Iðjuþjálfinn - 01.11.2009, Side 18

Iðjuþjálfinn - 01.11.2009, Side 18
18 • IÐJUÞJÁLFINN 1 / 2009 Meðferðarúrræði ætlað unglingum í ofþyngd á aldrinum 13­17 ára og aðstandendum þeirra. Áhersla er á sjálfstyrkingu og félagsfærni ungling­ anna, einnig að koma jafnvægi á mataræði og virkni. Foreldrar fá fræðslu og stuðning við að takast á við breyt­ ingar hjá unglingnum. Í unglinga­ hópnum eru notaðar aðferðir ævin týra­ meðferðar og hugrænnar atferlismeð­ ferðar (HAM). Í aðstandendahópnum er byggt á Ca lga ry ­ f jö l sky ldu­ hjúkrunarlíkaninu. Hópurinn hittist vikulega, unglingar í átta skipti og aðstandendur í sex skipti. Námskeiðinu lýkur með lokakvöldi fyr ir a l la fjölskylduna. Hópúrræðið Heilsuhópurinn Í lok síðasta árs, vegna mikillar eftirspurnar, var hafist handa við að koma á laggirnar nýju hópúrræði fyrir unglinga í yfirþyngd á Barna­ og unglingageðdeild Landspítala Háskóla­ sjúkrahúss (BUGL). Undir rituð byrjaði ásamt Jóhönnu Kristínu Jónsdóttur sálfræðingi að setja saman efni og það kom fljótt í ljós að til að árangur yrði enn betri væri nauðsynlegt að fá foreldrana með í hópinn. Við fengum þá til liðs við okkur tvo hjúkr unar­ fræðinga, þær Margréti Gísladóttur og Áslaugu Kristjánsdóttur, sem sáu um að búa til efni fyrir foreldrahópinn sem myndi keyra samhliða unglinga­ hópnum. Fræðileg samantekt Unglingar eru næmir fyrir áhrifum félaga og staðalmynda í samfélagi og sjálfsmynd þeirra er samofin því hvernig þeim finnst þeir líta út (Fox, Page, Peters, Armstrong og Kirby, 1994; Sigrún Daníelsdóttir, Inga Dóra Sigfús­ dóttir og Jakob Smári, 2007). Í rannsókn Odgen árið 2006 kom fram að yfir þyngd meðal barna og unglinga er orðin að heilsufarsvanda í vestrænum ríkjum. Um 33% bandarískra ung­ menna ná greiningarskilmerkjum yfir­ þyngdar (líkamsþyngdarstuðull ≥95 hundraðsröð miðað við kyn og aldur) (Eddy o.fl., 2007). Með aukinni þyngd í æsku aukast líkur á heilsufarsvanda síðar meir, svo sem sykursýki II, háum blóðþrýstingi, aukinni blóðfitu og aukinni hættu á hjartasjúkdómum (Eddy o.fl., 2007; Jelalian, Mehlenbeck, Lloyd­Richardson, Birmaher og Wing, 2006). Unglingar í yfirþyngd eiga á hættu að þróa með sér átraskanir og oft glíma þessi ungmenni við ýmsa sál­ félags lega erfiðleika sem auka á vanlíðan og skerða lífsgæði þeirra (Eddy o.fl., 2007; Stice, Presnell og Spangler, 2002). Nýleg rannsókn sýndi að hjá 122 ungmennum sem sóttu meðferð vegna ofþyngdar náðu tæp 10% skil­ merk jum át röskunar og rúmur þriðjungur skýrði frá nýlegu átkasti (binge eating). Tengsl voru milli óæskilegra matarvenja og kvíða/ depurðar (P≤0.001). Rannsóknir hafa ekki gefið ótvírætt til kynna hvaða áhættuþættir og hvað í fari mann­ eskjunnar stuðli að óæskilegum matar­ venjum og auki líkur á að ung menni þrói með sér átraskanir (Stice, Presnell og Spangler, 2002). Rannsókn Eddy o.fl. (2007) sýndi að áhættuþættir voru meðal annars: Óánægja með eigin líkama, ofuráhersla á útlit/þyngd, neikvæð skilaboð (stríðni) og þrýstingur til að grennast sem ýmist kom frá félögum, foreldrum eða vegna staðal­ mynda í samfélaginu. Önnur rannsókn sýndi að óánægja ungmenna með eigin líkama, óháð því hversu þungur hann var, stuðlaði að minni hreyfingu, óheilbrigðari aðferðum við þyngdar­ stjórnun og auknum líkum á átköstum fimm árum síðar en hjá ungmennum sem voru ánægð með líkama sinn (Neumark­Sztainer, Paxton, Hannan, Haines og Story, 2006). Hefðbundnar atferlismiðaðar nálganir þar sem reynt er að aðstoða ungmenni við að ná æskilegri þyngd hafa snúið að því að láta þau fylgjast grannt með eigin mataræði með dagbókarskráningu og að takmarka fæðuinntöku um leið og þau eru hvött til aukinnar hreyfingar. Vand­ inn við þessa nálgun er að rannsóknir hafa ekki sýnt fram á langtímaárangur (Bacon, Stern, Van Loan og Keim, 2005; Miller, 1999). Í grein Cogan og Ernsberger frá árinu 1999 kemur fram að gagnrýnendur þeirrar leiðar, þar sem einblínt er á þyngdarstjórnun sem leið til bættrar heilsu, benda á að frekar ætti að líta á lífsstíl manneskjunnar í heild sinni og að auka megi heilbrigði hennar með bættum venjum, jafnvel þótt hún tapi ekki mörgum kílóum (Bacon o.fl., 2005). Linda Craighead hefur á síðustu 10 árum þróað meðferðarúrræði sem nefnist „Appetite Awareness Training“ og sneri það í fyrstu að konum sem stunduðu ofát. Hugmyndafræðin kemur frá „Mindfulness“ geira hug­ Heilsuhópur – undirbúningur og framkvæmd ■ Ósk Sigurðardóttir yfiriðjuþjálfi Barna- og unglingageðdeild Landspítala Háskólasjúkrahúss (BUGL)

x

Iðjuþjálfinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.