Morgunblaðið - 04.09.2015, Qupperneq 28
28 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. SEPTEMBER 2015
✝ Sigurbjörg Sig-finnsdóttir
fæddist á Norðfirði
5. október 1918.
Hún lést á Hrafn-
istu í Hafnarfirði
19. ágúst 2015.
Foreldrar henn-
ar voru hjónin Vil-
borg Benedikts-
dóttir frá Búðum á
Fáskrúðsfirði, f. 3.
mars 1882, d. 1.
nóv. 1940, og Sigfinnur Sigurðs-
son, útvegsbóndi frá Vattarnesi
við Reyðarfjörð, f. 3. sept. 1879,
d. 13. ágúst 1941.
Systkini Sigurbjargar voru
Bentína, f. 24. okt. 1899, d. 25.
okt. 1920, Sigurður, f. 21. júlí
1903, d. 14. mars 1984, Jóhann
Björgvin, f. 5. des. 1907, d. 18.
apríl 1908, Jóhanna, f. 16. febr.
bónda, f. 1945. Börn þeirra eru
Einar Jóhann, f. 1963, d. 1963,
Anna, f. 1966, Brynja, f. 1968,
Elín, f. 1972, og Erlingur Grétar
fóstursonur, f. 1982. 2) Vilborg
Elma hjúkrunarfræðingur, bú-
sett í Hafnarfirði, f. 29. sept.
1941, gift Gylfa Adolfssyni,
skrifstofumanni, f. 1940. Dætur
þeirra eru Helga, f. 1965, Sig-
urbjörg, f. 1966, og Hildur, f.
1968. 3) Sigrún leikskólakenn-
ari, búsett í Neskaupstað, f. 16.
ágúst 1943, gift Guðmundi Har-
aldssyni prentsmiðjustjóra, f.
1941. Börn þeirra eru Haraldur
Grétar, f. 1965, d. 2007, Berg-
lind, f. 1967, Bergrós, f. 1967, og
Gerður, f. 1970. 4) Kristín
myndlistarmaður, búsett í
Kópavogi, f. 25. ágúst 1948, gift
Ómari Kristinssyni, viðskipta-
fræðingi, f. 1947. Börn þeirra
eru Erna, f. 1972, og Geir, f.
1975. Afkomendur Sigurbjargar
eru 55.
Sigurbjörg verður jarðsungin
frá Garðakirkju á Álftanesi í
dag, 4. september 2015, og hefst
athöfnin kl. 13.
1916, d. 19. mars
1993.
Sigurbjörg gift-
ist 5. ágúst 1938
Geir Vilbogasyni
bryta, f. 18. okt.
1912 í Reykjavík, d.
16. maí 1995. For-
eldrar hans voru
Kristín Brynjólfs-
dóttir, f. á Hjalla á
Álftanesi 4. okt.
1875, d. 19. jan.
1944, og Vilbogi Pétursson, f. í
Hólshúsum í Gaulverjabæj-
arhreppi 13. sept. 1869, d. 2. okt.
1958.
Geir og Sigurbjörg bjuggu
lengst af í Reykjavík en síðustu
árin í Hafnarfirði. Börn þeirra
eru: 1) Grétar bóndi í Áshól,
Ásahreppi, f. 31. okt. 1937,
kvæntur Láru Kristjánsdóttur
Sigurbjörg móðir mín er
fædd frostaveturinn mikla 1918
og ólst upp á Norðfirði í föð-
urhúsum. Mamma var yngst
fimm systkina. Eins og algengt
var á þessum árum fór ungt
fólk suður eftir nám í leit að
vinnu, 16 ára fór mamma til
Reykjavíkur en kom við á Hesti
í Borgarfirði og var þar sum-
arlangt. Þaðan lá leiðin í vist til
Ágústu og Thors Thors og lík-
aði henni vistin vel. Minnstu
munaði að hún færi með þeim
til Ameríku en var þá búin að
kynnast væntanlegum eigin-
manni svo að ekki varð aftur
snúið.
Mamma og pabbi, Geir Vil-
bogason, giftu sig árið 1938.
Þau fóru í brúðkaupsferð til
Kaupmannahafnar en pabbi var
kokkur á m/s Kötlu. Hún átti
eftir að sigla með honum síðar
bæði til Afríku og Evrópu.
Þau byrjuðu búskap á Þórs-
götu hjá tengdaforeldrum
mömmu, hún ung með lítil
börn. Á þeim tíma veiktust for-
eldrar hennar og komu suður
til lækninga og kom þá í henn-
ar hlut að sinna þeim. Hún
missti þau með stuttu millibili.
Frá Þórsgötu fluttu þau á
Skúlagötuna, þá í Karfavog,
Brávallagötu og síðar í þjón-
ustuíbúð á Hjallabraut. Síðast
flutti mamma á Hrafnistu í
Hafnarfirði.
Mamma var sjómannskona
og pabbi í löngum siglingum.
Það gekk mikið á þegar hann
var væntanlegur í land. Heim-
ilið var þrifið hátt og lágt og
kjötsúpan elduð, uppáhald eig-
inmannsins. Hún var kokkur
góður. Þau höfðu yndi af að
gera góða veislu þó að tilefnið
væri ekki mikið. Það var gaman
að hlusta á mömmu segja sögur
frá heimahögum um álfa og
drauga sem ljóslifandi væru.
Hún söng líka fallega og hafði
unun af.
Hún unni náttúrunni og fór
fjölskyldan í tjaldútilegur á
sumrin. Ferðirnar austur í
Hallormsstaðarskóg og á Norð-
fjörð voru ófáar og þá til að
heimsækja og rækta austfirska
frændgarðinn og Hönnu systur
hennar.
Það var mjög kært á milli
systranna og Sigurðar bróður
hennar. Þau héldu útilegunum
áfram alla tíð. Síðari árin fóru
þau í styttri ferðir til Þingvalla
og í Sleggjubeinadal við Kolvið-
arhól og dvöldu þar oft í
nokkra daga í einu.
Mamma var bæði fínleg og
viðkvæm kona en einnig mjög
staðföst. Tímaskynið var ekki
alveg í takt við normið þannig
að það gat tekið á þolinmæði
annarra. Hún hafði samt lag á
að gera gott úr öllu. Mamma
hélt góðum tengslum við börn-
in, barnabörnin og vini sína
með því að hringja til að spyrja
frétta. Hún var mjög áhugasöm
um hvað unga fólkið væri að
gera og hvatti þau óspart. Hún
var nátthrafn og átti það til að
hringja seint og spjalla langt
fram á nótt. Hún fylgdist vel
með þjóðfélagsmálum og hlust-
aði á eldhúsdagsumræður af
áhuga. Hún var ekki mann-
blendin en hún átti góða vini
fram á síðasta dag.
Síðustu árin á Hrafnistu var
hún komin hálfa leið í annan
heim og gat hún þá oft verið
skemmtilega súrrealísk. Hún
ferðaðist víða í rúminu sínu og
sagði frá ýmsu skrítnu og
skemmtilegu. Það er tómlegt
að kveðja eftir öll árin saman
en minningar um hlýja,
skemmtilega og þakkláta
mömmu lifir og hláturinn henn-
ar hljómar enn.
Fjölskyldan þakkar innilega
öllu því góða starfsfólki Hrafn-
istu sem annaðist móður okkar
þau tíu ár sem hún dvaldi þar.
Kristín Geirsdóttir.
Amma Sissa er látin. Ynd-
islega amma sem við elskum
svo mikið. Nú er langri bið afa
lokið. Hún er loksins komin til
hans. Minningarnar um ömmu
og afa hrannast upp. Stund-
irnar sem við eyddum með
þeim á Brávallagötunni voru
ævintýri líkastar. Að ganga
þröngan stigann upp í litlu
notalegu íbúðina þeirra var
ætíð spennandi því við vissum
að þar beið okkar skemmtileg
stund.
Amma tók alltaf svo vel á
móti okkur, óendanlega ljúf og
faðmlagið hennar svo hlýtt.
Hún var alltaf í góðu skapi og
hélt uppi sínum mjúka aga. Við
virtum reglurnar hennar,
snertum t.d. aldrei styttuna
fínu af snjótittlingnum í stofu-
glugganum, heldur sátum í
græna sófanum og horfðum á
hann með aðdáun. Það var
bannað að fara í eltingaleik í
litlu íbúðinni. En amma var svo
þolinmóð og natin við okkur.
Hún var alltaf tilbúin að hlusta
á okkur, dunda sér með okkur í
leik, syngja og segja okkur æv-
intýrasögur frá æskuárum sín-
um á Norðfirði, t.d. hvernig
hún lærði að synda í drullupolli
og frá því þegar hún ásamt
fleiri krökkum hitti álfkonuna
uppi í fjalli.
Amma Sissa var ákaflega fal-
leg og fáguð og með dásam-
legan húmor. Hún var alltaf svo
vel til höfð og í fallegum fötum.
Okkur fannst ofsalega spenn-
andi að fylgjast með henni rúlla
sígaretturnar sínar í vefjugræj-
unni sinni þann stutta tíma sem
hún reykti. Við fengum stund-
um að vefja fyrir hana, það
fannst okkur töff.
Svo voru þær ófáar gistinæt-
urnar. Ýmist gistum við ein og
ein eða allar þrjár. Hlý ömmu-
og afalyktin, tifið í veggklukk-
unni, keppnin um að fá að sofa í
bláa svefnsófanum inni í borð-
stofu, með ævintýralegu vegg-
teppinu á veggnum fyrir ofan.
Við eyddum mörgum stundum
á gólfinu með risastóru bókina
sem innihélt gömul tímarit með
teiknimyndasögum og alls kon-
ar fróðleik. Fengum stundum
að kíkja í kápuskápinn hennar
ömmu með öllum slæðunum
sem við fengum að nota þegar
við lékum leikrit.
Það var alltaf svo gott að
kíkja til ömmu, sem var svo
umhugað um að það færi vel
um okkur og að við fengjum nú
örugglega nóg að borða. Þegar
við stunduðum framhaldsnám í
Reykjavík tók hún á móti okk-
ur hvort sem var í hádeginu
eða á kvöldin með ilmandi
kræsingum og bestar voru kó-
tiletturnar í raspi sem hún
steikti á rafmagnspönnunni
sinni. Og hún sýndi því alltaf
áhuga sem við vorum að gera
og fylgdist afar vel með öllum
barnabörnunum og síðar barna-
barnabörnum og lagði mikla
áherslu á að halda góðu sam-
bandi.
Við kveðjum ömmu Sissu
með söknuð í hjarta og erum
þakklátar fyrir allar þær
dásamlegu stundir sem við átt-
um með henni og afa. Við
geymum í hjarta okkar fallegar
minningar um hana og afa.
Hvíldu í friði elsku amma.
Kibba, kibba komið þið greyin.
Kibba, kibba, græn eru heyin.
Kibba, kibba, gemsar og gamlar ær
og golsóttur sauðapeyinn.
(Sigurður Ágústsson)
Helga, Sigurbjörg og Hild-
ur Gylfadætur.
Elsku amma. Þú varst lagleg
kona, alltaf vel til höfð og vildir
hafa fagra hluti í kringum þig
og áttuð þið afi fallegt heimili á
Brávallagötunni. Þangað var
gott að koma. Afi fór út í bak-
arí á meðan þú hitaðir kakó og
snerist í nokkra hringi í kring-
um okkur. Anna man sérstak-
lega eftir að hafa skemmt sér
við að mala kaffibaunir í kaffi-
kvörninni með skúffu og einnig
var gaman að skoða fjölskyldu-
myndir. Þér þótti alltaf gaman
að bjóða upp á veitingar og eft-
ir komu þína á Hrafnistu áttir
þú alltaf nokkrar sortir af góð-
gæti í skápnum til að bjóða
gestum og gangandi. Alltaf
kom jólapakki frá þér og þú
varst mjög minnug á afmæl-
isdaga og lengi vel fengum við
símhringingu og hamingjuóskir
þrátt fyrir að þú hafir þurft
hjálp við að hringja síðustu ár-
in. Það kom skemmtilegur
glampi í augun þín þegar þú
sagðir frá því þegar þið afi
kynntust. En sagan sem þú
sagðir okkur var eitthvað á þá
leið að þið vinkonurnar fóruð á
ball eftir að hafa fengið leyfi
foreldra ykkar til að gista sam-
an. Afi bauð þér síðan upp, þið
dönsuðuð allt kvöldið og hann
fylgdi þér heim að dyrum.
Minnir að hann hafi svo siglt úr
höfn daginn eftir og síðan barst
þér bréf frá honum sem var
bara stílað á nafnið þitt og Nes-
kaupstaður því hann vissi ekki
heimlisfangið. Þar bauð hann
þér gull og græna skóga og á
endanum urðuð þið hjón. Við
systur lærðum það fljótt að það
var mikið hrós að vera talinn
hafa Fáskrúðsfjarðarsvip og
þeim sem hann báru leyfðist
aðeins meira en öðrum. Ein
okkar minnist þess að sama var
hvaða vitleysu hún gerði þá
bara brostir þú að því nema
daginn sem henni datt í hug að
sópa eldhúsgólfið eftir að búið
var að leggja á borð fyrir há-
degisverð. Þann dag varstu ein-
faldlega ekkert svöng en afi
færði þér nú samt eitthvað að
drekka út í garð. Einnig hafðir
þú þann vana að skola kaffiboll-
ann þinn áður en þú fékkst þér
kaffi. Þér þótti fínt að tala með
dönskuslettum, eins og kast-
arolur, konvúletta og svo fórstu
út á altan og elskaðir að borða
danskt smurbrauð. Þið afi vor-
uð dugleg að ferðast og það var
spennandi fyrir okkur sveita-
stelpurnar þegar þið komuð á
vw-bjöllu á sumrin með tjaldið í
húddinu. Þá voru til dæmis í
boði brenndar pylsur. Árið
1981 voru þið afi heima í Áshól
þar sem hann var að mála ný-
byggt fjósið að innan. Hann var
tilbúin í glens og grín og hopp-
aði með okkur í parís. Það ætl-
aðir þú líka að gera en upp-
götvaðir þér til mikillar
óhamingju að þú gast ekki
lengur hoppað. Afi glotti og
stríddi þér, þú varst hissa en
eftir smá íhugun kom upp sú
hugmynd að líklega gleymist
getan til að hoppa æfi maður
hana ekki reglulega. Eftir því
sem árin færðust yfir voru
fleiri ættmenni sem sóru sig í
ættina góðu og sástu trúlegast
orðið Fáskrúðsfjarðarsvip á
okkur öllum. Þú hafðir sterka
trú á Guð og fullvissu um að
hitta afa og systkini þín þegar
vistinni á jörðu niðri lyki. Við
elskum þig og biðjum að heilsa
þeim og öllum hinum. Þínar
sonardætur,
Anna, Brynja og
Elín Grétarsdætur.
Sigurbjörg
Sigfinnsdóttir
✝ Jón ValdimarJónsson var
fæddur 1. ágúst
1929 á Eyvindar-
stöðum í Eyjafirði.
Hann lést á Dval-
ar- og hjúkrunar-
heimilinu Lög-
mannshlíð,
Akureyri, 15.
ágúst 2015.
Foreldrar hans
voru Jón Jónsson,
f. 2.8. 1888, d. 21.10. 1970, og
Kristín Sigurðardóttir, f. 22.8.
1893, d. 4.8. 1983.
Þann 10. ágúst 1957 giftist
Valdimar Kolbrúnu Árnadótt-
ur frá Akureyri, f. 24.7. 1939.
önnur börn Hreins (Indiana
Ása og Karl Guðni). 2) Árni, f.
4.2. 1959. Maki: Þóra Björg Ei-
ríksdóttir, f. 17.5. 1967. Börn:
Eva, f. 29.6. 1991, Eiríkur
Árni, f. 20.12. 1993 og Rún, f.
22.12. 1998. 3) Jón Kristinn, f.
1.11. 1962. Maki: Elísabet Jó-
hanna Sigurðardóttir, f. 5.8.
1967. Börn: Kolbrún Björg, f.
22.6. 1987, Kristín, f. 20.8.
1993, Sigurður Sveinn, f. 21.11.
1997, og Kristófer Lárus, f. 2.2.
2007.
Valdimar vann fyrst sem
togarasjómaður og síðan öll
möguleg störf hjá vegagerð-
inni á Akureyri, síðustu árin
sem eftirlitsmaður með færð á
Öxnadalsheiðinni.
Útför Valdimars fer fram
frá Akureyrarkirkju í dag, 4.
september 2015, kl. 13.30.
Foreldrar hennar
voru Árni Frið-
riksson, f. 17. júní
1902, og Elsa Jóns-
dóttir, f. 8. janúar
1910. (Fyrir átti
Valdimar Ragn-
heiði Þóru Valdi-
marsdóttir, f. 3.3.
1955, dóttir henn-
ar er Eygló Arna
Sigurðardóttir, f.
5.8. 1977.) Börn
Valdimars og Kolbrúnar eru :
1) Elsa, f. 20.3. 1957. Maki:
Hreinn Gunnlaugsson, f. 22.10.
1954. Dóttir þeirra er Ingunn
Elísabet, f. 2.10. 1990. Önnur
börn Elsu (Valdimar og Helgi),
Afi Valdi trúði á það góða í
fólki. Hann hafði fallega og
þægilega nærveru. Hann átti
það til að vera þögull. En hnytt-
inn var hann. Það sást langar
leiðir hversu vænt honum þótti
um hana ömmu. Hann sýndi
henni virðingu jafnt og öllum
öðrum.
Afi Valdi vildi allt fyrir alla
gera. Hann átti það til að hlýja
mér á höndunum þegar mér var
kalt.
Stundum pakkaði hann mér
inn í eitt af bútasaumsteppun-
um hennar ömmu. Þá lágum við
saman tvö í sófanum. Ég hafði
líka gaman af því þegar við sát-
um tvö við eldhúsborðið og
snyrtum á okkur neglurnar.
Það má segja að þá færni hafi
ég lært af honum afa. Enda var
afi Valdi mikið snyrtimenni og
angaði ávallt vel. Það var gam-
an að fylgjast með honum
smyrja samlokur þegar gestir
komu í heimsókn. Smjörið var
smurt í öll horn og osturinn
skorinn niður svo að hann pass-
aði fullkomlega á brauðið. Þetta
var hans list. Það kom fyrir að
afi og amma keyrðu mig á æf-
ingar og ég var alltaf mætt tím-
anlega.
Enda vildi afi leggja næstum
því klukkutíma fyrr af stað,
sem var eins gott því að ekki
fór Pajero-inn hratt yfir. Eftir
þetta furðaði ég mig aldrei á
því þegar afi og amma voru
mætt fyrst á staðinn.
Ég gleymi aldrei göngulagi
hans. Ég átti það til að elta
hann í Stórholtinu og apa eftir
honum, þar sem hendur voru
fyrir aftan bak og hann lallaði
hægt áfram. Stundum sat hann
í stólnum við hliðina á sjónvarp-
inu og spennti greipar og um
leið sneri hann þumlunum í
hringi.
Ég velti því oft fyrir mér
hvað hann væri að hugsa. Hvert
hugur hans væri kominn.
Kannski var hann staddur úti á
sjó með ömmu þar sem engar
áhyggjur voru.
Bara hann, ástin hans og sjó-
mannslífið. Það fór honum líka
vel. Afi var nefnilega sterkari
en Stjáni blái og miklu betri
sjómaður í þokkabót. Hann var
heljarmenni. Eitt sinn heyrði ég
þá sögu að hann hefði stungið
sér til sjós og synt í land eftir
að hann hafði verið plataður í
túr.
Hann hafði þá engan áhuga á
að fara. Hann vildi vera hjá
fjölskyldu sinni. Afa þótti nefni-
lega mjög vænt um fjölskyldu
sína og sinnti henni vel. Amma
var hans drottning og börn
hans konungborin. Hann var
alltaf til staðar fyrir þau.
Það er sárt að sjá eftir hon-
um, enda höfuð fjölskyldunnar.
Hans verður sárt saknað. Það
var mér sannur heiður að fá að
kynnast honum. Ef ég verð
heppin erfi ég vonandi eitthvað
af þessum töfrandi persónuein-
kennum hans og góðvild. Menn
eins og afi Valdi finnast ekki á
hverju strái. Með þakklæti fyrir
allt afi minn, þín,
Ingunn Elísabet
Hreinsdóttir.
Látinn er mikill öðlingur,
sem hefur barist við ólæknandi
sjúkdóm undanfarið.
Valdimar hitti ég fyrst eftir
1970, þegar ég kom frá sérnámi
í læknisfræði og settist að í
heimabæ mínum Akureyri og
vann þar í 35 ár.
Starfinu fylgdu ferðalög um
nærsveitir bæjarins og m.a. til
Sauðárkróks og Siglufjarðar. Á
þeirri leið var á veturna oftlega
illfært yfir Öxnadalsheiðina.
Hérna megin heiðarinnar var
Valdi mættur, fyrir allar aldir,
en hann sá um mokstur og leið-
beiningar Vegagerðarinnar yfir
þá heiði.
Áður en ég hélt á heiðina, í
fyrsta skiptið, hitti ég þar fyrir
fallegan, hávaxinn mann, með
bros á vör og rólegan, hægan
talanda, sem vildi allt fyrir mig
gera. Frá upphafi treysti ég
þessum manni og leiðbeiningum
hans og fór strax að þykja vænt
um hann. Hann vissi deili á mér
og átti það til að keyra á undan
mér upp heiðina, ef honum
fannst ég eitthvað hikandi.
Síðar gerðist það, að eldri
dóttir mín og Árni, eldri sonur
Valda, tóku saman fyrir um
fjórðungi aldar. Við það lágu
leiðir okkar Valda þéttar sam-
an.
Álit mitt á Valda breyttist
ekki, nema síður væri, við
þetta. Góðmennskan var hans
aðall og fölskvalaus gleði hans
og ást hans á Kollu og börnum
þeirra, skein úr rólegu brosi
hans. Barnabörnin áttu þarna
traustan vin, þar sem þau fundu
hlýlegt athvarf í kjöltu hans.
Árni, tengdasonur minn, er
með sterka, trausta útgeislun,
sem líktist föður hans og glað-
værð Kollu móður sinnar og
tekur alltaf yfirvegaðar ákvarð-
anir, eins og faðir hans gerði
ávallt.
Nú er þessi afbragsmaður,
genginn til feðra sinna. Ef ég
þekki hann rétt, er hann feginn
að losna við þann kross, sem
hann hefur borið undanfarin
misseri. Ég veit, að Pétur
Gullna-hliðs dyravörður, þarf
ekki að gá í bókina sína, þegar
Valdi drepur á dyr. Hann þekk-
ir sitt fólk.
Ég votta Kollu og börnum
þeirra dýpstu samúð mína og
konu minnar.
Eiríkur Páll Sveinsson.
Mig langar í örfáum orðum
að minnast félaga míns, Valda,
sem nú er fallinn frá. Við Valdi
kynntumst í gegnum Vegagerð-
ina þar sem við unnum ýmis
verkefni saman en eins hitt-
umst við oft utan vinnu og þá
ekki síst eftir að við hættum
báðir að vinna. Valdi var traust-
ur maður og nákvæmur. Það
var gott að vinna með honum
og hann var ekkert hlífa sér þó
hann hefði einhvern annan með
sér.
Valdi var gríðarlegur veiði-
maður og kom alltaf heim með
góðan feng bæði á byssu og
stöng. Valdi var líka mjög gest-
risinn og það var gott að koma
til hans og Kollu og spjalla.
Aldrei var hægt að gera Valda
greiða án þess að hann borgaði
það margfalt til baka. Kollu og
öðrum aðstandendum votta ég
samúð mína um leið og ég kveð
góðan dreng.
Ingi Ragnar
Sigurbjörnsson.
Valdimar Jónsson