Iðjuþjálfinn - 01.05.2007, Blaðsíða 19

Iðjuþjálfinn - 01.05.2007, Blaðsíða 19
IÐJUÞJÁLFINN 1 / 2007 • 19 Áhrif starfsloka á hlutverk fólks sem hefur hætt störfum vegna aldurs Markmið rannsóknarinnar er að kanna upplifun fólks af starfslokum sínum og hlutverkabreytingum sem oft verða við þessi tímamót og að kanna mikilvægi hlutverka sem fólk sinnir í daglegu lífi. Með rannsókninni er leitað svara við spurningunni: „Hvaða áhrif hafa starfslok á hlutverk aldraðra?”. Til að svara spurningunni er notast við Hlutverkalistann (Role Checklist) auk viðbótarspurninga sem þátttakendur eru beðnir um að svara. Hlutverkalistinn var gerður til að safna upplýsingum um þau megin hlutverk sem fólk sinnir í lífi sínu og um það hversu þýðingarmikil þau eru. Viðbótarspurningarnar, sem voru samdar af rannsakendum, eru ætlaðar til að fá fram upplýsingar um upplifun einstakra atriða sem fram koma í Hlutverkalist­ anum. Þýði rannsóknarinnar eru allir íslenskir ríkisborgarar sem hafa náð 65 ára aldri. Hentugleikaúrtak er notað og fjöldi þátttakenda er 45 til 60 einstaklingar. Lítið hefur verið rannsakað um starfslok og áhrif þeirra á hlutverk aldraðra á Íslandi. Vonast er til að rannsóknin gefi mynd af því hvernig aldraðir upplifa aldurstengd starfslok sín og hvaða áhrif þau hafi á hlutverk þeirra. Höfundar: Daðey Arnborg Sigþórsdóttir Marzenna Katarzyna Cybulska Tinna Hrönn Smáradóttir Leiðbeinandi: Ingibjörg S. Ásgeirsdóttir iðja kvenna sem greinst hafa með brjóstakrabbamein og þörf þeirra fyrir endurhæfingu og stuðning Með rannsókninni er leitast við að svara eftirfarandi spurningu: Hver er upplifun kvenna sem greinst hafa með brjósta­ krabbamein af iðju sinni og þörf fyrir endurhæfingu og stuðning? Í rannsókninni er skoðað daglegt líf þessara kvenna og þær breytingar sem sjúkdómsgreining, læknismeðferð og önnur þjónustuúrræði höfðu í för með sér. Slíkar upplýsingar munu stuðla að markvissari þjónustu við þessar konur í framtíðinni. Rannsóknin er eigindleg og í viðtölun­ um er stuðst við viðtalsramma OPHI II (Occupational Performance History Inter­ view) sem er hálfstaðlaður viðtalsrammi og byggist á hugmyndafræði MOHO. Rannsóknin verður unnin í samstarfi við Ljósið og útvegaði forstöðumaður þess nöfn þátttakenda og símanúmer. Þátttak­ endur eru 10 konur sem greinst hafa með brjóstakrabbamein og eiga það sameigin­ legt að hafa sótt endurhæfingar­ og stuðn­ ingsmiðstöðina Ljósið. Eftir að viðtölin hafa verið afrituð verða þau kóðuð og flokkuð í þemu. Niðurstöður rannsóknar­ innar verða kynntar á málþingi Heilbrigði­ sdeildar Háskólans á Akureyri í maí 2007. Höfundar: Guðlaug Árný Andrésdóttir, Hildur Ævarsdóttir og Þ. Kristín Guðmundsdóttir Leiðbeinandi: Guðrún Pálmadóttir Nemendur með erfiðleika af sálræn­ um toga og skólaumhverfið Tilgangur rannsóknarinnar er tvíþættur. Annars vegar að kanna samsvörun nemenda með erfiðleika af sálfélagslegum toga og skólaumhverfis með matstækinu Mat nemenda á skólaumhverfi (MNS) og hins vegar að bera niðurstöður saman við fyrirliggjandi upplýsingar um samsvörun nemenda með hreyfihömlun og skóla­ umhverfis. MNS er matstæki á sviði iðju­ þjálfunar, sem greinir að hvaða marki skólaumhverfið kemur til móts við þarfir barna með skerðingu að einhverju tagi. Þátttakendur verða u.þ.b. 30 börn og ungl­ ingar á aldrinum 10­18 ára með erfiðleika af sálfélagslegum toga. Notuð verður megindleg rannsóknaraðferð með lýsandi tölfræði við úrvinnslu gagna, auk þess sem seinni rannsóknarspurningunni verður svarað með marktektarprófum. Niður­ stöður rannsóknarinnar munu varpa ljósi á þörf nemendanna fyrir aðstoð og aðlög­ un í skólaumhverfinu. Upplýsingarnar byggja á sjónarhorni nemendanna sjálfra og rannsóknaráherslur tengjast umræðu um mikilvægi þess að hlustað sé á notendur og tillit tekið til reynslu þeirra. Upplýsing­ arnar sem fást í þessari rannsókn geta nýst við skipulagningu á þjónustu iðjuþjálfa og annarra við nemendahópinn, börnum með sérþarfir, í námi og fjölskyldum þeirra til hagsbóta. Ekki er vitað til þess að sam­ bærilegar rannsóknir hafi verið gerðar hér á landi og er þessi rannsókn því sú fyrsta sinnar tegundar. Höfundar: Dagný Hauksdóttir Fanney Ída Júlíusdóttir Leiðb.: Dr. Snæfríður Þóra Egilson Aftur í vinnu eða nám: Sjónarhorn skjólstæðinga starfsendurhæfingar­ innar Byr á Húsavík Á undanförnum árum hefur öryrkjum fjölgað mikið á Íslandi og er það kostnaðarsamt fyrir þjóðfélagið. Neikvæð afleiðing þess að vera án vinnu er ekki bara fjárhagslegs eðlis, heldur einnig hlutverka­ missir, félagsleg einangrun, lélegt sjálfsmat og lítil sjálfsvirðing. Helstu úrræði á sviði starfsendurhæfingar hafa til skamms tíma aðallega verið í boði á höfuðborgarsvæðinu. Árið 2003 varð breyting þar á, með stofnun Starfsendurhæfingarinnar BYR á Húsavík. Margar erlendar rannsóknir eru til um hvað hafi áhrif á að fólk snúi aftur til vinnu í kjölfar veikinda eða slysa en lítið hefur verið rannsakað á Íslandi hvað hjálpar í starfsendurhæfingu. Markmiðið með þessari rannsókn er að fá fram sjónarmið þeirra sem lokið hafa starfs­ endurhæfingu hjá BYR og hvað það er sem hjálpar þeim í vinnu eða í nám að henni lokinni. Tilgangurinn er að komast að því hvað hjálpaði, hvernig hjálpin var og hverjir hjálpuðu þátttakendum aftur til vinnu eða náms í kjölfar veikinda eða slysa. Leitað er svara við rannsóknarspurn­ ingunni: Hvað er það sem hjálpar fólki aftur í vinnu eða í nám að lokinni starfs­ endurhæfingu? Notuð er eigindleg rann­ sóknaraðferð og viðtöl tekin við sex­ ein­ staklinga, fyrrum skjólstæðinga BYR. Viðtölin eru tekin upp, afrituð orðrétt og síðan kóðuð (opið) í þeim tilgangi að draga fram þemu. Þar sem þessi rannsókn er hluti af stærri rannsókn leiðbeinanda, er stuðst við viðtalsramma leiðbeinanda. Höfundar: Magnfríður Sigurðardóttir og Sólveig Gísladóttir Leiðbeinandi: Kristjana Fenger Framhald á bls. 31 Ágrip úr B.Sc. verkefnum iðjuþjálfanema frá Háskólanum á Akureyri

x

Iðjuþjálfinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.