Iðjuþjálfinn - 01.11.2009, Blaðsíða 15

Iðjuþjálfinn - 01.11.2009, Blaðsíða 15
IÐJUÞJÁLFINN 1 / 2009 • 15 Vefsíðan idjuthjalfun.is var upphaf­lega opnuð 24. október 2008 og þá sem verkefni nemenda sem voru á fjórða ári í iðjuþjálfun við Háskólann á Akureyri. Markmiðið með síðunni var að kynna iðjuþjálfun fyrir Íslendingum. Vefsíðan var í senn ætluð almenningi og fag mönnum, þar á meðal starfandi iðju þjálfum, og því var frá fyrsta degi ákveðið að safna saman sem mestu af aðgengilegum upplýsingum um iðju­ þjálfun á einn stað. Í fyrstu voru aðallega sett inn gömul verkefni frá nemendum í iðjuþjálfun. Þetta voru verkefni sem talið var að gætu nýst almenningi og starfandi iðju­ þjálfum. Fljótlega vatt verkefnið upp á sig og settar voru inn upplýsingar frá iðjuþjálfum sem eru starfandi víðs vegar um landið. Áhersla var lögð á að hafa uppbygg­ ingu vefsíðunnar fagmannlega en í senn einfalda. Mikill áhugi kom fljótlega fram meðal nokkurra nemenda á að viðhalda vefsíðunni eftir útskrift, enda mikilvægt að kynna iðjuþjálfun frekar hér á landi. Á idjuthjalfun.is má nú finna fréttir um iðjuþjálfun á Íslandi, greinar sem tengjast faginu, tengla yfir á gagnlegar vefsíður og fjöldann allan af útgefnu efni. Má þar nefna blaðið Iðjuþjálfa­ nemann (útskriftarblað iðjuþjálfanema) á tölvutæku formi, kynningu á starfsemi iðjuþjálfa víðs vegar um landið, gömul nemendaverkefni (sem aðrir geta von­ andi nýtt sér) og upplýsingar um hin ýmsu matstæki sem iðjuþjálfar nýta sér nú þegar. Vefsíðan er enn í þróun og það er von okkar að hún stækki og eflist með tímanum. Vefurinn er kjörinn vett­ vangur fyrir markaðssetningu og upp­ lýsingamiðlun sem iðjuþjálfar verða að nýta sér. Við hvetjum alla sem vilja bæta við efni eða koma með hugmyndir að þróun vefsins að senda okkur póst á idjuthjalfun@idjuthjalfun.is. Fyrir hönd ritstjórnar idjuthjalfun.is Sigurður Hólm Gunnarsson iðjuþjálfi Að lokum viljum við þakka: * Elínu Ebbu Ásmundsdóttur fyrir að trúa á þann eldmóð sem í okkur býr * Iðjuþjálfafélagi Íslands og iðju þjálf­ unarbraut Háskólans á Akureyri fyrir stuðning og sveigjanleika Um idjuthjalfun.is – www.idjuthjalfun.is Styrktarlínur: Gigtarfélag Íslands Ármúla 5 Reykjavík Sjálfsbjörg Endurhæfingarstöð Akureyri

x

Iðjuþjálfinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.