Iðjuþjálfinn - 01.05.2007, Page 24
2 • IÐJUÞJÁLFINN 1 / 2007
Undanfarin ár hafa orðið miklar
framfarir á sviði gæðaþróunar í heil
brigðisþjónustu. Hugarafl samanstend
ur af iðjuþjálfum og einstaklingum
sem eiga við geðræn vandamál að
stríða en eru á batavegi. Eitt af mörg
um verkefnum Hugarafls er gæða
þróunarverkefnið Notandi spyr Not
anda (NsN) en fyrirmyndin er frá
norskum notendahópi í Þrándheimi. Í
gæðaþróuninni fær sjónarmið notenda
að koma fram en það er nýsköpun hér
á landi. Viðmælandi okkar er einn af
stofnendum Hugarafls og þátttakandi
í NsN verkefninu. Með verkefninu sá
hann einstakt tækifæri fyrir notendur
að koma sjónarmiðum sínum á fram
færi og stuðla að hugarfarsbreytingu. Í
stefnu félagsmálaráðuneytisins (2007)
um þjónustu við fötluð börn og
fullorðna 2007–2016 kemur fram að
notendaþekking er mikilvæg. Í ávarpi
Magnúsar Stefánssonar félagsmálaráð
herra þann 9. nóvember 2006 kemur
fram að félagsmálaráðuneytið sér gæða
þróunarverkefni sem tækifæri til betri,
fjölbreyttari og árangursríkari þjón
ustu (Félagsmálaráðuneytið, 2006).
AE starfsendurhæfing, samstarfsaðili
Hugarafls, hefur gert þjónustusamning
við félagsmálaráðuneytið um gæða
kannanir á þjónustu við geðfatlaða
sem byggja á notendaþekkingu.
Nýtt atvinnutækifæri geðsjúkra
Talið er að u.þ.b. 27% fullorðinna
evrópubúa eigi við geðræna erfiðleika
að stríða á hverjum tíma og íslenskar
rannsóknir sýna svipað hlutfall á
Íslandi. Undanfarin ár hafa orðið mikl
ar framfarir á sviði gæðaþróunar í heil
brigðisþjónustu. Sú þróun byggist á
viðleitni allra sem hlut eiga að máli að
bæta árangur, vinnubrögð og hag
kvæmni og koma þannig til móts við
óskir, þarfir og væntingar þeirra sem
nota þjónustuna.
Samtökin Hugarafl samanstanda af
einstaklingum sem eiga við geðræn
vandamál að stríða en eru á batavegi og
vilja deila reynslu sinni með öðrum
sem láta sig slík málefni varða. Auk þess
vilja samtökin stuðla að bættri geð
heilbrigðisþjónustu. Iðjuþjálfarnir Auð
ur Axelsdóttir og Elín Ebba Ásmunds
dóttir, báðar með víðtæka reynslu af
geðheilbrigðismálum voru upphafs
menn Hugarafls ásamt Garðari Jónas
syni, Hallgrími Björgvinssyni, Jóni Ara
Arasyni og Ragnhildi Bragadóttur sem
höfðu einnig víðtæka reynslu sem not
endur geðheilbrigðisþjónustunnar.
Hugaraflshópurinn var stofnaður í
Grasagarðinum í Reykjavík, í júní
2003. Til að byrja með hafði hópurinn
aðsetur með Auði Axelsdóttur hjá
Heilsugæslu Reykjavíkur í Drápuhlíð
en þegar Auður flutti sig um set fylgdi
hópurinn með og hefur nú aðstöðu við
miðstöðina Geðheilsaeftirfylgd/iðju
þjálfun í Bolholti 4 sem er starfrækt af
Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins.
Auður og Hugarafl hafa því starfað
náið saman frá upphafi og er Hugarafl
hluti af þeim nýsköpunarverkefnum
sem Auður Axelsdóttir hefur komið á
fót. Markmið Hugarafls er að vinna að
ýmsum verkefnum sem bæta geðheil
brigðisþjónustu og öll vinna innan
Hugarafls fer fram á jafningjagrundvelli.
Verkefnavinna hefur þýðingu fyrir ein
staklinga á batavegi, einstaklinga sem
ekki eru tilbúnir út á almennan vinnu
markað en vilja að reynsla þeirra af geð
sjúkdómum megi nýtast. Eitt af mörg
um verkefnum Hugarafls er
gæðaþróunarverkefnið Notandi spyr
Notanda (NsN). Markmið verkefnisins
Of geðveikur til að láta í sér heyra?
Þar sem rödd notenda fær að heyrast
■ Ragnheiður Kristinsdóttir,
Garðar Jónasson og
Kristjana Milla Snorradóttir.
Garðar er meðlimur í Hugarafli og
Kristjana Milla og Ragnheiður eru
iðjuþjálfar hjá AE starfsendurhæfingu
LykiLorð:
Gæðaþróun, atvinnutækifæri,
notendaþekking, Notandi
spyr Notanda, Hugarafl
■