Iðjuþjálfinn - 01.11.2009, Síða 6
Í Fræðslu og kynningarnefnd 20092010 sitja Björg Hreinsdóttir, Bryn
hildur Guðmundsdóttir, Helga Kristín
Gestsdóttir, Rakel Anna Másdóttir og
Sigrún Jóna G. Eydal. Anne Grethe
Hansen og Kristín Thorberg byrjuðu í
nefndinni á síðasta aðalfundi og sátu
fram í júní en þá komu nýir fulltrúar
inn í þeirra stað. Karen Björg Gunnars
dóttir fór í fæðingarorlof á tímabilinu.
Stöðugleiki hefur því ekki verið aðals
merki nefndarinnar þetta árið. Helga
Kristín gegnir formennsku í nefndinni
en fyrir utan það skiptir nefndin ekki
með sér hlutverkum.
Hlutverk nefndarinnar hefur tekið
stakkaskiptum á undanförnu ári. Áður
var aðalhlutverk nefndarinnar að hafa
yfirumsjón með fræðslumálum innan
félagsins. Nefndin sinnir því enn í dag
ásamt því að vinna að kynningarmálum.
Stærsta og viðamesta verkefnið er að
halda utan um og skipuleggja hið árlega
verkefni Skólatöskudaga.
Fræðslumál
Lítið hefur verið lagt upp úr fræðslu
fundum undanfarið og þess hefur verið
spurt innan nefndarinnar hvort sam
eiginlegir fræðslufundir heyri sögunni
til, þar sem þátttaka félagsmanna hefur
verið takmörkuð. Nefndin hefur skoðað
aðrar útfærslur á fræðslufundum þar
sem nauðsynlegt er að slíkur vettvangur
sé til staðar. Þær leiðir sem hafa verið
nefndar eru að hafa fundina á vinnutíma
og að tengja þá starfi faghópa meðal
iðjuþjálfa þannig að starf þeirra nýtist
fyrir fleiri félagsmenn. Gaman er að
geta þess að félagið skrifaði undir
samning við Endurmenntun Háskóla
Íslands nú í vor og því ætti að vera hægt
að skipuleggja stærri og viðameiri
námskeið í samvinnu við hana.
Skólatöskudagar
Í ár eru Skólatöskudagar haldnir í
fjórða sinn á landsvísu að bandarískri
fyrirmynd. PenninnEymundsson
hefur styrkt verkefnið undanfarin ár og
í fyrra hófst samvinna við Lýðheilsustöð
og verkefnið „Göngum í skólann“ á
vegum Íþróttasambands Íslands (ÍSÍ).
Vinna hefur verið lögð í að endur
hanna skólatöskuálfinn og útbúa lita
blöð og þrautablöð fyrir nemendur.
Árið 2008 var þátttaka í verkefninu
með ágætum, en um 70 iðjuþjálfar og
iðjuþjálfanemar heimsóttu um 40
skóla eða 1920 nemendur. Tölur fyrir
árið í ár eru ekki staðfestar en þátttaka
var svipuð og í fyrra og heimsóttir voru
um 40 skólar. Helsti munurinn milli
ára er sá að þetta árið hittu iðjuþjálfar
mun fleiri nemendur en árið á undan,
eða um 3250 nemendur alls. Um
fjöllun var um verkefnið í útvarpi,
blöðum og netmiðlum. Hægt er að
nálgast skýrslu vegna Skólatöskudaga
2008 á www.sigl.is og eins gögn sem
þeim tilheyra.
Kynningarmál
Nefndin hefur leitað til Ragnheiðar
Eiríksdóttur, nýsköpunar og þróunar
stjóra hjá Bandalagi Háskólamanna
(BHM), í tengslum við kynn ingarmál
og leitað ýmissa leiða til að kynna
iðjuþjálfun í samfélaginu. Kynn ingar
herferð er kostnaðarsöm og því hafa
verið farnar leiðir sem fela í sér lítinn
kostnað en eru áhrifaríkar, t.d. í gegnum
blöð, útvarp og netmiðla. Kynningarmál
eru vaxandi verkefni í starfi nefndarinnar
og hægt og rólega byggist upp þekking
og reynsla í þessum málaflokki.
Að lokum
Fræðslu og kynningarmál fela í sér
samvinnu við félagsmenn til að árangur
náist og því viljum við hvetja ykkur til
að vera dugleg að aðstoða okkur við að
koma með hugmyndir og útfæra þær.
Því fleiri sem eru virkir því meiri líkur
eru á góðum árangri.
Stöndum saman okkur sjálfum og
faginu til hagsbóta!
Með góðri kveðju fyrir hönd
fræðslu- og kynningarnefndar,
Helga Kristín Gestsdóttir
formaður
Fréttir frá fræðslu- og
kynningarnefnd
6 • IÐJUÞJÁLFINN 1 / 2009