
Bragðgott, hollt
og næringarríkt
Smáralind | Kringlunni | Reykjanesbæ | sími 511-2022
AMH – Akranesi – sími 431-2019 | www.dyrabaer.is