Iðjuþjálfinn - 01.08.2011, Side 5

Iðjuþjálfinn - 01.08.2011, Side 5
IðjuþjálfInn 1/2011 • 5 Pistill formanns Júlíana Hansdóttir Aspelund formaður Í ár er Iðjuþjálfafélag Íslands (IÞÍ) 35 ára og 10 ár eru liðin frá útskrift fyrstu iðjuþjálfanna frá Iðjuþjálfunarbraut Há skól­ ans á Akureyri. Sú braut markaði tímamót í sögu fagsins hér á landi og hefur fjöldi iðju þjálfa tvöfaldast með tilkomu hennar og fjölgar ört á næstu árum. Iðjuþjálfar hafa látið til sín taka í samfélaginu og hafa með hug viti sínu, áræðni og þekkingu skapað eftir sóknarverð meðferðarúrræði og byggt upp öflug starfstækifæri fyrir iðjuþjálfa. Ég vil óska aðstandendum námsbrautarinnar og iðju þjálfum öllum til hamingju með þessa áfanga. Allir félagsmenn IÞÍ hafa fengið afhenta nýja barmnælu félagsins. Það er tilvalið að iðjuþjálfar beri næluna við alla helstu viðburði félagsins, í starfi og við sérstök tækifæri. Jafnframt má minna á að dagur iðjuþjálfunar er 27. október og þá ættu allir félagsmenn að bera næluna. Fjárveitingar til heilbrigðisstofnana hafa verið skornar niður á síðustu árum en til að vinna gegn áhrifum þess á að efla heilsugæsluna. Eitt mikilvægasta verkefni hennar er að samþætta læknisþjónustu, heilsuverndarstarf og forvarnir og leggja þar með grunn að samfellu í meðferð sjúklinga án þess að til innlagnar þurfi að koma á heilbrigðisstofnanir. Til þess að þetta megi nást er mikilvægt að efla þau úrræði sem eru í boði innan heilsugæslunnar, ráða þangað fleiri iðjuþjálfa og greiða þar með leið almennings að fjölbreyttri þjónustu þeirra. Með sérþekkingu sinni setja iðjuþjálfar fram góðar og ódýrar lausnir sem geta skipt sköpum við að auka sjálfsbjargagetu fólks. Hjálpartæki og ráðgjöf gera það að verkum að einstaklingur verður lengur sjálfbjarga án þjónustu frá öðrum aðilum. Til að auka virkni, færni og sjálfsbjargargetu einstaklinga sem eiga við andleg, félagsleg eða líkamleg vandamál að etja skiptir ráðgjöf, stuðningur og þjálfun iðjuþjálfa miklu. Með því að styðja einstaklinginn til að búa heima má draga úr kostnaði í velferðarkerfinu og getur það orðið til að seinka þörf á annarri þjónustu eða vistunarúrræði. Öflug heilsugæsla gerir það að verkum að hægt er að útskrifa fólk fyrr af sjúkrahúsi, veita eftirfylgd og draga þar með úr líkum á endurinnlögnum. Mikilvægt er að skólar sem ekki hafa tök á að ráða til sín iðjuþjálfa hafi aðgang að þjónustu iðjuþjálfa hjá heilsugæslunni sem kæmi að fræðslu barna og kennara, mati á færni, úttekt á umhverfi og jafnvel þjálfun barnanna í einhverjum tilvikum. Framtíðarsýn Iðjuþjálfafélags Íslands er að á hverri heilsugæslustöð verði starfandi iðjuþjálfar, sem munu í samstarfi við aðrar fagstéttir byggja upp öfluga heilsuvernd aldraðra, veita fötluðum og langveikum einstaklingum á öllum aldri stuðning og eftirfylgd og sinna ráðgjöf og þjálfun handa börnum og ungmennum. Sérþekking iðju­ þjálfa á hlutverkum og iðju fólks á brýnt erindi inn í verkefni heilsugæslunnar um allt land. Höldum áfram að vinna nýjar lendur. Fræðileg ritstjórn ritrýndra greina í Iðjuþjálfanum var sett á fót á aðalfundi iðjuþjálfafélagsins 2010 og staðfest með lögum sem föst nefnd á aðalfundi 2011. Ritstjórninni er ætlað að starfa með ritnefnd Iðjuþjálfans og sjá um og stýra ferli við ritrýni greina fyrir blaðið. Verkefni fræðilegrar ritstjórnar fyrsta árið fólst í að móta reglur og verklag við ritrýni. Nefndin kynnti sér vinnulag og ferli ýmissa fagtímarita, íslenskra og erlendra og hafði til hliðsjónar við gerð leiðbeininga fyrir greinahöfunda, ritrýna og ritstjórnina sjálfa. Áhersla var lögð á að skapa möguleika fyrir hinn fjölbreytta hóp iðjuþjálfa til að koma þekkingu sinni á framfæri og um leið að mæta kröfum fræðasamfélagsins fyrir fagleg vinnubrögð og framsetningu. Eftirfarandi skjöl hafa nú verið birt á heimasíðu Iðjuþjálfafélags Íslands undir tenglinum Iðjuþjálfinn tímarit => Ritrýndar greinar • Leiðbeiningar fyrir höfunda ritrýndra greina • Ritrýni - lýsing • Leiðarvísir við ritrýni • Tímaáætlun og ferli við ritrýni • Upplýsingar um höfunda – eyðublað • Gátlisti fyrir fræðilega ritstjórn Félagsmenn eru eindregið hvattir til að kynna sér innihald skjalanna og huga að greinaskrifum með góðum fyrirvara, en ritrýningarferli getur tekið allt að sex mánuðum. Guðrún, Hrefna og Valerie Frá fræðilegri ritstjórn

x

Iðjuþjálfinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.