Iðjuþjálfinn - 01.05.2007, Side 14
1 • IÐJUÞJÁLFINN 1 / 2007
Elín Hönn Einarsdóttir er iðjuþjálfi
sem starfar nú hjá Alcoa á Reyðarfirði
en hún hóf störf þar þann 1. september
2006. Elín lærði iðjuþjálfun í Árósum
í Danmörku, útskrifaðist þaðan 1994
og lauk BSc. frá Háskólanum á Akur
eyri í júní 2006. Elín Hrönn hefur
starfað við iðjuþjálfun hér á landi, í
Danmörku og Bandaríkjunum.
Við í ritnefnd höfðum áhuga á að
fræðast um störf hennar sem iðjuþjálfa
í stóriðjufyrirtæki sem þessu, þar sem
um er að ræða nýjan starfsvettvang
stéttarinnar hér á landi. Við fengum
Elínu Hrönn til að svara nokkrum
spurningum sem brunnu á okkur
tengdum nýja starfinu.
Reynsla og fyrri störf
Fyrsta vinnan sem iðjuþjálfi var í
Álaborg á Sygehus Syd á lyfja og
bæklunardeild þar sem ég var í tæpt ár.
Frá 199699 vann ég sem iðjuþjálfi
hjá Hjálpartækjamiðstöð (HTM) og
var aðallega í því að samþykkja
umsóknir, fór í heimilisathuganir og
var með ráðgjöf varðandi val á
hjálpartækjum, á þessum tíma sem ég
vann hjá HTM tók ég þátt í einu
þróunarverkefni, RIT, sem er norrænn
upplýsingarvefur um hönnun og upp
setning á vinnuaðstöðu, þetta eru hag
nýtar upplýsingar um rétta hönnun og
uppsetningu á vinnuaðstöðu við tölvur
fyrir gigtarsjúklinga. Einnig gerði ég
könnun um notkun og umhirðu hjóla
stóla hjá eldri borgurum á dvalar
heimilum aldraðra á höfuðborgarsvæð
inu. Árið 1999 flutti ég ásamt
fjölskyldunni aftur til Árósa í Dan
mörku og var ætlunin að vera þar í eitt
ár en dvölin lengdist í þrjú ár. Vegna
þessa sótti ég einungis um afleysingar
stöður þar sem markmið okkar var
alltaf að fara aftur til Íslands. Í þessi ár
vann ég sem Sagsbehandlende ergoter
apeut á þremur mismunandi lokal
centrum. Þetta var svipað þeirri vinnu
sem ég vann hjá HTM, jafnframt vann
ég sem tengiliður við spítalana þegar
aldraðir og aðrir hreyfihamlaðir ein
staklingar voru að útskrifast heim, þá
aðallega ef það þurfti einhver hjálpar
tæki eða breytingar á heimili. Árið
2002, fékk eiginmaður minn vinnu í
Bandaríkjunum (Boston), en þar bjugg
um við í fjögur ár. Ég var heima fyrstu
tvö árin en seinni tvö árin vann ég í
grunnskóla sem iðjuþjálfi í sjálfboða
starfi. Ég var þar tvo daga vikunnar og
vann með hóp barna með sérþarfir á
aldrinum 511 ára. Markmið skólanna
var að börnin þyrftu ekki að sækja sér
þjónustu utan skóla og í lok skóladags
væru þau komin í frí eins og hinir
skólafélagar þeirra. Þetta var skemmti
leg reynsla og ólíkt öðru sem ég hafði
komist í kynni við.
Hvað varð til þess að þú réðst þig til
Alcoa og hvert er þitt hlutverk?
Það var haft samband við eiginmann
minn og honum var boðið að sækja
um stöðu innan Alcoa. Í framhaldi af
því ákvað ég að sækja um stöðu iðju
þjálfa. Þarna bauðst tækifæri til að
prufa eitthvað nýtt í nýju starfsumhverfi
þ.e.a.s. utan heilsugeirans.
Allt sem snýr að mínu starfi tengist
öryggismálum á einn eða annan hátt
og mitt hlutverk verður að m.a. sjá um
vinnuvistfræðihlutann, sjá um alla
fræðslu er snertir vinnuvistfræði, jafn
framt verður hluti af starfi mínu að
starfa sem „Industrial Hygienist“ þar
sem ég mun m.a. þurfa að samþykkja
öll efni sem koma inn á svæðið, fylgjast
með mengun í andrúmsloftinu, hávaða
mengun og sjá til þess að starfsfólk sem
vinnur við framleiðsluna fái réttan
öryggisbúnað s.s. heyrnarhlífar og
öndunargrímur. Þá þarf ég að notast
við þar til gerð mælitæki og safna
upplýsingum frá þeim og senda áfram
á innra net Alcoa. Annars er ekki búið
að skilgreina starf mitt ennþá en þetta
er eitt af mörgu sem ég þarf að sinna
núna og í framtíðinni. Hvað nákvæm
lega verður get ég ekki svarað að svo
stöddu. Ramminn er langt frá því að
vera fastmótaður, þetta er eins og að fá
leirklump í hendurnar og svo mótar þú
leirinn eins og þú vilt hafa hann.
Hvernig hefur starfið farið á stað?
Á undirbúningsferlinu hef ég verið
Viðtal við Elínu Hrönn
iðjuþjálfa hjá Alcoa
■ Elín Hrönn Einarsdóttir BSc. í iðjuþjálfun Industrial Hygiene and
Ergonomics manager Umhverfis-heilsu og öryggissvið / EHS Alcoa Fjarðaál