Iðjuþjálfinn - 01.05.2007, Page 22
22 • IÐJUÞJÁLFINN 1 / 2007
Sérhæfð heimaþjónusta fyrir veika
aldraða (SHVA) hófst í september
2006 og var hleypt af stokkunum fyrir
tilstuðlan heilbrigðis og trygginga
málaráðuneytis sem svar við útskriftar
vanda Landspítala Háskólasjúkrahúss
(LSH) á veikburða öldruðum. Um er
að ræða samstarfsverkefni LSH og
Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins
(HH) þar sem þverfaglegt teymi vinn
ur í samvinnu við skjólstæðinga og/
eða aðstandendur að sameiginlegu
markmiði.
Sérhæfð heimaþjónusta fyrir veika
aldraða (SHVA) er nýbreytni í meðferð
og eftirfylgni við veika aldraða.
Þjónustan er ætluð þeim sjúklingum
sem geta og vilja útskrifast heim af
LSH en hafa þörf fyrir fjölþættari
þjónustu en þegar er í boði í sam
félaginu. Gert er ráð fyrir að þjónustan
nái að jafnaði til 20 skjólstæðinga á
hverjum tíma. Þegar verkefnið var sett
á laggirnar var ákveðið að reynslutími
þess yrði sex til tólf mánuðir. Myndað
var þverfaglegt teymi (heimateymi)
sem mun sinna þessari sérhæfðu heima
þjónustunni fyrir veika aldraða. Í teym
inu eru sjö stöðugildi ólíkra faghópa.
Starfsmenn frá LSH eru öldrunarlæknir,
klínískur sérfræðingur í öldrunarhjúkr
un, iðjuþjálfi og sjúkraþjálfari auk
hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og félags
liða frá HH. Miðað er við að þjónustan
sé veitt í allt að tvær til tólf vikur fyrir
67 ára og eldri á höfuðborgarsvæðinu
sem þurfa víðtækari fagþjónustu en
þegar er í boði. Hlutverk teymisins er
að stýra, skipuleggja og veita meðferð
og eftirfylgni til veikra aldraðra við
útskrift af LSH. Markmið þjónust
unnar er því að tryggja samheldni í
meðferð frá sjúkrahúsi til heimilis og
styrkja aðlögunarhæfni skjólstæðinga
og/eða fjölskyldu eftir útskrift af
sjúkrahúsi. Teymið hefur aðsetur á
LSH á Landakoti (LDK) til að byrja
með en stefnt er að því að fá húsnæði á
LSH í Fossvogi. Sjúkraskrár verða í
vörslu LSH og skráðar í skráningarkerfin
Sögu og RAIHC.
SHVA teymið hefur þegar þessi grein
er skrifuð starfaði í tæpa sex mánuði og
á þeim tíma hafa áherslur og þjónustu
ferli stöðugt verið að breytast og þróast
og eru enn í þróun. Í byrjun febrúar
höfðu 35 skjólstæðingar verið innskrif
aðir í SHVA teymið. Alls höfðu 12
skjólstæðingar verið endanlega útskrif
aðir úr þjónustu teymisins í önnur
úrræði.
Markmið teymisins er að mæta ósk
um aldraðra og gera þeim kleift að búa
heima þrátt fyrir veikindi. Að veita
markvissa, faglega, einstaklingshæfða
meðferð og umönnun heima, fræðslu
og ráðgjöf svo sem aukinn stuðning við
skjólstæðinga og aðstandendur í kjölfar
útskriftar af LSH.
Þjónustuferli SHVA teymisins:
Beiðnir til heimateymis koma frá
Útskriftar og öldrunarteymi LSH og
útskriftarteymum deilda á Landakoti.
Teymið hefur fasta fundi tvisvar til
þrisvar sinnum í viku sem notaðir eru
sem skipulags, teymis og innlagna
fundir. Á innlagnarfundum teymisins
er farið yfir nýjar beiðnir, metin þörf
fyrir viðeigandi þjónustu og hvort hægt
sé að veita hana. Út frá þeim þáttum
eru beiðnir samþykktar eða hafnað. Á
teymisfundum hittast allir teymismeð
limir og farið er yfir alla þá skjólstæðinga
sem eru að fá þjónustu. Ákvarðanir eru
teknar varðandi þjónustuna, hvenær
eigi að halda fjölskyldufundi og með
ferðartími áætlaður.
Þegar beiðnir hafa verið samþykktar
hefur tengiliður SHVA teymisins
samband við Útskriftar og öldrunar
teymið eða útskriftaraðila á LDK til að
skipuleggja og ákveða útskriftardag í
samráði við viðkomandi deild og ábyrg
an lækni. Tengiliður SHVA teymis
setur sig síðan í samband við skjól
stæðinginn og/eða aðstandendur á við
komandi deild, símleiðis og /eða á fjöl
skyldufundum.
Þegar búið er að ákveða útskriftardag
af LSH er ákveðið hvort fulltrúi frá
Sérhæfð heimaþjónusta fyrir
veika aldraða
■ Auður Hafsteinsdóttir, iðjuþjálfi
Endurhæfingarsvið
Landspítali Háskólasjúkrahús
Útskriftar- og öldrunarteymi
LykiLorð:
Sérhæfð heimaþjónusta,
aldraðir, iðjuþjálfun,
þverfaglegt teymi,
teymisvinna
■
Hlutverk iðjuþjálfa í
sérhæfðri heimaþjónustu
fyrir veika aldraða er meðal
annars að veita íhlutun,
ráðgjöf, upplýsingar og
fræðslu til skjólstæðinga og
aðstandenda.
■