Iðjuþjálfinn - 01.05.2007, Síða 18
1 • IÐJUÞJÁLFINN 1 / 2007
þátttakendur sér og velja afar mis
munandi leiðir til þess að ná settum
markmiðum sínum enda þarfir hvers
og eins ólíkar. Hugmyndafræði iðju
þjálfunar fær notið sín einstaklega vel
og sjá iðjuþjálfar m.a. um mikilvæga
fræðslu og stuðning til þess að auka
líkurnar á endurkomu þátttakandans
inn á atvinnumarkaðinn. Iðjuþjálfar
Janusar endurhæfingar aðstoða þátt
takandann við að skoða hvaða þættir
hafa áhrif á heilsuna, bæði atriði sem
tengjast honum sjálfum, svo sem
venjur og verklag við dagleg störf ásamt
atriðum sem tengjast umhverfinu. Til
að vinna að þessu og gera endur
hæfinguna markvissari er kennsla og
þjálfun í að setja raunhæf markmið
sem unnið er með í hverri viku.
Augljóst er að þar sem aðstæður
þátttakenda eru stundum þess eðlis að
ekkert má útaf bregða, þá er þörf á
aðstoð Félagsþjónustunnar. Með tíman
um hefur skapast gangkvæmur
skilningur og góð samvinna milli
Félagsþjónustunnar og Janusar endur
hæfingar, samvinna sem allir aðilar
hafa hagnast á. Tryggingastofnun ríkis
ins er ekki síður mikilvægur hlekkur í
atvinnuendurhæfingu og þjónustu við
þátttakendur. Sérstök áhersla hefur því
verið lögð á farsælt og gott samstarf við
þá aðila sem vinna að hagsmunum
þátttakenda þar. Þessi vinna beggja að
ila hefur skilað sér í mörgum góðum
úrlausnum þátttakendum okkar til
handa.
Janus endurhæfing og atvinnu
markaðurinn
Þátttakendur Janusar endurhæfingar
hafa fjölbreytta og oft langa reynslu af
atvinnumarkaðnum. Margir hafa reynt
að halda sér í vinnu þrátt fyrir heilsu
brest og minnkaða starfsgetu. Sumir
hafa gert ítrekaðar tilraunir til að fara
aftur að vinna og upplifað skipbrot þeg
ar það tekst ekki. Þetta hefur svo haft
neikvæð áhrif á sjálfsímynd og sjálfs
traust einstaklingins. Hraðinn og sérhæf
ingin á vinnumarkaðnum hafa aukist og
kröfurnar um menntun verða sífellt
meiri. Það er oft lítið pláss fyrir sveigjan
leika og algengt er að vinnustaðir séu
undirmannaðir. Reynsla margra þátt
takanda er að starfslýsingum í fyrirtækj
um sé ekki fylgt og óvæntar vinnu
skyldur bætist við. Það reynist mörgum
erfitt að hafa trú á sjálfum sér og eigin
getu þegar heilsan og starfsorkan breyt
ist. Þátttakendur lýsa fordómum vinnu
markaðarins á langvarandi veikindum
en einnig þeirra eigin fordómum á
möguleikum sínum. „Ég myndi aldrei
ráða svona manneskju til vinnu“ heyrist
oft þegar þátttakandi er að lýsa sjálfum
sér. Í endurhæfingunni er lögð áhersla á
að þátttakendur verði öruggari í að meta
starfsgetu sína, bæði takmarkanir og
möguleika ásamt því að byggja upp
sjálfstraustið miðað við breyttar forsend
ur. Þeir fá leiðbeiningar í að tala um
starfsgetu sína á jákvæðan og uppbyggi
legan hátt og takast á við fordóma frá
öðrum eða jafnvel sjálfum sér. Atvinnu
viðtöl eru æfð þar sem þátttakendur
þjálfa sig í að svara sígildum spurningum
sem koma við slíkar aðstæður. Allir þátt
takendur vinna að gerð eigin ferilskrár
og æfa sig í atvinnuleit á netinu.
Flestir finna sér vinnu sjálfir þegar
endurhæfingin hefur náð því stigi og
þeir eru tilbúnir til þess en þeim gefst
einnig kostur á milligöngu Janusar end
urhæfingar sem getur verið með ýmsum
hætti. Í þeim tilfellum er fyrst haft
samband við fyrirtæki og þátttakandan
um fylgt í viðtöl eða þá að þátttakendur
fá stuðning við að finna fyrirtæki sem
hugsanlega hafa hentuga vinnu og þeir
sjá sjálfir um samskiptin. Vinnu
samningur Tryggingastofnunar ríkisins
fyrir öryrkja hefur gefið mörgum tæki
færi til að komast aftur út á vinnu
markaðinn en þá endurgreiðir Trygg
ingastofnun vinnuveitanda hluta af
launum einstaklingsins. Varðandi þann
þátt er gott samstarf við Vinnumiðlun
Reykjavíkurborgar sem hefur haft milli
göngu við fyrirtækin um gerð samnings
ins. Við höfum góða reynslu af vinnu
samningnum fyrir nokkra þátttakendur
sem hafa verið mjög lengi frá vinnu
markaði og óskað eftir að fara hægt af
stað og/eða hafa mjög skerta starfsgetu.
Það eru fyrirtæki á markaðnum sem
sýna sveigjanleika og vilja gefa fólki með
skerta starfsgetu tækifæri og telja það
samfélagslega skyldu sína. Reynsla okkar
er að margir þátttakendur sem vilja
komast í vinnu á almennum vinnumark
aði fá vinnu við sitt hæfi. Hinsvegar er
það því miður einnig reynsla okkar að
þátttakendur sem vilja vinna fá ekki
vinnu við hæfi. Í þessum tilfellum er
það atvinnumarkaðurinn sem er vanhæf
ur en ekki einstaklingurinn og dýrmætur
starfskraftur nýtist ekki þjóðfélaginu .
Þróun í þágu þjóðfélagsins
Við uppbyggingu Janusar endur
hæfingar var engin ein ákveðin fyrir
mynd höfð í huga heldur íslenskt sam
félag og þær aðstæður og möguleikar
sem við höfum til atvinnuendurhæfingar
hér á landi. Mikil þróunarvinna hefur
og á sér enn stað enda er nauðsynlegt að
taka sífellt mið af því umhverfi sem við
lifum í. Hugmyndafræði starfseminnar
leggur áherslu á að kerfið þjóni einstakl
ingnum en ekki öfugt eins og oft vill
verða. Þessi hugmyndafræði hefur fengið
að blómstra í samfélagi okkar fyrir til
stuðlan góðs skilnings og trausts margra
mikilvægra hlekkja. Augljóst er að starfs
fólk Janusar endurhæfingar hefur ekki
einungis þjónustað einstaklinginn held
ur einnig haft áhrif á umhverfi hans í
víðri merkingu, þannig að umhverfið
styðji við markmið hans sem best. Þetta
sést vel á mælanlegum árangri starfsem
innar sem er afar góður en hann var rúm
60% um síðustu áramót. Árangur telst
þegar þátttakendur hefja störf á almenn
um vinnumarkaði, vernduðum vinnu
stað, fara í nám, eða eru í atvinnuleit.
Það er því augljóst að tekist hefur að
þróa atvinnuendurhæfingu sem samnýtir
innviði þjóðfélagsins og er í þágu þess.
Hugmyndir iðjuþjálfa um að geta haft
áhrif á umhverfið í víðri merkingu eru
ekki draumur einn heldur hafa fengið
að njóta sín í starfsemi Janusar endur
hæfingar og er ósk um að svo megi vera
um ókomna tíð.
Í endurhæfingunni er lögð
áhersla á að þátttakendur
verði öruggari í að meta
starfsgetu sína, bæði
takmarkanir og möguleika
ásamt því að byggja upp
sjálfstraustið miðað við
breyttar forsendur
■
FJÓRÐUNGSSJÚKRAHÚSIÐ
Á AKUREYRI