Iðjuþjálfinn - 01.08.2011, Blaðsíða 17

Iðjuþjálfinn - 01.08.2011, Blaðsíða 17
IðjuþjálfInn 1/2011 • 17 Menntunarstig þessara kvenna er lágt og félagslegt net þeirra slakt. Íhlutunin beindist að því að kenna mæðrunum grunnatriði daglegs lífs til að bæta lífskjör þeirra og barna þeirra. Nokkrar mæðranna hafa misst eða eiga á hættu að missa forræði yfir börnum sínum. Tuttugu og sex mæðrum var boðin þátttaka í verkefninu, og endaði með að eingöngu 10 konur á aldrinum 18­36 ára tóku fullan þátt. Brottfall var mikið, sumar byrjuðu en mættu illa, aðrar höfðu ekki áhuga á að taka þátt. Flestar mæðranna komu frá brotnum heimilum og sumar höfðu sjálfar komið til kasta barna­ verndar yfirvalda. Í viðtölunum kom í ljós að mæðurnar glíma við mikla streitu, þung lyndi og kvíða ásamt líkamlegum kvillum. Til að byrja með voru viðtöl tekin við allar konurnar og matstæki eins og Achenbach System of Empirically Based Assessment (ASEBA) lagt fyrir. Heilsu­ fars ástand kvennanna og hegðun var mæld með sjálfsmatslistanum Adult Self­Report (ASR) fyrir 18­59 ára. ASR er hluti ASEBA® mælitækjanna en þau setja alþjóð legan staðal fyrir upplýsingaöflun frá mörgum ólíkum aðilum við mat á börnum og fullorðnum (Achenbach, 2009). Það sem kom á óvart var að mæðurnar virtust verr staddar en ég gerði ráð fyrir í upphafi. Þær áttu mjög erfitt með að treysta, og andleg og líkamleg heilsa þeirra virtist bágborin. Einföld atriði eins og að fara úr náttfötunum áður en farið var út úr húsi, bursta tennur og snyrta sig virtist vefjast fyrir þeim mörgum. Eins að halda tímasetningar eða yfirhöfuð mæta í viðtölin. Fjármál og forgangsröðun var einnig stór þáttur sem þurfti að vinna í. Ég sá að sú íhlutun sem ég hafði upp­ haflega gert ráð fyrir að fara af stað með þurfti að endurmeta og einfalda. Námskeiðin voru sett upp þannig að unnið var alla virka daga frá klukkan 10­12 og í sumum tilvikum einnig eftir hádegi. Við byrjuðum íhlutunina fyrstu vikurnar á því að mæðurnar fóru í gegnum sjálfstyrkingarnámskeið með það að markmiði að kynna þær hverja fyrir annarri, kynnast mér og skapa traust innan hópsins. Námskeið þetta var í samvinnu við Púlsinn í Sandgerði. Sjálf styrkingarnámskeiðið innihélt allt frá dansi, spuna og jóga yfir í dýpri vinnu í gegnum myndlist og einstaklingsviðtöl. Þegar sjálfstyrkingunni var við það að ljúka tók við fjármálanámskeið í umsjón Gunnars sem er viðskiptafræðingur og forstöðumaður Virkjunar. Virkjun er samstarfsverkefni sveitarfélaganna á Reykjanesi, verkalýðsfélaga, Miðstöðvar símenntunar og fleiri aðila. Í Virkjun er verið að byggja upp starfsemi fyrir íbúa á Reykjanesi sem leita nýrra tækifæra í atvinnu eða námi. Þá er Virkjun ekki síður samkomustaður fólks sem vill nýta Í sumar er opið virka daga frá kl. 9 -18 • Eirberg ehf. • Stórhöfða 25 • Sími 569 3100 • eirberg.is Hágæða vinnustólar frá Mercado Medic Vandaðir sænskir vinnustólar REAL® 9000 PLUS með fjöl- breyttum stillimöguleikum. Úrval aukahluta og lita á áklæði. Ergomedic Plus setkerfi veitir þægilega og góða setstöðu. Fyrir börn og fullorðna með mismunandi þarfir. Fagleg ráðgjöf. Í samningi við Sjúkratryggingar Íslands.

x

Iðjuþjálfinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.