Morgunblaðið - 04.09.2015, Page 27

Morgunblaðið - 04.09.2015, Page 27
MINNINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. SEPTEMBER 2015 ✝ Jóhanna ÓlöfGestsdóttir fæddist á Akranesi 22. september 1953. Hún lést í Reykjavík 29. ágúst 2015. Foreldrar henn- ar eru Gestur Frið- jónsson, f. 27. júní 1928, frá Hof- stöðum á Mýrum, og Nanna Jóhanns- dóttir, f. 20. apríl 1936 frá Ólafs- völlum á Akranesi. Systir henn- ar samfeðra er Elín Sigurbjörg, f. 1953. Alsystkini Jóhönnu eru Ingibjörg Jóna, f. 1957, og Jó- hann Sigurður, f. 1962. Jóhanna var tvígift. Fyrri maður hennar var Baldur Garð- arsson. Sonur þeirra er Gestur, f. 18. ágúst 1974. Hans börn eru en gekk síðan menntaveginn. Tók hún stúdentspróf frá Menntaskólanum á Laugarvatni árið 1974. Fór hún síðar í Kenn- araháskólann og tók þaðan kennarapróf árið 1984. Jó- hanna starfaði nokkur ár á Unglingaheimili ríkisins í Kópa- vogi þar sem hún kynntist Kristjáni, seinni manni sínum. Í nokkur ár rak hún einnig Hótel Staðarborg í Breiðdal með hon- um. En kennsla átti hug hennar allan. Kenndi hún lengst af við Einholtsskóla, eða frá 1985 til 2000. Þá kenndi hún við Selja- skóla frá árinu 2001 til dánar- dags. Íslenska var hennar aðal- kennsluefni og áhugamál og hafði hún tök á því síðasta vetur að setjast á skólabekk í Háskóla Íslands og grúska meira í ís- lenskunni sinni. Hún útskrif- aðist með viðbótardiplómu í Náms- og kennslufræðum í júní síðastliðnum. Útför Jóhönnu fer fram frá Háteigskirkju í dag, 4. sept- ember 2015, kl. 11. Elísabet Lilja, Maríana Mist og Konráð Viktor. Seinni maður Jó- hönnu var Kristján Sigurðsson. Hófu þau sambúð sína árið 1980 og giftu sig árið 1990. Þau skildu árið 2012. Þeirra börn eru 1) Embla, f. 16. júní 1980. Hennar maki er Niels Thomassen og sonur þeirra Ísak Ravn. 2) Hrefna, f. 25. febrúar 1982. Hennar maður er Torben Aggerbeck og dætur þeirra Eyja og Ylva. 3) Askur, f. 5. október 1984. 4) Gríma, f. 5. maí 1989. Hennar maki er Arn- ar Ingvarsson og sonur þeirra Úlfur. Jóhanna ólst upp á Akranesi Sorgin knýr dyra og lítið hægt að gera til að lina hana. Systir mín elskuleg kvaddi þessa jarðvist þann 29. ágúst eftir vikudvöl á sjúkrahúsi, og langt um aldur fram. Ég á henni margt að þakka og margs er að minnast en orða er vant. Því langar mig að láta fylgja þessum fátæklegu orðum mín- um litla stöku sem segir allt sem ég get ekki komið orðum að núna. Þessa stöku orti amma hennar, Ingibjörg Friðgeirs- dóttir, en hjá henni dvaldi systir mín þónokkur sumur á sínum uppvaxtarárum. Vinar minni verður mér vart úr minni skafið. Allt, sem minnir á þig, er ástúð minni vafið. Ingibjörg Jóna. Góðar og hlýjar minningar streyma um huga mér þegar ég hugsa um tímann sem ég fékk að eiga með mágkonu minni og elsku vinkonu, Hönnu Lóu. Hún var traust, eldklár, ráðagóð og með risastórt hjarta. Heimili hennar stóð alltaf opið og henni fannst það ekkert tiltökumál þó við kæmum að gista með strákahópinn okkar. Þegar stór- fjölskyldan hittist lumaði hún alltaf á einhverju skemmtilegu handa krökkunum og var hrók- ur alls fagnaðar. Mörg skemmtileg áramót voru haldin heima á Miklubrautinni og sum- arkvöldin löng ræddi ég við hana um skólamál og uppeldi. Var hún fyrirmyndin mín og leiðbeinandi í leik og starfi. Þó söknuðurinn sé skerandi sár er það huggun harmi gegn að Hanna Lóa lætur eftir sig fimm stór, sterk og falleg börn. Í þeim sér maður alla bestu eig- inleika hennar og hlakkar til að fylgjast með þeim og fjölskyld- um þeirra í framtíðinni. Lífið er fljótt; líkt er það elding sem glampar um nótt ljósi, sem tindrar á tárum, titrar á bárum. (Matthías Jochumsson) Ástarkveðja frá Jóa bróður. Ásta Kristjana. Ég uppgötvaði frekar ung að mín fjölskylda var ekki alveg eins og allar aðrar fjölskyldur. Ég átti nefnilega afa og Jó- hönnu. Yndislegu Jóhönnu sem gaf mér skemmtilegustu móð- ursystkini í heimi og gerði það að verkum að heimsóknir til afa voru alltaf frábærar. Æsku- minningar um „sódastrím“ og „popp úr vél“ helltust yfir mig á laugardaginn var og minningar um góð spjöll sem við Jóhanna áttum þegar ég var táningur og mörg enn betri eftir að ég varð fullorðin skilja eftir sig ljúfsárar minningar. Eftir að ég flutti til Vínarborgar fékk ég send of- boðslega falleg handprjónuð föt handa börnunum mínum. Alla tíð síðan hafa þau haldið því fram að Jóhanna væri besta prjónakona í heimi því hún væri sú eina sem kynni að prjóna föt sem þau klæjaði ekki undan. Ég fann alltaf fyrir væntum- þykju þegar við hittumst og alltaf gat ég hagað mér nánast eins og heima hjá mér þegar ég kom í heimsókn. Mér finnst óg- urlega leiðinlegt hvað þú þurftir að fara snemma en á sama tíma er ég þakklát fyrir að hafa feng- ið að hafa þig í fjölskyldunni minni. Elsku Embla, Hrefna, Askur, Gríma og Gestur, ég samhrygg- ist ykkur meira en orð fá lýst. Ykkar Katla. Aðfaranótt laugardags sl. kvaddi mín kæra vinkona, Jó- hanna Gestsdóttir, þennan heim á krabbameinsdeild Landspítal- ans. Það bar brátt að að Jó- hanna væri orðin svo veik að líf- inu stóð ekki til að bjarga. Fyrir rúmum mánuði sátum við sam- an, kátar og glaðar, og lögðum línurnar um það hvernig við ætluðum að lifa gleðifylltu lífi og njóta hvers augnabliks í óendanlegri framtíð. Jóhanna var fersk og falleg á að líta, glöð og kát og með þennan sérstaka glettnissvip sinn og skemmti- legu tilsvör eins og alltaf. Hún haltraði, en hafði ekki áhyggjur af því. Við sátum lengi og nut- um samverunnar. Seinast frétti ég af Jóhönnu frá sameiginlegri vinkonu fyrir tveimur vikum. Hún hafði sérstaklega orð á því hvað þær höfðu haft það skemmtilegt og hvað Jóhanna alltaf var svo áhugasöm og mik- ill gleðivaki og hvað hún hlakk- aði til að hitta hana aftur. Jó- hanna var aldeilis ekki að yfirgefa þennan heim. Ég kynntist Jóhönnu fyrir nær 40 árum síðan á Upptöku- heimilinu, sem það þá hét. Jó- hanna var ritari og sá um rekst- ur en gekk jafnt á vaktir í meðferðarvinnunni. Jóhanna hafði sérstaka hæfileika í þessu umhverfi. Hún var kvikk, fljót til að sjá samhengi hluta og bregðast við til alls hins besta. Hún hafði sterka stöðu í starfs- mannahópnum og sérstakt lag á unglingunum, sem ekki voru sérlega meðfærilegir. Hún var snarráð og örugg í öllum sínum gerðum. Figther. Ég fór í nám erlendis en Jóhanna hélt áfram starfi sínu í meðferðarbransan- um svokölluðum. Hún og Krist- ján höfðu seinna heimili fyrir börn eftir vistun á meðferðar- heimilum í nokkur ár. Hún tók kennarapróf og vann í Einholt- skóla (fyrir börn með sérþarfir) í mörg ár. Jóhanna hafði ein- stæða hæfileika sem kennari og uppeldisfulltrúi eins og ég kynntist henni í samstarfi og fylgdist með henni í gegnum ár- in. Það var unun að vera vitni að. Seinustu árin kenndi Jó- hanna í Seljaskóla. Hún hafði ársleyfi sl. vetur og tók íslensku í Háskólanum. Naut þess að vera á skólabekk. Hló af gleði yfir þessu sérstaka tækifæri. Jóhanna eignaðist fimm börn, hvert öðru fallegra og efnilegra. Við nutum þess að geta fylgst með börnum hvorrar annarrar í gegnum árin. Með tímanum eignaðist Jóhanna líka fleiri og fleiri barnabörn, svo prjónarnir tifuðu. Hún elskaði litlu pott- ormana sína og naut þess inni- lega að eiga allan þennan skara af börnum, tengdabörnum og barnabörnum. Lífið var bara dásamlegt í svo marga staði. Í gegnum öll árin hittumst við Jó- hanna þegar tök voru á að eiga tíma saman til góðrar stundar. Samhugur og sameiginleg áhugamál, og ekki síst fagleg, gáfu dýpt í samveruna. Vináttan var sterk og alltaf er það þann- ig í hvert skipti sem ég er heima á Íslandi að þá er eins og að við hefðum hist í gær. Elsku besta Jóhanna. Það eru yndislegar minningar sem ég á um þig og ég mun alltaf bera þær í mínu hjarta, sem á þessari stundu er að bugast af sorg. Mínar innilegustu stuðn- ings- og samúðarkveðjur á þess- ari kveðjustund til barnanna; Gests, Emblu, Hrefnu, Asks og Grímu, maka þeirra og gæl- unagganna hennar Jóhönnu, foreldra hennar og systkina. Gunný Guðrún Önfjörð. Kynni okkar Jóhönnu hófust í Menntaskólanum á Laugar- vatni, árið 1970. Hún kom í fyrsta bekk þegar ég var í þriðja bekk. Samfélagið á Laug- arvatni var sérstakt og á kvennavistinni urðu til lífstíð- artengsl. Við Jóhanna vorum báðar bráðlátar í barneignum og við áttum eftir að eiga fleira sameiginlegt. Gestur, sonur Baldurs skólafélaga okkar, er elsti sonur Jóhönnu. Þegar leið- ir Baldurs og Jóhönnu skildi tók Jóhanna erfiða ákvörðun og hún tók hana án þess að setja sjálfa sig í fyrsta sæti. Jafnréttissinn- inn hún Jóhanna tók ákvörðun með hagsmuni sonarins í huga þegar hún lét forræðið í hendur föðurins. Mörgum þótti sú ákvörðun undarleg, en Jóhanna vissi hvers hagsmuna hún var að gæta. Árið 1978 fór ég að kenna á Unglingaheimili ríkisins á Kópavogsbraut 17. Þar var Jó- hanna búin að skjóta rótum. Unglingaheimilið var uppeldis- stöð okkar nokkuð margra af 68-kynslóðinni. Uppeldisstöð fyrir okkar ævistörf þar sem forstöðumaðurinn, Kristján Sig- urðsson, var langt á undan sinni samtíð. Hann hlustaði og setti ábyrgð á okkur unga fólkið, hann gerði kröfur og var alltaf til staðar fyrir okkur, þessa ungu starfsmenn sína, hann stóð með okkur. Fyrir þessum ágæta forstöðumanni féll Jó- hanna, þau urðu ástfangin. Við Jóhanna urðum vinkonur og fylgdumst að í barneignum næstu árin. Hún og Kristján eiguðust fjögur börn saman. Fjölskyldur okkar áttu saman góð ár, fyrir þau er ég afar þakklát. Jóhanna fór í kennara- nám og ég nældi mér í reynslu í almennum grunnskóla. Árið 1985 hóf Jóhanna kennslu við Skóla Unglingaheimilis ríkisins. Þar með hófst okkar 17 ára samstarf og sameiginleg um- hyggja fyrir barninu sem hlaut nafnið Einholtsskóli árið 1990, þegar Einholtsskóli varð einn af sérskólum ríkisins. Jóhanna var einstök sam- stafskona. Unglingarnir í Ein- holtsskóla voru nemendur okk- ar og þeir áttu aðstandendur sem skipti okkur öllu máli að eiga sem best samstarf við. Jó- hanna bar virðingu fyrir nem- endum og aðstandendum. Jó- hanna leit ekki á verkefni sem vandamál heldur úrlausnarefni sem þurfti að leysa. Allt er hægt og framkvæmanlegt, voru kjörorð Jóhönnu. Enginn er ómögulegur, allir búa yfir styrk sem má virkja. Hæfileikar Jóhönnu voru á ótrúlegustu sviðum, hvort sem var að redda rafmagninu, eða sjá til þess að íslensk tunga væri í hávegum höfð. Með þakklæti og virðingu votta ég ykkur, Gesti og Nönnu og fjölskyldunni, mínar innileg- ustu samúðarkveðjur. Elsku Gestur, Embla, Hrefna, Askur og Gríma, minn- ingin um sterka og góða móður lifir. Guðlaug Teitsdóttir. „Ég skal spyrja Jóhönnu – hún veit það.“ Þessi setning kom í hug okkar þar sem við komum saman nokkrir fyrrver- andi samstarfsmenn og vinir Jó- hönnu frá Einholtsskólaárunum. Skyndilega hurfum við aftur í tíma til morgunstundar í stóra svarta hornsófanum. Þá var Jó- hanna svo oft í essinu sínu, for- dómalaus og hláturmild, réttsýn og úrræðagóð. Hún hlustaði á sjónarmið annarra og leitaði lausna og sátta bæði til handa nemendum og samstarfsfólki. Hugstormun var mikið notuð í öllu samstarfi okkar og því lá beint við að beita þeirri aðferð Jóhönnu til heiðurs og hér er árangurinn: fjölhæf, hörkudug- leg, ósérhlífin, kát, lagin, braut- ryðjandi, hugsjónamaður, vitur, blátt áfram, hjálpsöm, heil, sanngjörn, frjó, ákveðin, hlý, réttlát, skipulögð, sveigjanleg, ástríðufull, nagli, mannvinur. Langt af fjöllum hríslast lækirnir og laða þig margir til fylgdar. En vegurinn er einn, vegurinn velur þig, hvert spor þitt er stigið. Og frá upphafi allra vega fór enginn þá leið nema þú. (Snorri Hjartarson) Við sendum fjölskyldu Jó- hönnu innilegustu samúðar- kveðjur. Alda, Ása Björk, Ásta, Bella, Eiríkur, Heiða, Helgi, Sigríður (Sigga Birna). Kveðja frá Seljaskóla Í dag kveðjum við yndislegan samstarfsfélaga og vin sem við mörg erum búin að eiga samleið með í Seljaskóla síðastliðin 13 ár. Sorgin hefur búið um sig í hjarta okkar. Jóhanna var kom- in aftur í hópinn eftir námsleyfi þegar kennarar í Seljaskóla komu til starfa 17. ágúst síðast- liðinn. Við heilsuðumst og glödd- umst yfir að hittast á ný til að undirbúa starfið á nýju skólaári. Jóhanna var með okkur í tvo daga, hún var orðin veik, illvígur sjúkdómur hafði búið um sig. Allt gekk svo hratt. Á nokkrum dögum var allt búið, tómarúm og sár söknuður. Við vorum mjög heppin þegar Jóhanna kom til starfa í Selja- skóla haustið 2002 til að kenna íslensku á unglingastigi. Þar var hún á heimavelli. Íslenska var hennar fag. Hún lagði mikla áherslu á að allir nemendur jafnt sem fullorðna fólkið töluðu og rituðu fallega og rétta íslensku. Sama hvaða svið íslenskunnar var, málfræði, ritun, bókmennt- ir, talað mál eða stafsetning. Hún var framúrskarandi á öllum sviðunum með yfirburðaþekk- ingu sem hún miðlaði svo vel til nemenda sinna og gerði kröfur til þeirra um námið. Oft var leit- að til hennar að lesa yfir og yf- irfara texta sem senda átti út. Jóhanna kenndi líka stærðfræði á unglingastigi og leysti það með miklum sóma. Jóhanna var áberandi í starfs- mannahópnum. Rödd hennar heyrðist, hún hafði ákveðnar skoðanir og ræddi málin. Það var alltaf hlustað af virðingu á Jóhönnu. Hún tók sér margt fyr- ir hendur í skólanum og var kraftmikil kona í starfi. Íslensk málfræði var hennar uppáhald. Nemendur báru virðingu fyrir henni, hún hélt uppi jákvæðum aga og sýndi nemendum sínum mikla umhyggju. Hún var teym- isstjóri í SÁTTarteymi skólans í mörg ár en SÁTTin í Seljaskóla vinnur að jákvæðum hegðunar- stuðningi. Hún hafði mjög mikil áhrif á það starf í skólanum. Jó- hanna var einnig lengi trúnaðar- maður kennara. Aðstoðarskóla- stjóri Seljaskóla var hún í tvö ár og leysti báða aðstoðarskóla- stjórana af í námsleyfi með sóma. Jóhanna átti marga mjög góða vini í starfsmannahópnum. Margar góðar stundir höfum við átt saman við leik og störf, vor- ferðir og hátíðir starfsmanna og námsferðir erlendis. Við minn- umst þess líka hve Jóhanna var íhaldssöm á liti. Hún klæddist engu skæru. Hennar tónar voru grænir, brúnir, gráir og stund- um hvítt, spari. Jóhanna fór allt í einu að prjóna. Prjónarnir léku í höndunum á henni. Af prjón- unum runnu margar dásamlegar flíkur á barnabörnin, mjög vel prjónaðar. Umhyggjusemi henn- ar fyrir börnum og barnabörn- um var einstök. Við fengum öll að fylgjast með fréttum af börn- um og barnabörnum í Dan- mörku, Grænlandi og á Íslandi. Jóhanna var svo sannarlega stolt af sínu fólki. Við söknum hennar óendan- lega mikið og biðjum Guð að styrkja fjölskyldu hennar í sorg- inni. Guð blessi minningu Jó- hönnu Gestsdóttur. Margrét Árný Sigursteins- dóttir, aðstoðarskólastjóri. Þegar við heyrðum þá sorg- legu frétt að Jóhanna Gestsdótt- ir, fyrrverandi umsjónarkenn- arinn okkar, væri látin, var það eitthvað sem ekkert okkar hafði búið sig undir. Fyrir rúmum fimm árum komum við saman, rúmlega tuttugu grunnskælingar, í mat- sal Seljaskóla á skólasetn- inguna, þar sem við vorum loksins að komast í heldri manna tölu innan skólans, loks- ins komin í hóp stóru krakk- anna. Við vorum svo gríðarlega heppin að fá hana Jóhönnu sem umsjónarkennarann okkar. Hún vann við skólann alla okk- ar skólatíð, hvort sem það var sem kennari eða aðstoðarskóla- stjóri, og þekktu allir hana, ungir sem aldnir. Hún kenndi okkur íslensku og stærðfræði þessi þrjú síð- ustu ár okkar í grunnskóla, og sást það langar leiðir hve mikla ánægju hún hafði af því að kenna. Hún var ávallt svo fjörug og glöð, með kaffibollann í hendinni og í röndóttu sokk- unum og lagði sig alla fram um að hafa kennslustundirnar sem áhugaverðastar og skemmtileg- astar fyrir okkur. Hún reyndi að gera skóladaginn sem þægi- legastan, þó það væri ekki nema með smávægilegum hlut- um eins og að hleypa okkur nokkrum mínútum fyrr út úr tíma eða leyfa okkur að vera í stofunni í frímínútunum. Hún hafði eitt markmið í vinnunni sinni, að koma nem- endum sínum eins langt og hún mögulega gat í lífinu og eigum við sem bekkur ekkert nema frábærar minningar um hana Jóhönnu okkar. Hvíldu í friði kæra Jóhanna. F.h. JG-bekkjarins 2010- 2013, Haraldur Orri Hauksson. Jóhanna var ein þeirra sem spinna örlagaþræðina víða. Vegir okkar lágu fyrst saman fyrir 38 árum síðan í vinnu með unglingum þar sem ungt fólk hamaðist í ofurkappi og með miklar hugsjónir við að bjarga heiminum. Við vorum nokkur sem tengdumst mjög náið á þessum tíma og komum gjarn- an saman í Grjótaþorpinu þar sem Jóhanna bjó. Fleiri vinir bjuggu í nágrenninu og var oft glatt á hjalla hjá okkur. Jó- hanna var einstaklega jákvæð, úrræðagóð og mikill gleðigjafi. Ég fékk að búa hjá henni í tvær til þrjár vikur í húsnæðishraki og er henni ævinlega þakklát fyrir. Hún var sjálf á tímamót- um í lífi sínu þá og þurfti oft að þola mótlæti af ýmsu tagi. Hún tókst á við erfiðleika á opinskáan hátt og leyndi vini sína engu um það. Þrátt fyrir að leiðir skildu var sambandið við Jóhönnu alltaf til staðar af og til öll árin. Með fésbókinni endurnýjast sambandið við marga og það var þannig með Jóhönnu. Áfallið er mikið að sjá á eftir Jóhönnu. Það er líkt og það að fara svona án nokkurs fyrirvara rími við geðslag henn- ar, því oft gerðust hlutirnir hratt og fyrirhafnalaust en líka með reisn. Ég votta börunum hennar og öllum aðstandendum samúð mína. Edda Agnarsdóttir. Jóhanna Ólöf Gestsdóttir Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamamma og amma, RENATA ERLENDSDÓTTIR, dómtúlkur og skjalaþýðandi, varð bráðkvödd á heimili sínu miðvikudaginn 2. september. Útförin verður auglýst síðar. . Örn Erlendsson, Ormur Jarl Arnarson, Amanda Garner, Rolf Hákon Arnarson, Eva Sif Jóhannsdóttir Íris Ormsdóttir, Nora, Leon og Ýmir Örn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.