Morgunblaðið - 04.09.2015, Side 35

Morgunblaðið - 04.09.2015, Side 35
Hugurinn er stöðugt við bækur og allt sem þeim tengist. Ýmist er maður að lesa handrit sem koma til greina til útgáfu eða við höfum þeg- ar ákveðið að gefa út, þannig að eig- inlegar bækur eru sjaldan á nátt- borðinu. En eins skemmtilegur og bókabransinn er þá er um leið gott að geta skipt um umhverfi og fengist við eitthvað allt annað. Á veturna fæ ég útrás vikulega með gömlum félögum í bumbubolta þar sem hægt er að rífast og skammast, fagna og gleðjast í fimmtíu mínútur án þess að nokkuð trufli. Verst er þó hvað sambandið milli heila og fóta hefur dofnað á seinni árum, hinir síðarnefndu eiga það til að átta sig ekki á því fyrr en of seint hvað hugurinn ætlaði sér og útkoman af þeim sökum síðri en efni stóðu til. Við hjónin stundum líka hesta- mennsku, bæði í Kópavogi og í Skagafirði. Það er ómetanlegt að geta söðlað hest sinn og sest á bak steinsnar frá útivistarperlunni Heiðmörk. Skyndilega er maður kominn burt úr skarkala borgarlífs- ins. Og það er engu líkt að ríða út á bökkum Húseyjarkvíslar i Skaga- firði á sumrin, þar sem rætur Ragnheiðar liggja. Undanfarin sumur höfum við far- ið ásamt nokkrum öðrum fjöl- skyldum í gönguferðir í óbyggðum landsins, m.a. vitjað Brúnavíkur sunnan við Borgarfjörð eystra þar sem afi minn fæddist, dvalið í Kerl- ingarfjöllum þar sem er miðja al- heimsins, að sögn indíánakvenna sem við hittum og koma þangað ár- lega, og gengið um Hornstrandir. Fjölskyldan fer líka töluvert á skíði á Siglufirði. Við bræðurnir vorum þar mikið hjá ömmu okkar á áttunda áratugnum og aðstoðuðum Hilmar frænda við að keyra út gos og annan varning í sjoppur bæj- arins, auk þess að veiða á bryggj- unni og spila fótbolta. Siglufjörður er dásamlegur bær og það hefur verið gaman að fylgjast með honum ganga í endurnýjun lífdaga undan- farin ár. Við fjölskyldan látum okk- ur aldrei vanta á Þjóðlagahátíðina á sumrin en andinn sem þar skapast er einstakur.“ Fjölskylda Eiginkona Péturs Más er Ragn- heiður Elfa Þorsteinsdóttir, f. 3.5. 1968, héraðsdómslögmaður og lekt- or við Háskólann á Akureyri. For- eldrar: Sigurlaug Sigurðardóttir, fv. starfsmaður Lyfjaverslunar Ís- lands, f. 27.9. 1935, og Þorsteinn Karl Guðlaugsson, framhaldsskóla- kennari, f. 9.8. 1936, d. 15.3. 2014. Börn Péturs Más og Ragnheiðar: Ólafur Jens, f. 5.5. 1996, mennta- skólanemi, Sigurður Karl, f. 23.3. 2000, grunnskólanemi, Þór, f. 18.1. 2007, grunnskólanemi. Systkini: Gunnsteinn Ólafsson, f. 5.8. 1962, tónlistarmaður. Hálf- bróðir samfeðra: Sigurkarl Fjólar Ólafsson, f. 2.8. 1954, d. 20.2. 1985. Móðir hans var Karólína Fjóla Val- geirsdóttir, f. 1.9. 1929, d. 8.8. 1954. Foreldrar: Ólafur Jens Pét- ursson, f. 28.12. 1933, d. 4.4. 2009, fyrrverandi forstöðumaður frum- greinadeildar Tækniskóla Íslands, og Áslaug Elísabet Gunnsteins- dóttir, 24.12. 1935, fyrrverandi fulltrúi hjá SÍS og síðar Sam- skipum, bús. í Kópavogi. Úr frændgarði Péturs Más Ólafssonar Steinþór Þorsteinsson b. í Vík í Héðinsfirði Kristjana Jónsdóttir húsfr. í Vík Áslaug Steinsdóttir húsfr. á Bakka Jón Jónsson b. á Bakka í Borgarf. eystra Ólöf Pétursdóttir húsfr. í Brennu Jensína Jóhannsdóttir frá Búðum á Snæfellsn. Þórarinn Þórarinsson hreppstj. á Saxhóli í Beruvík, Snæf. Gunnsteinn Ólafsson Ólafur Jens Pétursson fv. deildarstjóri frumgreinadeildar Tækniskóla Íslands Áslaug Elísabet Gunnsteinsdóttir fyrrv. fulltr. í Rvík. Gunnsteinn Jónsson matsm. á Siglufirði Ólöf Steinþórsdóttir húsfr. og síldarkona á Siglufirði Guðrún Ágústa Þórarinsdóttir húsfr. á Hellissandi Pétur M.G. Guðmundsson útvegsb. á Hellissandi Guðmundur Jónsson form. í Brennu, Snæf. Sigríður Jónsdóttir húsfr. á Hjöllum Ari Arnalds alþm. og sýslum. á Seyðisf. Einar Arnalds borgardómari Sigurður Arnalds útgefandi Ragnar Arnalds fyrrv. form. Heimssýnar Jón L.Arnalds borgarfógeti Sveinbjörn Pétursson ættfræðingur Jóhann Þórarinss. sjóm. á Snæfellsn. Jensína Jóhannsd. húsfr. á Hellissandi Jóhann Hjálmarss. skáld Jón, málssm. í Rvík. Sigríður Jónsdóttir húsfr. í Rvík. Sigríður Símonard. húsfr. í Rvík. Friðrik Ólafsson stórmeistari Guðmundur Jónsson útvegsb. í Borgarfirði eystra Anna G. Guðmundsdóttir húsfr. á Vopnafirði Ásgrímur Halldórsson kaupfélagsstj. á Höfn Halldór Ásgrímsson fyrrv. forsætis- ráðherra Jón Júlíusson kaupm., stofn- andi Nóatúns Júlíus Alexander Þórarinsson sjóm. og verkam. á Hellissandi ÍSLENDINGAR 35 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. SEPTEMBER 2015 90 ára Helga Hansdóttir 85 ára Aðalheiður Ólafsdóttir Kirstín O. Pálmason Lára Indriðadóttir Sesselja G. Sigurðardóttir 80 ára Björn Þór Haraldsson Gunnar Auðunn Ásgeirsson Þórhildur Sæmundsdóttir 75 ára Ólafur A. Ólafsson Vigdís Ketilsdóttir 70 ára Hörður Torfason Svala Sigurjónsdóttir Vigfús G. Björnsson Þórður Stefánsson 60 ára Auður Friðriksdóttir Ásta Gunnlaug Briem Eymundur Magnússon Gestur Heiðar Jónsson Guðmundur Jens Bjarnason Guðrún Hafdís Óðinsdóttir Hildur Aðalsteinsdóttir Sigrún Einarsdóttir Soffía Árnadóttir Unnur Guðrún Karlsdóttir Védís Pétursdóttir Þorleifur Stefánsson Þorsteinn Guðmundsson Þór R. Björnsson 50 ára Árdís Árnadóttir Birgir Sigurðsson Bryndís Bragadóttir Elenóra Bára Birkisdóttir Gísli Guðmundsson Heiða Margrét Hilmarsdóttir Kjartan Björnsson Kristjana Sigurgeirsdóttir Kristmann E. Kristmannsson Richard David Hillman Sigrún Ragna Skúladóttir Sigurður Valur Rafnsson 40 ára Andrea Magnúsdóttir Ágúst Guðmundsson Björg Ólafsdóttir Finnbogi Sigurgeir Sumarliðason Hallgrímur Hinriksson Hjörleifur Jón Steinsson Jón Hjalti Freysson Jón Sigurðsson Líney Magnea Þorkelsdóttir Shirley Lavy Tryggvi Þór Tryggvason Þorbjörn Jónasson 30 ára Egill Gylfason Hafsteinn Viðar Ársælsson Hörður Freyr Bjarnason Ingvar Sigurðsson Klara Sjöfn Kristjánsdóttir Til hamingju með daginn 30 ára Brynjar býr í Hafnarfirði og ólst þar upp. Hann vinnur hjá fisk- versluninni Hafið á Granda. Börn: Sigurður Máni, f. 2009, og Baltasar, f. 2015. Bróðir: Hafþór Freyr Víðisson, f. 1978. Foreldrar: Guðlaugur Aðalsteinsson, f. 1955, vinnur á Geymsluvæðinu, og Björk Sigurðardóttir, f. 1957, bús. í Hafnarf. Brynjar Örn Víðisson 40 ára Magnús Már er Akureyringur, fæddur þar og uppalinn. Hann er húsasmiður og rekur fyrirtækið Valmenn. Maki: Helena Sif Jóns- dóttir, f. 1975, leikskóla- kennari á Tröllaborgum. Börn: Sverrir Örn, f. 1996, og Björn Már, f. 1998. Foreldrar: Lárus Sverris- son, f. 1953, bankamaður, og Kristín Jónsdóttir, f. 1950, sjúkraliði, bús. á Akureyri. Magnús Már Lárusson 30 ára Sigurdís er frá Bú- völlum í Aðaldal og býr á Jarlsstöðum í sömu sveit. Hún er umhverf- isskipulagsfræðingur og héraðsfulltrúi á Norðaust- urlandi hjá Landgræðslu ríkisins. Maki: Smári Jónas Lúð- víksson, f. 1984, garð- yrkjustjóri hjá Norðurþingi. Foreldrar: Sveinbjörn Þór Sigurðsson, f. 1955, og Hulda Kristjánsdóttir, f. 1960. Sigurdís Svein- björnsdóttir  Sigrún Laufey Sigurðardóttir hefur varið doktorsritgerð sína í líf- og læknavísindum við Háskóla Íslands. Hún ber heitið „Er truflun í stjórnun ónæmissvara í kverkeitlum mikilvægur orsakaþáttur psoriasis?“ – („Does dysregulation of immune responses in the tonsils play an important role in the pathogenesis of psoriasis?“). Sóri (psoriasis) er krónískur bólgu- sjúkdómur í húð. Íferð sjúkdómsvald- andi Th1/Th17 frumna í húð er talin vera upphafsskrefið í þróun sjúkdóms- ins þar sem þær leiða til bólgumynd- unar og offjölgunar keratínfrumna. Uppruni þessara frumna er óþekktur, en vitað er að hálsbólgur af völdum streptokokka geta leitt til eða orsakað versnun í sóraútbrotum. Þetta bendir til þess að kverkeitlar geti haft áhrif á myndun sóra hjá ákveðnum sjúklingum. Aðalmarkmið verkefnisins var að reyna að skýra hvers vegna endur- teknar streptokokka-hálsbólgur geti leitt til myndunar á sóra eða versnunar í sjúkdómseinkennum og greina hvaða þættir væru mikilvægir fyrir tengsl kverkeitla og sóra. Niðurstöðurnar sýndu að strepto- kokka-sýkingar, sér í lagi af flokki C, voru algengari meðal sóra- sjúklinga en ein- staklinga með endurteknar sýk- ingar. T frumur úr kverkeitlum sórasjúklinga tjáðu mark- tækt meira af húðrötunarsameindinni CLA (cutaneous lymphocyte associa- ted antigen) og var fylgni á milli fjölda þeirra í kverkeitlum og blóði. Þær tjáðu einnig Th1/Th17 tengdar sam- eindir og við örvun með peptíðum sem eru samsvarandi í keratíni í húð og M- próteini streptokokka, brugðust þær við á Th1/Th17 miðaðan hátt. Vefja- fræðilegur munur var á milli mismun- andi kverkeitlahópa. Út frá fengnum niðurstöðum er hægt að álykta að kverkeitlar séu mikilvægir fyrir meingerð psoriasis hjá ákveðnum einstaklingum og að hinar meinvaldandi T frumur í blóði og húð sórasjúklinga gætu átt uppruna sinn í kverkeitlum. Sigrún Laufey Sigurðardóttir Sigrún Laufey Sigurðardóttir er fædd árið 1972 og lauk stúdentsprófi frá MR 1992 og BS prófi í líffræði frá HÍ 1996, MS prófi í heilbrigðisvísindum árið 2006 og viðbótardiplóma í kennslufræðum framhaldsskóla árið 2013. Sigrún hóf dokt- orsnám við HÍ árið 2006 og starfar hjá Actavis ehf. Hún á einn son, Víði Davíð Krogsgaard. Doktor Hægt er að senda mynd og texta af nýjum borgara eða brúðhjónum af slóðinni mbl.is/islendingar eða á netfangið islendingar@mbl.is Börn og brúðhjón Ný og glæsileg verslun Gler, gluggar, glerslípun & speglagerð frá 1922 Mörkinni 4 | 108 Reykjavík | Sími: 565 0000 | Fax: 555 3332 | glerborg@glerborg.is | www.glerborg.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.