Iðjuþjálfinn - 01.11.2009, Blaðsíða 11

Iðjuþjálfinn - 01.11.2009, Blaðsíða 11
Staðan í dag Í stéttarfélögunum starfa í dag 14 ráðgjafar sem Starfsendur hæfing ar­ sjóður ber kostnað af. Á næstunni munu 2­3 ráðgjafar hefja störf. Þessir ráðgjafar hafa hitt mjög marga ein­ staklinga sem búa við misjafna stöðu. Margir koma og hitta ráðgjafana þegar þeir koma inn í sjúkrasjóði, sumir eru enn þá í veik indaleyfi hjá vinnu­ veitanda og nokkrir eru enn í starfi, en eru komnir í ákveðið veikindamynstur þannig að gripið er inn í strax og áætlun sett í gang í samstarfi við atvinnu rekanda, ráðgjafa og lækni eða annan með ferðaraðila einstaklingsins. Í nokkrum tilfellum hefur niðurstaðan orðið sú að viðkomandi starfsmaður minnkar við sig vinnu tímabundið, fer í ákveðin úrræði sem hafa verið metin og heldur þar af leiðandi vinnusam­ bandinu og vinnan er hluti af endur­ hæfingunni. Fókusinn hjá Starfsendur hæfingar­ sjóði og ráðgjöfum sem eru í stéttar­ félögunum er alltaf á vinnuna og vinnusambandið. Ef einstaklingur kemur til ráðgjafa er ein af fyrstu spurningunum hvort viðkomandi sé með vinnusamband og ef svo er þá er unnið með það. Fyrir utan beina vinnu við að sinna ráðgjöfunum erum við hjá Starfs­ endurhæfingarsjóði með mörg verkefni í gangi. Það eru t.d. kynningar á öllum heilsugæslum á landinu, kynningar fyrir stjórnendur fyrirtækja varðandi það að mynda strax tengingu ef þeir eru með starfsmenn í veikinda leyfi, verkefni með lífeyrissjóðum, vinna með nýtt starfshæfnismat (örorkumat) og fleira. Hugmyndir að nýju starfs­ hæfnismati er sú skimun eða það mat sem ráðgjafarnir vinna með ein­ staklingunum og er hluti af nýju starfs­ hæfnismati. Vinnan með nýtt starf­ hæfnismat er mjög spennandi og þar koma margir að. Í heildina er þetta mjög spennandi starf og mikið að gerast. Á þessum vettvangi er gripið inn mun fyrr í ferlinu heldur en við iðjuþjálfar erum kannski vanir að gera. Það er mikilvægt að hafa í huga að sá tími sem fólk er í veikindaleyfi er mislangur, allt frá þremur mánuðum upp í heilt ár. Þetta er mjög mikilvægur tími sem þarf að nýta vel, en allt of oft eru ráðgjafarnir að hitta fólk sem er að klára sinn rétt og lítið sem ekkert hefur verið unnið með. Það er mikil vinna fram undan hjá okkur og mikilvægt að það komi fram að við erum ekki úrræði, en nýtum öll þau úrræði sem eru til staðar í dag og vísum einstaklingum þangað ef þörf er á. Það þarf meiri fjölbreytni í starfsendur hæfingarúrræði hér á Íslandi í dag, fleiri úrræði sem tengja fólk með skerta starfsgetu beint út á vinnu­ markaðinn og vonandi getum við haft áhrif til að finna þau. IÐJUÞJÁLFINN 1 / 2009 • 11 www.oryggi.is Aukin þjónusta með öryggishnapp • Reykskynjari beintengdur vaktmiðstöð fylgir hverjum hnapp. • Hjá Öryggismiðstöðinni eru hjúkrunar- fræðingar á vakt allan sólarhringinn. P IP A R • S ÍA • 9 0 1 0 2 570 2400 og fáðu öruggari öryggishnapp!Hringdu í ww .oryggi.is

x

Iðjuþjálfinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.