Iðjuþjálfinn - 01.11.2009, Qupperneq 8

Iðjuþjálfinn - 01.11.2009, Qupperneq 8
8 • IÐJUÞJÁLFINN 1 / 2009 Í kjaranefnd 2009­2010 sitja eftir taldir iðjuþjálfar: Berglind Indriðadóttir, Dagný Þóra Baldursdóttir, Ólöf Leifs­ dóttir, Hulda Birgisdóttir, Helga Guðjónsdóttir, Ingibjörg Ólafsdóttir, Sigurbjörg Hannesdóttir og Bergdís Ösp Bjarkadóttir (í fæðingarorlofi). Netfang nefndarinnar er kjaranefnd.ii@ sigl.is. Á heimasíðu Iðjuþjálfafélags Íslands (IÞÍ) er að finna eyðublað fyrir fyrirspurnir til kjara nefndar, undir hlekknum kjaramál. Hugmyndin á bak við eyðublaðið er annars vegar að tryggja það að allar nauðsynlegar upp­ lýsingar berist nefndinni og hins vegar að flýta fyrir afgreiðslu fyrir spurna. Fyrirspurnir til kjaranefndar Kjaranefnd svaraði á þriðja tug fyrir­ spurna frá félagsmönnum varðandi kaup og kjör á starfsárinu 2008­2009. Margar þeirra snérust um hvernig skyldi skilgreina ný störf og röðun í launatöflu, en í kjölfar breyttra aðstæðna í efnahags­ málum bárust allnokkrar fyrirspurnir um réttmæti hagræðingaraðgerða á stofnunum, svo sem uppsagna á föstum greiðslum og öðrum kjörum. Því miður kom það í ljós að í einhverjum tilfellum beittu stofnanir ólögmætum vinnu­ brögðum, svo sem uppsögnum á kjara­ samningsbundnum kjörum. Mikið og gott samstarf var við önnur félög innan Bandalags háskólamanna (BHM), ekki síst félaga okkar í SIGL, um samræmd viðbrögð þegar bregðast þurfti við slíkum aðgerðum. Einnig veitti forysta BHM og kjara­ og réttindahópur banda lagsins góðan stuðning og ráðgjöf. Í nokkrum málum leitaði kjaranefndin álits lögfræðings BHM. Það kom því berlega í ljós að stór bakhjarl eins og BHM kemur sér vel þegar á reynir. Nú í sumar og haust hafa kjara­ nefndinni ekki borist neinar fregnir eða fyrirspurnir frá félagsmönnum varðandi breytingar á kjörum í kjölfar niður­ skurðar eða annarra hagræðingaraðgerða. Enn og aftur viljum við því hvetja félagsmenn til að fylgjast vel með sínum málum og láta okkur vita ef breytingar verða, svo sem breytingar á launa­ greiðslum, skerðing á starfshlutfalli að frumkvæði stofnunar eða aðrar breyt­ ingar á ráðningarkjörum – það er mjög mikilvægt fyrir okkur að fá fregnir af því hvað er að gerast á vinnu stöð unum. Einnig er rétt að minna á að stofnana­ samningar eru í fullu gildi, þar með talið starfsaldurs­ og lífaldurs tengdar hækkanir þar sem samið hefur verið um þær. Og ef svarið við spurn ingunni í yfirskrift pistilsins er „nei“, er kominn tími til að renna yfir seðilinn! Nýlegt dæmi er um að ónýttur persónu afsláttur hafi „núllast“ á milli mánaða, þrátt fyrir að starfs­ maðurinn ætti um 180 þúsund eftir þegar betur var að gáð. Trúnaðarmenn Sumar þeirra fyrirspurna sem kjara­ nefnd berast eru þess eðlis að vel upp­ lýstir trúnaðarmenn á vinnu stöð unum ættu að geta veitt svör við þeim. Í tengslum við trúnaðar manna námskeið á vegum BHM í byrjun mars 2009, sendi kjaranefndin hvatningu til félags­ manna um að kjósa trúnaðarmenn á vinnustöðunum. Viðbrögðin voru mjög góð og er nú skráður trúnaðar maður á flestum stærri vinnustöðum iðjuþjálfa. Sjóðir BHM Nú þegar margir hafa minna á milli handanna vill kjaranefndin vekja athygli félagsmanna á sjóðum BHM. Athugið að stéttarfélagsgjöld eru dregin af launum félagsmanns hjá Iðjuþjálfafélagi Íslands og eru þau 1,5% af dagvinnu­ launum. Greiðslur í sjóðina eru hins vegar mótframlag frá vinnuveitanda og eru þær mismunandi hlutfall af launum eftir því um hvaða sjóð er að ræða. Nokkrir sjóðir starfa á vegum BHM eða í tengslum við BHM og má afla sér ítarlegra upplýsinga um starfsemi þeirra á vef BHM, www.bhm.is. Hér er hins vegar stutt ágrip af starfsemi og helstu úthlutunarreglum sjóðanna. Elsti og stærsti sjóðurinn er Orlofs­ sjóður BHM, sem hefur það markmið að auðvelda sjóðfélögum að njóta orlofs. Sjóðurinn á yfir 40 húseignir víða um land, þar af eru yfir 30 í heilsársnotkun. Aðildin verður virk um leið og byrjað er að greiða í sjóðinn þannig að félagsmenn geta strax fengið orlofshús utan sumar­ orlofstíma ef þau eru laus, en þá gildir reglan fyrstur kemur fyrstur fær. Á sumarorlofstíma er hins vegar úthlutað samkvæmt umsóknum og punktakerfi og þá fær sá úthlutað sem á flesta punkta. Sjúkrasjóður BHM er aðeins opinn félagsmönnum aðildarfélaga sem starfa á almennum vinnumarkaði. Hlutverk sjóðsins er að veita fjárhagsaðstoð í nánar tilteknum tilvikum, og styðja við endurhæfingu og forvarnir samkvæmt nánari úthlutunarreglum. Réttindi félagsmanna í sjóðinn verða virk þegar greiðslur hafa borist sjóðnum í sex mánuði samfellt. Styrktarsjóður BHM er fyrir starfs­ menn ríkisins, sveitarfélaga og sjálfs­ eignarstofnana. Markmið sjóðsins er að styrkja sjóðfélaga með fé og koma þannig til móts við tekjutap vegna ólaunaðrar fjarveru vegna veikinda eða annarra persónulegra aðstæðna. Einnig er markmiðið að bæta útgjöld vegna ýmiss konar heilbrigðisþjónustu og óvæntra áfalla sjóðfélaga. Sömuleiðis verða réttindi félagsmanna virk þegar greiðslur sex mánaða hafa borist sjóðn­ um en þar af þurfa þrír mánuðir að vera samfellt. Við hvetjum félagsmenn til að kynna sér nánar úthlutunarreglur sjóðs­ Kjaranefnd – Lest þú launaseðilinn þinn?

x

Iðjuþjálfinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.