Iðjuþjálfinn - 01.05.2007, Qupperneq 3

Iðjuþjálfinn - 01.05.2007, Qupperneq 3
kæru lesendur Að baki er frábært afmælisár Iðju­ þjálfafélags Íslands og var sönn ánægja að upplifa alla þá grósku og fagmennsku sem einkennir félagið á þessum tíma­ mótum. Á ráðstefn unni í septem ber síðastliðnum mátti sjá að iðjuþjálfar eru mjög virkir í rann sóknum og öðr­ um fræði störfum. Það er von ritnefndar að svo muni halda áfram og iðju þjálfar sjái sér fært að birta niður stöður og annað áhugavert efni í Iðjuþjálfanum. Að þessu sinni er þema blaðsins Iðju­ þjálfun í samfélaginu. Á síðustu árum hefur iðjuþjálfum sem vinna utan stofn­ anna fjölgað til muna og nýjar og spenn andi stöður orðið til. Eins og sjá má í könnun um stöðu iðjuþjálfunar á Íslandi og þróun síðustu 30 ár, sem birtist í síðasta tölublaði Iðjuþjálfans, hefur iðju þjálfum fjölgað til muna utan Reykja víkur og tæplega 20% starf­ andi iðjuþjálfa vinna í störfum sem ekki eru eyrnarmerkt iðjuþjálfun. Í þessu tölublaði má lesa um ýms ar nýjungar í faginu og spennandi verk­ efni sem iðjuþjálfar víðs vegar um landið eru að taka þátt í. Að auki birtist umfjöllun frá Faghóp um iðjuþjálfun í íslensku samfélagi (FIS) sem vegna mistaka birtist ekki í síðasta blaði og biðjum við hlutað eigandi velvirðingar á. Óskir hafa borist nefndinni um að útgáfutíma blaðsins verði breytt þar sem Iðjuþjálfaneminn hefur nú fest sig í sessi og kemur út nánast á sama tíma. Það er nær ótækt að svo skyld blöð séu í samkeppni um efni og auglýsingar. Iðjuþjálfinn mun því koma út að haust­ lagi í framtíðinni. Til að auðvelda þessa umbreytingu er stefnt að því að gefa út 2. tbl. af 29. árgangi næstkom andi haust. Skorum við því á iðju þjálfa að láta hendur standa fram úr ermum og senda til okkar hugmyndir og efni sem fyrst. Að lokum viljum við þakka öllum þeim sem komu að útgáfu blaðsins svo sem með greinaskrifum og auglýs ing­ um. Með bestu óskum um gleðilegt sumar Ritnefnd Iðjuþjálfans Frá ritnefnd Efnisyfirlit Stjórn IÞÍ Lilja Ingvarsson, formaður Birgit Schov, gjaldkeri Sigrún Ásmundsdóttir Sigurbjörg Hannesdóttir Sigþrúður Loftsdóttir Fanney Karlsdóttir, varamaður Rósa Hauksdóttir, varamaður Umsjón félagaskrár Þjónustuskrifstofa SIGL Ritnefnd (ritnefnd.ii@sigl.is) Edda Björk Skúladóttir Hólmdís Freyja Methúsalemsdóttir Sigurborg Sveinsdóttir Snæfríð Egilson Thelma Hrund Sigurbjörnsdóttir Ritstjóri Hólmdís Freyja Methúsalemsdóttir Prentvinnsla Litlaprent Forsíðumynd Börn að leik við Hrafnagilsskóla Gísli Dúa Hjörleifsson Börn: Aldís Lilja Sigurðardóttir Kristófer Daði Ingason Ólafur Ingi Sigurðarson Monika Rögnvaldsdóttir Ivalu Birna Falck­Petersen Ritnefnd áskilur sér rétt til að stytta texta og færa til betri vegar. Vitna má í texta blaðsins ef heimildar er getið. Iðjuþjálfinn Fagblað iðjuþjálfa IÐJUÞJÁLFINN 1 / 2007 • 3 Pistill formanns ............................. 4 Ljósið Endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð ......................... 6 Pistill frá Siðanefnd ....................... 7 Létta leiðin er rétta leiðin .............. 8 Áhrif menningar á verkjahegðun ........................... 10 Viðtal við Elínu Hrönn iðjuþjálfa hjá Alcoa ...................... 14 Hjálpartækjamiðstöð TR á Kristnesspítala í Eyjafirði ............. 15 Janus endurhæfing ehf. .............. 16 Ágrip úr B.Sc. verkefnum iðjuþjálfanema frá Háskólanum á Akureyri ................................... 19 Tæknin beisluð til hagsbóta fyrir samfélagið .................................. 20 Sérhæfð heimaþjónusta fyrir veika aldraða ........................................ 22 Of geðveikur til að láta í sér heyra? ................................... 24 Áhrif á Þátttöku og Sjálfræði ................................ 27 Tæknileg úrræði og heilabilun á Norðurlöndunum ..................... 30 Faghópur um iðjuþjálfun í íslensku samfélagi .................................... 31 Ágrip úr B.Sc. verkefnum iðjuþjálfanema frá Háskólanum á Akureyri (framhald) ................... 31

x

Iðjuþjálfinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.