Iðjuþjálfinn - 01.08.2011, Blaðsíða 12

Iðjuþjálfinn - 01.08.2011, Blaðsíða 12
12 • IðjuþjálfInn 1/2011 Í eftirfarandi grein verður sagt frá starfi og uppbyggingu Starfs endurhæfingar Hafnarfjarðar. Hún var sett af stað árið 2008 og byggð á hugmyndarfræði Starfs endurhæfingu Norðurlands sem áður var Starfs endurhæfingin Byr á Húsavík. Í greininni verður fjallað almennt um veikindi og fjarveru frá vinnu, þá verður talað um aðdraganda þess að Starfsendurhæfing Hafnarfjarðar var sett af stað, síðan verður fjallað um hugmyndafræði og ferli endurhæfingar. Starfsendurhæfing Hafnarfjarðar Veikindi sem valda því að einstaklingar eru frá vinnu hafa víðtæk áhrif. Veikinda fjarvera einstaklinga hefur félagsleg og heilsufarsleg áhrif á einstaklinginn sjálfan, fjölskyldu hans, vinnustað, atvinnuveitenda, heilbrigðiskerfið og tryggingakerfið (Gjesdal og Bratberg, 2003). Þegar fólk hefur verið óvinnufært í nokkra mánuði dregur það úr sjálfsöryggi og sjálfsbjargarviðleitni sem síðar verður til þess að fólk fær síður störf og það treystir sér ekki í vinnu á nýjan leik. Þetta á bæði við um einstaklinga sem verða öryrkjar og þá sem verða atvinnulausir af öðrum orsökum (Heilbrigðis­og tryggingamálaráðuneytið, 2005). Á Íslandi fjölgaði öryrkjum frá árslokum 1997 til ársloka 2006 úr 7.800 í 13.200 eða um næstum 6% á ári sem er árleg fjölgun um 600 ­700 manns (Forsætisráðuneytið, 2007). Þá voru 13% Íslendinga á aldrinum 16­66 ára á örorkubótum. Af þessum 13% voru 8,2% konur og 4,2% karlar. Á sama tíma var aðeins 1% atvinnuleysi. Konur á aldrinum 21­50 ára eru tvöfalt líklegri en karlar til að fara á örorku (Tryggingastofnun Ríkisins, 2009). Algengustu orsakir örorku á Íslandi eru geðraskanir og stoðkerfisraskanir (Hannes G. Sigurðsson, 2007). Hér á landi er hægt að skipta þeim sem eru utan vinnumarkaðar í þrjá hópa; þeir sem þiggja örorkubætur hjá Trygg inga stofnun ríkisins, þeir sem eru atvinnu lausir og þiggja atvinnuleysisbætur hjá Vinnu málastofnun og þeir sem þiggja fjár hagsaðstoð hjá sveitafélögum (Soffía Gísla dóttir o.fl., 2009). Nýskráningar öryrkja eru breytilegar frá einu ári til annars og er breytileikinn aðal lega talinn tengjast atvinnuleysisstigi hverju sinni (Sigurður Thorlacius, Sigurjón B. Stefánsson og Stefán Ólafsson, 2007). Lang varandi atvinnuleysi getur valdið kvíða og þunglyndi, auk þess sem lakari fjárhagur vegna fjarveru frá vinnu getur valdið því að fólk nýtir sér síður heilbrigðisþjónustu. Atvinnu leysi getur einnig skaðað félagslegt stuðningsnet fólks með því að rjúfa tengsl við starfsfélaga og sundra fjölskyldum (Ólafur Ó. Guðmundsson, 2009). Við örorkumat í almanna trygginga kerfinu er fyrst og fremst litið á sjúk dóms greiningar og skerðingar af völdum sjúk dóma en ekki til virkni einstaklingsins eða starfgetu, samanber International Classification of Functioning, ICF. (Forsætisráðuneytið, 2007). Kveikjan að starfsendurhæfingu Hafnarfjarðar Upphafið að Starfsendurhæfingu Hafnar­ fjarðar má rekja til verkefnis sem fólst í því að yfirfæra hugmyndafræði og að ferð­ ir Starfsendurhæfingar Norðurlands til Hafnarfjarðar. Verkefnið var stutt af Leonardo – starfsmenntaáætlun Evrópu sambandsins. Á grunni þess var stofnað sjálfseignarfélag til þess að halda áfram að sinna atvinnutengdri endur hæfingu í Hafnarfirði. Stofnendur voru Hafnar fjarðarbær, Sjúkraþjálfarinn ehf., Starfsmannafélag Hafnarfjarðar og Verka­ lýðsfélagið Hlíf. Starfsendurhæfing Hafnarfjarðar (SH) hóf starfsemi í september 2008 og lýkur því í vor sínu þriðja starfsári. Anna Guðný Eiríksdóttir sjúkraþjálfari var ráðin fram­ kvæmdarstjóri S.H. Auk hennar vinnur R. Helga Guðbrandsdóttir í 100 % ráð gjafar­ starfi og Elsa Sigríður Þorvaldsdóttir er í 20% ráðgjafarstarfi hjá S.H. Annað starfsfólk eins og sjúkraþjálfari, sálfræðingar, kennarar og fleiri koma inn sem verktakar og fer eftir þörf hverju sinni. Fyrir hverja er starfsenduhæfing Hafnarfjarðar Starfsendurhæfing Hafnarfjarðar er fyrir fólk sem hefur þurft að hætta að vinna vegna ólíkra ástæðna eins og veikinda, slysa eða annarra áfalla. Markmið starfsendurhæfingar er að aðstoða fólk með námi og ýmis konar þjálfun sem hefur það markmið að efla ein­ staklinginn til þátttöku í samfélaginu á nýjan leik. Námið tekur mið af ólíkum þörfum hvers og eins. Einstaklingar sem eru í endurhæfingu hafa sumir framfærslu sína frá sjúkrasjóðum stéttarfélaga eða frá lífeyrissjóðum. Margir hafa hins vegar fullnýtt rétt sinn til greiðslu launa í veikindum og fá bótagreiðslur frá ríki eða sveitarfélögum. Sumir eru komnir á ör orku þegar þeir hefja starfsendurhæfingu og hafa margir einangrast í kjölfarið og vilja gjarnan komast út á vinnumarkað aft ur eða bæta við sig menntun til að hafa aukið val á vinnumarkaðnum. Aðrir eru á endurhæfingarlífeyri sem hægt er að vera á í eitt og hálft ár. Einstaklingur sem er á endurhæfingarlífeyri fær hann aldrei lengur en hálft ár í einu. Ráðgjafi sem vinnur við starfsendurhæfing Hafnarfjarðar Elsa Sigríður Þorvalsddóttir Iðjuþjálfi, Starfsendurhæfingu Hafnarfjarðar og Æfingastöðinni Hafnarfirði.

x

Iðjuþjálfinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.