Iðjuþjálfinn - 01.11.2009, Blaðsíða 22

Iðjuþjálfinn - 01.11.2009, Blaðsíða 22
22 • IÐJUÞJÁLFINN 1 / 2009 Margar rannsóknir hafa verið gerðar bæði á Íslandi og erlendis á ein­ stak l ingum með heilabilun. Hvernig heila biluðum muni fjölga verulega, í hvernig umhverfi heilabiluðum líði best, hvernig umönnun og hjúkrun henti þessum einstaklingum, hvernig best sé að sinna aðstandendum og hvernig fræðsla og menntun henti starfsfólki sem sinnir þessum einstak lingum (Oddur Ingi mars son, Thor Aspelund og Pálmi V. Jónsson, 2004a). Ef við lítum til nágrannaþjóða okkar þá hafa t.d. Norðmenn sett upp heildar­ stefnu varðandi umönnun aldraðra til ársins 2015. Markmið þessarar stefnu er að hafa yfirsýn yfir verkefni fram tíð­ arinnar. Eitt af lykilatriðum stefn unnar er að mæta þörfum heilabilaðra í fram­ tíðinni og flokka Norðmenn heilabilun efst í forgangsröð í skipulagi umönnunar aldraðra til ársins 2015 (Norwegian Ministry of Health and Care Services, 2005­2006). Þegar verkefnastjórnendur kynntust þessari stefnu kviknaði hugmynd um það hvernig hægt væri að byggja upp heildar stefnumótun innan Hrafnistu fyrir ein staklinga með heilabilun og ýta úr vör breytingum til að bæta lífsgæði þeirra á hjúkrunardeildum Hrafnistu. Okkar markmið með þessari stefnu­ mótun er að: • Setja fram heildstæða stefnu varð andi umönnun heilabilaðra á Hrafnistu • Staðfæra að íslenskum veruleika niður stöður og hugmyndafræði rannsókna ýmissa fræðimanna um hvernig best verður búið að heila­ biluðum á hjúkrunarheimilum, það er að segja líkamlega, félagslega og andlega • Samþætta kenningar og að yfirfæra þær niðurstöður í verki á hjúkr un­ ardeild á Hrafnistu með þverfaglegri vinnu margra starfsstétta • Að auka og efla lífsgæði heimilis­ manna Hrafnistu og aðstandenda þeirra • Að auka starfsánægju starfsmanna • Að gera starfendarannsókn (e. action research) við framkvæmd yfirfærsl­ unnar við mat á árangri verkefnisins Samkvæmt spá Hagstofu Íslands er gert ráð fyrir að landsmenn verði rúmlega 437.000 árið 2050, en við upphaf ársins 2007 var íbúafjöldi 307.672. Ævilengd landsmanna vex og má gera ráð fyrir að konur á Íslandi geti vænst þess að verða 82,8 ára árið 2007 en 87,1 árs árið 2050, karlar geta vænst 78,9 ára aldurs árið 2007 en 84,6 ára árið 2050 (Brynjólfur Sigurjónsson og Ólöf Garðarsdóttir, 2007). Vegna þessa má gera ráð fyrir miklum breytingum á aldurssamsetningu þjóðarinnar og mun því öldruðum fjölga verulega til ársins 2050. Árið 2050 er gert ráð fyrir að 7,5% íbúa verði áttræðir eða eldri samanborið við 3,1% árið 2007. Samhliða hækkun meðalaldurs og fjölgun þjóðarinnar er heilabilun eitt af vaxandi heilbrigðisvandamálum og einn stærsti orsakavaldur vistunar á hjúkr­ unar heimilum hér á landi sem erlendis (Bond, Briggs og Coleman, 1993; Oddur Ingimarsson, Thor Aspelund og Pálmi V. Jónsson, 2004b). Þegar lífsgæði aldraðra með heilabilun eru skoðuð kemur í ljós að þrír lykil­ þættir skipta máli en þeir eru líkamleg, andleg og félagsleg vellíðan, auk þess sem þættir eins og umhverfi, trú og almenn lífsánægja skipta máli. Hjá öldruðum þarf líka að veita vitrænni getu sérstaka athygli (Borg, Hallberg og Blomquist, 2006). Þótt ekki allir með heila bilun þurfi sérrúræði, svo sem lokaðar deildir, sýna rannsóknir að Heildarstefnumótun varðandi umönnun heilabilaðra á Hrafnistu Verkefnastjórar og höfundar greinar Hrönn Ljótsdóttir, félagsráðgjafi Lovísa Agnes Jónsdóttir, hjúkrunarfræðingur og forstöðumaður Hrafnistu Hafnarfirði Sigurbjörg Hannesdóttir, deildarstjóri iðjuþjálfunar og félagsstarfs Hrafnistu í Reykjavík

x

Iðjuþjálfinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.