Iðjuþjálfinn - 01.05.2007, Page 24

Iðjuþjálfinn - 01.05.2007, Page 24
2 • IÐJUÞJÁLFINN 1 / 2007 Undanfarin ár hafa orðið miklar framfarir á sviði gæðaþróunar í heil­ brigðisþjónustu. Hugarafl samanstend­ ur af iðjuþjálfum og einstaklingum sem eiga við geðræn vandamál að stríða en eru á batavegi. Eitt af mörg­ um verkefnum Hugarafls er gæða­ þróunarverkefnið Notandi spyr Not­ anda (NsN) en fyrirmyndin er frá norskum notendahópi í Þrándheimi. Í gæðaþróuninni fær sjónarmið notenda að koma fram en það er nýsköpun hér á landi. Viðmælandi okkar er einn af stofnendum Hugarafls og þátttakandi í NsN verkefninu. Með verkefninu sá hann einstakt tækifæri fyrir notendur að koma sjónarmiðum sínum á fram­ færi og stuðla að hugarfarsbreytingu. Í stefnu félagsmálaráðuneytisins (2007) um þjónustu við fötluð börn og fullorðna 2007–2016 kemur fram að notendaþekking er mikilvæg. Í ávarpi Magnúsar Stefánssonar félagsmálaráð­ herra þann 9. nóvember 2006 kemur fram að félagsmálaráðuneytið sér gæða­ þróunarverkefni sem tækifæri til betri, fjölbreyttari og árangursríkari þjón­ ustu (Félagsmálaráðuneytið, 2006). AE starfsendurhæfing, samstarfsaðili Hugarafls, hefur gert þjónustusamning við félagsmálaráðuneytið um gæða­ kannanir á þjónustu við geðfatlaða sem byggja á notendaþekkingu. Nýtt atvinnutækifæri geðsjúkra Talið er að u.þ.b. 27% fullorðinna evrópubúa eigi við geðræna erfiðleika að stríða á hverjum tíma og íslenskar rannsóknir sýna svipað hlutfall á Íslandi. Undanfarin ár hafa orðið mikl­ ar framfarir á sviði gæðaþróunar í heil­ brigðisþjónustu. Sú þróun byggist á viðleitni allra sem hlut eiga að máli að bæta árangur, vinnubrögð og hag­ kvæmni og koma þannig til móts við óskir, þarfir og væntingar þeirra sem nota þjónustuna. Samtökin Hugarafl samanstanda af einstaklingum sem eiga við geðræn vandamál að stríða en eru á batavegi og vilja deila reynslu sinni með öðrum sem láta sig slík málefni varða. Auk þess vilja samtökin stuðla að bættri geð­ heilbrigðisþjónustu. Iðjuþjálfarnir Auð­ ur Ax­elsdóttir og Elín Ebba Ásmunds­ dóttir, báðar með víðtæka reynslu af geðheilbrigðismálum voru upphafs­ menn Hugarafls ásamt Garðari Jónas­ syni, Hallgrími Björgvinssyni, Jóni Ara Arasyni og Ragnhildi Bragadóttur sem höfðu einnig víðtæka reynslu sem not­ endur geðheilbrigðisþjónustunnar. Hugaraflshópurinn var stofnaður í Grasagarðinum í Reykjavík, í júní 2003. Til að byrja með hafði hópurinn aðsetur með Auði Ax­elsdóttur hjá Heilsugæslu Reykjavíkur í Drápuhlíð en þegar Auður flutti sig um set fylgdi hópurinn með og hefur nú aðstöðu við miðstöðina Geðheilsa­eftirfylgd/iðju­ þjálfun í Bolholti 4 sem er starfrækt af Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins. Auður og Hugarafl hafa því starfað náið saman frá upphafi og er Hugarafl hluti af þeim nýsköpunarverkefnum sem Auður Ax­elsdóttir hefur komið á fót. Markmið Hugarafls er að vinna að ýmsum verkefnum sem bæta geðheil­ brigðisþjónustu og öll vinna innan Hugarafls fer fram á jafningjagrundvelli. Verkefnavinna hefur þýðingu fyrir ein­ staklinga á batavegi, einstaklinga sem ekki eru tilbúnir út á almennan vinnu­ markað en vilja að reynsla þeirra af geð­ sjúkdómum megi nýtast. Eitt af mörg­ um verkefnum Hugarafls er gæðaþróunarverkefnið Notandi spyr Notanda (NsN). Markmið verkefnisins Of geðveikur til að láta í sér heyra? Þar sem rödd notenda fær að heyrast ■ Ragnheiður Kristinsdóttir, Garðar Jónasson og Kristjana Milla Snorradóttir. Garðar er meðlimur í Hugarafli og Kristjana Milla og Ragnheiður eru iðjuþjálfar hjá AE starfsendurhæfingu LykiLorð: Gæðaþróun, atvinnutækifæri, notendaþekking, Notandi spyr Notanda, Hugarafl ■

x

Iðjuþjálfinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.