Iðjuþjálfinn - 01.05.2007, Side 8
• IÐJUÞJÁLFINN 1 / 2007
Skólatöskudagar voru haldnir á
vegum Iðjuþjálfafélags Íslands vikuna
25.29. september 2006. Iðjuþjálfar
víðs vegar um landið heimsóttu nem
endur í grunnskólum og veittu fræðslu
og ráðleggingar varðandi notkun
skólatöskunnar. Skólatöskudagarnir
voru haldnir að fordæmi Bandaríska
iðjuþjálfafélagsins (AOTA) sem staðið
hefur fyrir School Backpack Awareness
Day síðustu ár og er nú haldinn á
heimsvísu. Fyrir tilstuðlan Karen
Jacobs prófessors í iðjuþjálfun, sem
var gestakennari við Háskólann á
Akureyri haustið 2005 voru Skóla
töskudagar haldnir á Akureyri. Karen
hafði síðan frumkvæði að því að hafa
samband við Lýðheilsustöð og
Menntamálaráðuneytið þar sem hún
kynnti forvarnargildi verkefnisins og
fékk þar góðan hljómgrunn. Í kjölfarið
var myndaður undirbúningsnefnd
innan Iðjuþjálfafélagsins sem skipu
lagði viðburðinn á landsvísu haustið
2006.
Markmið Skólatöskudaga er fyrst og
fremst forvarnargildi verkefnisins. Á
undanförnum misserum hefur mikið
verið fjallað um stoðkerfisvanda í sam
félaginu. Vöðvabólgur, bakverkir og
höfuðverkir eru vaxandi einkenni í
nútíma þjóðfélagi og sjá má fleiri og
tíðari einkenni með hækkandi aldri.
Þetta hefur beint sjónum okkar að
vinnuvistfræði barna. Erfitt er að segja
hvað veldur vandanum þar sem margir
þættir spila saman. Þar má nefna aukin
kyrrseta, röng vinnuaðstaða hvort sem
er í skóla eða heima, minni hreyfing og
þungar byrðar. Fræðsla sem þessi er því
aðeins einn þáttur að bættri heilsu og
líðan. Auk þess að vera forvarnarverkefni
er átakið jafnframt markaðssetning
fyrir fagið. Með kynningu á iðjuþjálfun
gerum við samfélagið meðvitaðra um
gildi þjónustu okkar og möguleikum á
að vinna frekar að bættri heilsu og
líðan almennings.
Haustið 2005 voru Skólatöskudagar
haldnir formlega bæði á Akureyri og í
Kópavogi. Karen Jacobs var gesta
kennari við Háskólann á Akureyri og
fékk iðjuþjálfa á Eyjafjarðarsvæðinu í
lið með sér varðandi skipulagningu og
framkvæmd skólatöskudaga. Viðburður
inn var einnig hluti áfanga sem Karen
kenndi 3ja árs nemum í iðjuþjálfun við
HA. Í þeirri vinnu hönnuðu nemarnir
skólatöskuálfinn sem er einkenni Skóla
töskudaganna hér á landi. Farið var í
nær alla skóla á Eyjafjarðarsvæðinu auk
þess sem kynning og ráðgjöf fór fram í
Pennanum á Akureyri. Tveir iðju
þjálfar í Kópavogi tóku einnig þátt í
Skólatöskudögum 2005. Þeir kynntu
sér verkefnið í gegnum heimasíðu
AOTA sem þeim fannst áhugavert for
varnarverkefni fyrir grunnskólanem
endur sem og góð kynning á faginu.
Iðjuþjálfarnir fengu stuðning Kópa
vogsbæjar og voru með fræðslu í nokkr
um skólum bæjarins.
Undirbúningsnefnd Skólatöskudaga
2006 fékk það hlutverk að skipuleggja
og halda utan um framkvæmd daganna.
Send voru út bréf til allra félagsmanna
þar sem Skólatöskudagarnir voru
kynntir og óskað eftir þátttöku
iðjuþjálfa í verkefninu. Einnig voru
send út kynningarbréf á allar fræðslu
skrifstofur landsins sem og til stjórn
enda grunnskóla. Þar kom fram að
iðjuþjálfar myndu óska eftir samvinnu
við einhverja grunnskóla með haust
inu.
Útbúin voru gögn, svo sem leið
beiningablöð sem send voru heim með
nemendum, kynningarbréf fyrir iðju
þjálfa, plaköt og bókamerki. Við þessa
vinnu var stuðst við veraldarvefinn t.d.
upplýsingar frá AOTA sem og gögn frá
■ Hólmdís Freyja Methúsalemsdóttir,
iðjuþjálfi hjá Æfingastöð
Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra
Létta leiðin er rétta leiðin
■ Erla Björk Sveinbjörnsdóttir,
iðjuþjálfi í Meðferðarteymi barna við
Heilsugæslustöðina í Grafarvogi
■ Kristjana Ólafsdóttir,
sjálfstætt starfandi iðjuþjálfi í
skólaþjónustu Kópavogs
- Skólatöskudagar 2006