Iðjuþjálfinn - 01.05.2007, Síða 26
2 • IÐJUÞJÁLFINN 1 / 2007
hópsins. Eins og hann sjálfur orðar það,
klifraði hann hægt og rólega upp
„metorðastigann“. Hann byrjaði sem
áheyrnarfulltrúi, vann sig upp og varð
ritari, svo meðspyrjandi og endaði sem
spyrjandi. Garðar fékk því bæði hvatn
ingu og tækifæri til að prófa öll hlutverk
innan hópsins. Hópurinn bar sam
eiginlega ábyrgð á vinnunni og var það
mikil áskorun.
Garðar fékk gríðarlega mikið út úr
öllu ferlinu. Meðal annars jókst sjálf
straust hans og úthald vegna þess að
hann fékk að sjá árangur, hann sá að
hann gat gert alvöru hluti. Verkefna
vinnan var gefandi og Garðar gat sýnt
fram á færni í hópavinnu. Í gegnum
ferlið fékk Garðar hlutverk og upplifði
tilgang sem gaf honum von og trú á
eigið líf. Garðar telur mjög mikilvægt
að hafa rútínu yfir daginn. Að vakna á
morgnanna og hafa markmið til að
stefna að. Á Landspítalanum upplifði
hann stöðnun, engin alvöru verkefni til
að takast á við og lítið í boði nema
föndur. Hann upplifði vonleysi og hélt
að ekkert væri í boði fyrir utan spítal
ann. Áður en Garðar veiktist vann
hann 10 til 11 tíma á dag og munaði
ekkert um að fara í líkamsrækt í einn til
tvo tíma. Reynslan af verkefninu hefur
gefið honum von um að komast út á
vinnumarkaðinn aftur og getur hann
nú hugsað sér að komast í dagvinnu.
Við höfðum áhuga á að vita hvað
Garðar telur iðjuþjálfa og aðra geta lært
af þessari reynslu. Í fyrsta lagi nefnir
hann mikilvægi stuðnings frá notend
um. Þeir hafa aðra reynslu og annað
sjónarmið en fagfólk, þekkja ferlið og
þær aðstæður sem viðkomandi hefur
gengið í gegnum. Í öðru lagi telur hann
að góð samskipti og góður stuðningur
frá umhverfinu séu lykilatriði í bata
ferlinu. Fagaðilinn veitir bestan stuðn
ing með því að vera til staðar. „Það er
nálgunin sem skiptir megin máli, það
er þessi persónulega nálgun fagaðila
sem veitir manni öryggi“.
Stefna félagsmálaráðuneytis um
þjónustu við fötluð börn og full
orðna 20072016
Í stefnu félagsmálaráðuneytisins um
þjónustu við fötluð börn og fullorðna
2007–2016 kemur fram jákvætt við
horf og velvilji ráðuneytisins gagnvart
tækifærum og mikilvægi þess að hlustað
sé á notendur og þekkingu þeirra
(Félagsmálaráðuneytið, 2007). Í ávarpi
sínu 9. nóvember 2006 fjallar Magnús
Stefánsson, félagsmálaráðherra um að
þátttaka og virkni fatlaðra í samfélaginu
séu lykilorð í þeirri framtíðarsýn sem
nýju stefnudrögin bera með sér þar sem
sérhver einstaklingur hefur mikilvægu
hlutverki að gegna. Þátttaka og virkni
allra þegna í lífi og starfi samfélagsins
styrkir forsendur þess til að það geti
borið rík einkenni mannúðar, skilnings,
virðingar og réttlætis. Ennfremur
bendir hann á að betur má ef duga skal.
Þótt hugmyndafræðin í þjónustu við
fatlað fólk hafi staðist vel tímans tönn
sé orðið tímabært að endurskoða þær
grundvallarhugmyndir sem hún byggir
á. Hann telur að félagsmálaráðuneytið
þurfi stöðugt að vera opið fyrir nýjum
viðhorfum og leiðum, meðal annars
þeim sem gefist hafa vel í öðrum
löndum (Félagsmálaráðuneytið, 2006).
Í hinum nýju stefnudrögum er lögð
áhersla á að fötlun sé ekki einungis
skerðing á færni eða sjúkdómur sem
einstaklingur kann að búa við. Félags
legar aðstæður verða einnig til þess að
fólk með skerta færni eigi þess ekki kost
að taka fullan þátt í samfélaginu til
jafns við aðra. Hugtakið lýtur þannig
að tengslum einstaklings með skerta
færni við umhverfi hans. Með því er
athygli beint að þeim félags og
umhverfisþáttum sem takmarka jafn
ræði, til dæmis tjáskiptum og aðgengi
að upplýsingum og menntun. Enn
fremur ber að nefna tækifæri til eðli
legra búsetuhátta og þátttöku í atvinnu
lífinu. Aukið jafnræði og ráðstafanir til
að draga úr fötlun snúa því bæði að því
að styrkja forsendur einstaklingsins til
þátttöku og laga aðgengi að samfélaginu
að þörfum hans (Félagsmálaráðuneytið,
2007).
Mikilvæg atriði sem Magnús Stefáns
son nefnir eru fagleg þekking og gæða
starf. Ásamt enn frekari uppbyggingu á
þjónustu við fötluð börn og fullorðna.
Að þjónustan sé einstaklingsmiðuð,
byggð á heildstæðri og sveigjanlegri
þarfagreiningu í samráði við notendur
á hverjum tíma. Hann segir að gæðum
þjónustunnar og viðhorfum notenda til
hennar verði fylgt eftir með reglubundn
um hætti, meðal annars með könnunum
meðal notenda og starfsfólks ásamt
mati á árangri. Með því móti verði
fylgst með því að settum markmiðum
sé náð. Áhersla er lögð á að skapa traust
milli stjórnenda, starfsfólks, notenda
og aðstandenda þeirra, meðal annars
með því að bregðast fljótt og örugglega
við kvörtunum og ábendingum. Þá sé
fylgst vel með nýjungum í þjónustunni
ásamt því að gæta hagkvæmni í rekstri
(Félagsmálaráðuneytið, 2006).
Staða NsN í dag
Eins og greinilega kemur fram í
ávarpi félagsmálaráðherra sér félags
málaráðuneytið gæðaþróunarverkefni
sem tækifæri til betri, fjölbreyttari og
árangursríkari þjónustu. AE starfsendur
hæfing hefur gert þjónustusamning við
félagsmálaráðuneytið um gæðaþróun á
þjónustu við geðfatlaða sem heyrir
undir ráðuneytið. Samningurinn er til
tveggja ára og á fyrri hluta samnings
tímabilsins verða fjögur sambýli skoð
uð. Í ljósi reynslu á fyrri hluta samn
ingstímans verður ákveðið hvaða
starfsemi verður tekin út á síðari hluta
samningstímans. Markmið þjónustu
samningsins er að fá fram hvað það er í
þjónustunni sem er að nýtast notendum
og hvað ekki. Upplýsingum um fram
boð og aðgengi að úrræðum sem tengj
ast dagvistun, skapandi iðju, tómstund
um, tækifærum til menntunar eða
atvinnuþátttöku verður safnað saman
ásamt upplýsingum um búsetumál og
virkni einstaklinganna. Í gegnum gæða
þjónustukannanirnar mun skapast
þekking sem nýtt verður í fræðslu og
námskeið fyrir starfsfólk og notendur.
Heimildir:
Félagsmálaráðuneytið (2006). Þjónusta við
geðfatlað fólk. Sótt 8. febrúar 2007 frá
http://felagsmalaraduneyti.is/radherra/
RaedurMS/nr/2898.
Félagsmálaráðuneytið (2007). Þjónusta við
fötluð börn og fullorðna – stefnumótun
um þjónustu við fötluð börn og full
orðna 2007 – 2016. Sótt 8. febrúar
2007 frá http://www.felagsmalaradu
neyti.is/vefir/stefnumotun.
Harpa Ýr Erlendsdóttir og Valdís Brá
Þorsteinsdóttir (2004). Notandi spyr
Notanda Nýtt atvinnutækifæri geð
sjúkra. Gæðaeftirlit á geðdeildum LSH.
Nýsköpunarsjóður námsmanna og heil
brigðis og tryggingamálaráðuneytið.
Http://www.hugarafl.is
„Mér fannst ég hafa fengið
happadrættisvinning þegar
ég vissi að verkefnið væri að
fara í loftið“
■