Iðjuþjálfinn - 01.05.2007, Page 31
IÐJUÞJÁLFINN 1 / 200 • 31
(s. 564 1544 bindrida@lsh.is).
Þrátt fyrir að tæknileg úrræði hafi lítið
verið kynnt hér á landi þá kannast flestir
við eldavélarvara og svokallaða ráp
mottu, en önnur úrræði hafa lítið verið í
umræðu eða notkun. Fá þeirra tækja
sem eru á markaðnum erlendis eru fáan
leg hér en söluaðilar eru þó jákvæðir
fyrir að flytja tækin inn eftir þörfum.
Þar sem þekking og vitneskja um tækin
er ekki mikil, enn sem komið er, er
eftirspurnin lítil sem engin. Mörg þeirra
tækja sem geta komið að notum hafa
verið pöntuð beint frá framleiðendum í
gegn um internetið.
Oft er heilabilunarsjúkdómurinn kom
inn á það hátt stig þegar tæknileg hjál
partæki ber á góma, að einstaklingurinn
er ekki lengur fær um að tileinka sér
notkun þeirra tækja sem geta aukið
virkni og sjálfstæði. Þess vegna þarf að
kynna þessi úrræði fyrir skjólstæðingum,
aðstandendum og heilbrigðisstarfsfólki,
til þess að hægt sé að taka tæknileg
úrræði í notkun sem fyrst eftir grein
ingu. Seinna í sjúkdómsferlinu geta ým
is öryggistæki komið að gagni og
minnkað álag á aðstandendur og aðra
umönnunaraðila.
Félag aðstandenda Alzheimersjúklinga
og annarra minnissjúkra (FAAS) hafa
sýnt verkefninu mikinn áhuga og einnig
starfsfólk á öllum þjónustustigum
öldrunarþjónustu. Samstarfshópurinn
vonast því til þess að niðurstöður verk
efnisins muni skila sér í framtíðinni með
aukinni notkun tæknilegra úrræða og
þannig auka sjálfstæði, virkni og öryggi
einstaklinga með heilabilun og aðstand
enda þeirra.
Þeir sem hafa áhuga á að kynna sér frekar
þær rannsóknir sem nefndar eru í greininni
geta leitað fanga á eftirfarandi heimasíðum:
• Um rannsóknirnar ASTRID, ENABLE
og TED og fleiri rannsóknir um tæknileg
úrræði má lesa í þessum sænska bækling:
www.hi.se/global/pdf/2002/02356.pdf
• Um Teknik og demens –sænskt átaks
verkefni um tæknileg úrræði. Átta
reynslusögur af notkunarmöguleikum
tæknilegra hjálpartækja: www.hi.se/
Global/pdf/2006/06356pdf.pdf
• Upplýsingar um tæknileg úrræði á
heimasíðu dönsku hjálpartækjamiðstöðv
arinnar: www.hmi.dk/index.asp?id=111
• Aldring og helse – Nasjonalt komp
etensesenter www.nordemens.no
Frá árinu 2003 hafa undirritaðar
hist reglulega yfir hádegisverði og rætt
ýmis málefni sem tengjast faginu og
stöðu iðjuþjálfunar í íslensku samfél
agi. Fljótlega kom sú hugmynd að
væntanlega væru fleiri að velta þessum
málum fyrir sér og grundvöllur fyrir
að stofna faghóp. Við létum síðan til
skarar skríða haustið 2004 og boðuð
um til fundar í febrúar 2005. Tíu
manns mættu og skipulag starfsins var
ákveðið.
Faghópurinn lætur sig varða iðju
þjálfun á Íslandi og stöðu og hlutverk
iðjuþjálfastéttarinnar í fortíð, nútíð og
framtíð. Áætlað er að hópurinn skoði
og ræði fagtengd málefni eins og
sjálfstæði og vald iðjuþjálfastéttarinnar,
ytri og innri ímynd fagsins og tækifæri
til eflingar og framgangs. Vonast er til
að þessi skoðun og umræða skili sér í
tillögum að nýjum leiðum til að kynna
og markaðssetja iðjuþjálfun. Ekki er
fjallað um kjaramál eða þjónustu við
einstaka skjólstæðingshópa. Hópurinn
í sameiningu ákveður fundarefni fyrir
3 fundi í senn og 2 einstaklingar taka
að sér að boða og skipuleggja fundi.
Strax var ákveðið að fundarformið yrði
óformlegt og engar fundargerðir eru
skrifaðar.
Nú í mars 2007 hafa 12 fundir verið
haldnir og á þá hafa mætt allt frá sex
upp í 12 manns. Rúmlega 20 manns
eru á póstlista og fá tilkynningar um
fundartíma og efni. Efni sem fjallað
hefur verið um eru m.a. sjálfstæði og
vald, tækifæri til eflingar, markaðs
setning fagsins og ytri og innri ímynd
fagsins. Er það almennt mál þátttak
enda að umræður sem þessar séu gagn
legar og þeir fari af fundi með „góða
tilfinningu“ og sterkara fagsjálf. Á fund
unum hittast gamalreyndir iðjuþjálfar
og þeir sem eru að stíga fyrstu skrefin í
faginu. Skipst er á skoðunum og tæki
færi gefst til að læra hver af öðrum.
F.h. FIS
Björk Pálsdóttir, Guðrún
Pálmadóttir og Lilja Ingvarsson
Faghópur um iðjuþjálfun í íslensku samfélagi
Framhald af bls. 19
Áhrif Ævintýrameðferðar á iðju barna
með geðræn vandamál
Um er að ræða eigindlega rannsókn
þar sem rannsakað verður hvort og þá
hvaða áhrif Ævintýrameðferð á Barna
og unglingageðdeild Landspítala háskóla
sjúkrahúss (BUGL) hefur á iðju barna á
aldrinum 1214 ára. Tilgangur rannsókn
arinnar er tvíþættur; annars vegar að
safna fræðilegum heimildum um Ævin
týrameðferð og iðju barna, og hins vegar
að safna upplýsingum um reynslu for
eldra af þátttöku barna sinna í með
ferðinni. Ekki hefur verið gerð rannsókn
á Ævintýrameðferð hér á landi og verður
með þessari rannsókn stuðlað að fræðileg
um grunni meðferðarinnar. Einnig
verður kannað hvort eitthvað megi betur
fara í sambandi við meðferðina og með
þeim upplýsingum verður hægt að bæta
meðferðina. Hins vegar ef niðurstöður
rannsóknarinnar styðja Ævintýrameð
ferðina eins og hún er í núverandi mynd
styrkir það trúverðugleika almennt á
íhlutuninni. Rannsóknin er unnin í
samstarfi við iðjuþjálfa á BUGL.
Tekin verða viðtöl við foreldra níu
barna sem lokið hafa þátttöku í Ævin
týrameðferð u.þ.b. tveimur vikum eftir
að meðferð lýkur. Viðtalsramminn sem
stuðst er við er óstaðlaður og hannaður
af rannsakendum. Í rannsókninni verður
stuðst við Líkanið um iðju mannsins
(MOHO) en samkvæmt því er hugsað
um einstaklinginn út frá þrem einingum
sem allar tengjast innbyrðis, vilja, vana
og framkvæmdafærni. Með viðtölunum
verður leitast við að fá upplýsingar um
hvort og þá hvernig iðja barna breytist
eftir þátttöku í Ævintýrameðferð á
BUGL.
Höfundar:
Hildur Andrjesdóttir
Oddný Hróbjartsdóttir
Steinunn B. Bjarnarson
Leiðbeinandi:
Elín Ebba Ásmundsdóttir
Ágrip úr B.Sc. verkefnum iðjuþjálfa-
nema frá Háskólanum á Akureyri