Iðjuþjálfinn - 01.05.2007, Page 11

Iðjuþjálfinn - 01.05.2007, Page 11
IÐJUÞJÁLFINN 1 / 2007 • 11 (Pain – International Assosiation for the study of Pain, 2001) Menning (culture): Vísar í hegðun og viðhorf einstaklinganna. Menning varðar gildi, hugtök, trú og reglur sem valda og rökstyðja hegðun fólks í þjóðfélaginu. Menningin mótar m.a. trú um veikindi og verki, heilsuvernd, aðferðir til hjálpar og tíðni inngripa þ. m.t. lyfja eða annarra úrræða (Pain – International Assosiation for the study of Pain, 2001; Cultural attitudes and beliefs about pain, 2004). Það er umhugsunarvert að bæði kyn­ þættir og þjóðerni hafa oft tengsl við þjóðfélagslega stöðu; menntun, at­ vinnumöguleika, lífstíl, venjur og hegð­ un. Þessir þættir, samtvinnaðir, hafa einnig áhrif á aðgengi að heilsugæslu, verkjameðferð, mælitækjum og ákvörð­ unum tengdum lyfjagjöf. Menning hefur hinsvegar áhrif á hvernig við tjáum verk og tilfinningar, verkjahegð­ un okkar og hvernig við túlkum verki okkar við aðra, þar með talið starfsfólk í heilbrigðisgeiranum. Allt frá árinu 1954 hafa iðjuþjálfar um allan heim styrkt sig í menningar næmi (cultural sensitivity) þ.e. hafa tekið inn í vinnu sína varðandi venjur og gildi öll þau ólíku sjónarmið sem einstaklingar taka úr umhverfi sínu (Mirkopoulos & Evert, 1994; May­ berry et.al., 2000; Main, 2004). Menningarlegir þættir tengdir verkj­ um geta verið: • Verkjahegðun (tjáning – munnleg eða líkamleg) • Tungumál (hvernig orð eru notuð til að lýsa verknum) • Úrræði (hvernig finnst viðkomandi eðlilegt að vinna á verknum – andatrú, höfuðbeina- og spjaldhryggjajöfnun, lyf, miðilsfundir). • Félagsleg staða (ég á rétt á...../má ég...). • Væntingar/sjónarmið (forlagatrú, get ég gert eitthvað). (Pain – International Assosiation for the study of Pain, 2002). Zborowsky (1952) fann út að skjólstæðingar fengu „ameríska” hegð­ un og viðhorf gagnvart verkjum eftir að hafa verið í landinu í einhvern tíma (Main, 2004). Í því sambandi hef ég velt fyrir mér hvort að við á Reykjalundi höfum fundið mun á nýbúum sem hafa verið á Íslandi í langan tíma fram yfir þá sem hafa verið á landinu í styttri tíma. Þegar ég hugsa til baka held ég að óhætt sé að fullyrða að þeir sem hafa búið á Íslandi í langan tíma hafi m.a. smitast af vinnuhegðun íslendinga og hafi greinilega samlagast þeim við­ horfum sem ríkjandi eru í þjóðfélaginu gagnvart vinnumynstri. Annað sem að mér finnst ég sjá er að orðaforðinn er orðinn það mikill að auðveldara reynist fyrir einstaklinginn að lýsa verknum. Þar með er íslensk menning farin að hafa áhrif á orðaforða og jafnvel hegð­ un einstaklingsins. Menningin skapar merkingu orðanna þannig að merking orðsins verður samofin tilfinningu okkar (Pain – International Assosiation for the study of Pain, 2002). Þeir sem að eiga færri orð til þess að lýsa verkn­ um þurfa frekar að nota líkamstjáningu, s.s. að halda um auma staðinn, haltra óvenju áberandi, gretta sig mikið í framan og stynja, gráta eða kveinka sér mikið. Ég tel mikilvægt að vera með opinn huga þegar unnið er með fólki úr ólík­ um menningarheimum. Stundum get­ ur nefnilega mismunandi menning „afsakað” hegðun einstaklinganna. Vin­ kona mín sagði mér af umræðu sem varð í Danmörku vegna konu frá Sóma­ líu sem hrækti á gólfið alla fæðinguna þar sem eitthvað gekk illa hjá henni að fæða. Í ljós kom að í Sómalíu er hræk­ ingar taldar lánsmerki í fæðingu og átti að hjálpa konunni við að fæða. Dan­ irnir voru hinsvegar yfirkomnir af við­ bjóði og hneykslan. Menningin mótar manneskjuna og því þurfa iðjuþjálfar og aðrir heilbrigðis­ starfsmenn að kynna sér menningar­ heim skjólstæðinga sinna. Iðjuþjálfinn ætti m.a. að velta eftirfarandi spurn­ ingum fyrir sér: Má viðkomandi taka niður höfuðfat sitt? Getur viðkomandi verið fáklæddur innan um aðra? Er leyfilegt í menningu viðkomandi að gráta vegna verkja? Iðjuþjálfar þurfa einnig að hugleiða þegar unnið er með einstaklinga frá annarri menningu: Hvernig er upplifun viðkomandi af verkjunum? Hvernig er tjáningarform­ ið (munnleg/líkamleg tjáning)? Hvern­ ig er verkjahegðun hans? Getur við­ komandi leitað í einhver bjargráð? Hvaða viðbrögð sýnir einstaklingurinn við verknum? Sú menning sem skapast inn á heimil­ um og í fjölskyldum segir oft mikið til um hvernig unnið er úr verkjum seinna á lífsleiðinni. Ég þekki dæmi um tvær fjölskyldur, alíslenskar, sem búa á sama stað, með svipaðan efnahag og mennt­ un. Í annarri fjölskyldunni var ekkert „gaman“ að vera veikur. Legið inni í herbergi, stundum hurðinni lokað. Í mesta lagi hituð súpa ef ælupestin var svæsin. Í hinni fjölskyldunni var sá veiki í heiðurssæti með sængina sína inni í stofu, fékk kók og var mældur oft á dag. Fékk að ráða hvað hann borðaði og fékk athygli allra á heimil­ inu. Í fjölskyldunni sem „ýtti“ undir verkina var mikið talað um veikindi og leyfilegt að stynja undan þreytu, höfuð­ verk og magaverk. Ef stórfjölskyldan er skoðuð voru veikindi í móðurfjölskyld­ unni algeng og farið í sjúkraheimsóknir til þeirra ættingja sem voru veikir, bakað fyrir þá og komið við í búð til að kaupa eitthvað sem létti undir með þeim sjúka. Velt var fyrir sér mögu­ legum ástæðum veikinda og mikil með­ aumkun sýnd. Í hinni fjölskyldunni var einnig eitt­ hvað um veikindi, einnig í móðurfjöl­ skyldunni, en meira talað um viðkom­ andi með vorkunn í tóninum „æ greyið“ og „hann hefur nú alltaf verið með aðra löppina í gröfinni“. Farið var í heimsókn en frekar af skyldurækni. Hinum hampað sem höfðu rifið sig upp úr veikindum eða slysum og „kom­ ið sér aftur í vinnu”. Í dag eru þessir einstaklingar ólíkir hvað heilsufar varð­ ar. Langvarandi verkjaskjólstæðingar eru líklegri til þess að koma úr fjölskyldum með sögu um veikindi og verki og fjöl­ skyldan getur haft áhrif á ólíka vegu: • Fjölskyldumeðlimir geta virkað sem fyrirmyndir heilsu/veikinda hegðunar, einkum fyrir börnin. • Fjölskyldumeðlimir geta ýtt undir verkjahegðun • Líkamlegt og kynferðislegt Þeir sem að eiga færri orð til þess að lýsa verknum þurfa frekar að nota líkamstján­ ingu, s.s. að halda um auma staðinn, haltra óvenju áberandi, gretta sig mikið í framan og stynja, gráta eða kveinka sér mikið. ■

x

Iðjuþjálfinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.