Iðjuþjálfinn - 01.08.2011, Blaðsíða 38

Iðjuþjálfinn - 01.08.2011, Blaðsíða 38
38 • IðjuþjálfInn 1/2011 Fjóla Eðvarðsdóttir, listmeðferðarfræðingur og þroskaþjálfi á Hrafnistu Sigurbjörg Hannesdóttir, iðjuþjálfi og deildarstjóri iðjuþjálfunar og félagsstarfs Hrafnistu Reykjavík Á Hrafnistu í Kópavogi og í Reykjavík er starfandi sólskinsklúbbur. Í sólskins­ klúbbnum er unnið út frá hugmyndafræði sem heitir Lífsneistinn (Spark of life). Höf­ undur þessarar hugmyndafræði heitir Jane Verity og er iðjuþjálfi og fjölskyldu ráðgjafi að mennt og er auk þess með meistara­ gráðu í Neuro­Linguistic Programming (NLP). Á Norðurlöndum er hún mentor hugmyndafræðinnar Eden Alternative og ber þar með ábyrgð á kennslu á henni í þeim löndum. Lífsneistinn byggir á breyttu viðhorfi sem færir áhersluna frá sjúkra hús­ módeli yfir í módel sem kallað er líf. Þar fær manneskjan að vaxa og dafna í umhverfi sem er heimili frekar en stofnun. Nálgun Lífsneistans gerir fólki með heilabilun kleift að vaxa og dafna, sama á hvaða stigi sjúk­ dómurinn er. Markmiðið með sólskinsklúbbnum er • Að styrkja sjálfsmynd einstaklingsins með þátttöku í klúbbastarfinu • Að einstaklingurinn finni að hann geri gagn og sé mikilvægur hluti af klúbbastarfinu • Sjálfsefling einstaklingsins, til dæmis með vali á því sem fer fram í klúbbnum • Að styrkja samkennd • Að skapa vettvang fyrir umhyggjuríkt umhverfi Sólskinsklúbburinn hittist einu sinni í viku í átta skipti og við erum saman í 90 mínútur. Í hverjum klúbb eru sex heimilismenn og tveir starfsmenn. Stjórnendur hópsins velja í klúbbinn í samráði við deildarstjóra. Markhópurinn er einstaklingar með sjúkdómsgreininguna heilabilun. Mikilvægt er að þeir séu á svipuðu stigi í sjúkdómsferlinu. Nauðsynlegt er að ramminn í kringum klúbbastarfið sé skýr. Gott er að hafa rúmgott rými og aðgang að eldhúsi. Það verður að vera pláss fyrir dans, boltaleik og fleira. Einnig þarf rýmið að vera þannig að hvorki sé hægt að horfa inn né út úr því og að engin umferð sé í gegnum það. Þetta er til að koma í veg fyrir truflanir í klúbbastarfinu. Starfsmenn skipta með sér verkum frá upphafi. Annar starfsmaðurinn hefur umsjón með að bjóða í klúbbinn og fer til hvers og eins sérstaklega. Hinn starfsmaðurinn hefur umsjón með að taka á móti og bjóða alla velkomna. Mikið er lagt upp úr sterkum litum í sólskinsklúbbnum og starfsmenn klæðast litríkum fötum og skreyta sig blómakransi og nafnspjaldi klúbbsins. Eins er hengd upp stór sól sem er tákn klúbbsins við innganginn. Hverjum og einum er boðið við komu blómakrans og nafnspjald, hér er lagt upp með að einstaklingurinn velji sjálfur. Segja má að skipulag klúbbsins sé í fimm liðum og alltaf eins: • Að mynda tengsl við einstaklinginn þegar hann er sóttur og boðið í klúbbinn • Innkoman í klúbbinn • Leikur og gleði, hér er boðið upp á ýmsa leiki, söng og dans • Kaffiboð, þar sem boðið er til veislu. Lögð er áhersla á að borðið sé fallega skreytt og aðlaðandi og veitingar góðar • Heimfylgd og kveðja Tilgangur klúbbsins er að mynda tengsl á forsendum einstaklingsins, að kveikja á lífsneista hans í gegnum gleði og leik og rjúfa einangrun, að auka samskipti og tjáningu á forsendum einstaklingsins, yrt og óyrt, og að laða fram færni. En megintilgangur klúbbsins er að skapa gleðistund, algerlega á forsendum hvers og eins. Það eru engin árangurstengd verkefni né nein hegðun leiðrétt. Allt er rétt og ekkert er rangt! Lögð er áhersla á núið og að umræðan sé á því stigi að einstaklingurinn ráði alltaf við hana, og að laða fram það besta í fólki og finna lífsneistann. Hvað kveikir gleði? Samskiptin eru margs konar í klúbbastarfinu og því Lífsneistinn á Hrafnistu

x

Iðjuþjálfinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.