Iðjuþjálfinn - 01.05.2007, Síða 21

Iðjuþjálfinn - 01.05.2007, Síða 21
IÐJUÞJÁLFINN 1 / 2007 • 21 Betra aðgengi – aukin úrræði Upplýsingalögin, stefna stjórnvalda í upplýsingatækni og aukin netvæðing hefur bætt aðgang borgaranna að upplýsingum síðustu ár. Þetta hefur í för með sér að notandinn er betur upp­ lýstur um rétt sinn og möguleika tækn­ innar. Bætt aðgengi í samfélaginu, að upplýsingum, mannvirkjum og sam­ göngum og áhersla á virka þátttöku fatlaðra, kallar á aukin úrræði og lausn­ ir. Sömuleiðis auðveldar alþjóðavæðing notendum að fylgjast með og gera kröf­ ur til að geta verið virkari. Norræn samvinna og samanburður milli landa hefur leitt til framþróunar. Norræn samvinna stofnana á sviði hjálpartækja á sér langa sögu og hefur þar farið fram öflugt þróunarstarf sem snýr að tækni og þjónustu. Hjálpar­ tækjamiðstöð Tryggingastofnunar hef­ ur frá upphafi miðstöðvarinnar tekið þátt í þessari samvinnu. Aðrar stofnanir og fyrirtæki á sviði hjálpartækja hér á landi eru mörg í norrænu samstarfi, til dæmis Heyrnar­ og talmeinastöð Íslands og Tölvumiðstöð fatlaðra. Norræn þróunarmiðstöð hjálpartækja (s. Nordiska udvecklingscentret för handikapphjälpmedel (NUH)) hefur með styrkjastarfsemi sinni stuðlað að þróun hjálpartækja. Íslendingar hafa tekið þátt í fjölmörgum verkefnum á vegum NUH og má þar nefna vitræn hjálpartæki fyrir fólk með geðræn ein­ kenni, hjálpartæki fyrir fólk með elli­ glöp, sértækar lausnir fyrir lesblinda og NAME­matstæki til að kanna notagildi og áhrif hjálpartækja (e. Nordic Assist­ ed Mobility Evaluation). iðjuþjálfar lykilhópur Fjölmargir sérfræðingahópar koma að hjálpartækjum og hér á landi fer hópurinn stækkandi með auknum verk­ efnum. Iðjuþjálfar eru meðal þessara sérfræðinga. Flestir iðjuþjálfar um allt land koma að hjálpartækjamálum í ein­ hverju mæli í vinnu sinni. Þeir leið­ beina og aðstoða eldra fólk og ein­ staklinga með fötlun við að viðhalda og efla sjálfsbjargargetu sína við daglega iðju. Þeir aðstoða þá við að bæta um­ hverfi sitt og aðlaga svo það komi sem best til móts við þarfir þeirra. Þeir meta þörf fyrir hjálpartæki og aðstoða við val á tækjum. Jafnframt þjálfa iðju­ þjálfar notendur í notkun tækis og hjálpa þeim að tileinka sér tæknina. Iðjuþjálfar er næst fjölmennasti faghóp­ urinn sem stendur að baki umsókna um hjálpartæki sem berst til Hjálpar­ tækjamiðstöðvar TR, á eftir læknum. Iðjuþjálfar eru lykilhópur þegar kemur að aðstoð við eldri borgara og ein­ staklinga með fötlun við að tileinka sér hjálpartæki og tæknibúnað og þannig stuðla að því að þeir verði virkir í sam­ félaginu. Heimildir: Tryggingastofnun ríkisins (1986­2006). Ýmis gögn um starfsemi og þróun hjál partækjamálaflokksins og hjálpartækjamiðstöðvar, m.a. ársskýrsl­ ur og staðtölur. Heilbrigðis­ og tryggingamálaráðuneytið (2001). Heilbrigðisáætlun til ársins 2010. http://www.heilbrigdisradu­ neyti.is (Sótt 28.jan.2007). Félagsmálaráðuneytið (2004). Málefni fatlaðra. http://www.felagsmalaradu­ neyti.is/malaflokkar/malefni­fatladra/ log/ (Sótt 28.jan.2007). The Economist (2007). Pocket World in Figures. The Economist in association with Profile Books Ltd. Umhverfisstjórnunarbúna ur J. Eiríksson ehf. Tangarhöf a 5 – 110 Reykjavík Sími 564 28 20 Veffang je.is Umhverfisstjórnunarbúna ur J. Eiríksson ehf. Tangarhöf a 5 – 110 Reykjavík Sími 564 28 20 Veffang je.is Umhverfisstjórnunarbúnaður J. Eiríksson ehf. Tangarhöfða 5 - 110 Reykjavík Sími 564 28 20 Veffang je.is

x

Iðjuþjálfinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.