Iðjuþjálfinn - 01.08.2011, Blaðsíða 33

Iðjuþjálfinn - 01.08.2011, Blaðsíða 33
IðjuþjálfInn 1/2011 • 33 2003 og 2006). Í lokaverkefni til BS prófs í iðju þjálfunar­ fræðum voru við horf fyrrverandi skjólstæðinga iðju þjálfa könnuð með megind legri rann­ sóknaraðferð (Helga K. Gestsdóttir, Jóhanna Hreinsdóttir og Sigrún Líndal Þrastardóttir, 2005). Spurningalisti saminn af rannsaken­ dum var sendur til 38 einstaklinga sem notið höfðu þjónustu iðjuþjálfa á Landspítala háskólasjúkrahúsi, Grensásdeild, árið 2004. Svarhlutfall var 58% og svöruðu 12 karlar og 10 konur. Skjólstæðingarnir höfðu almennt jákvætt viðhorf til þjónustu iðjuþjálfa, flestir voru ánægðir með hana og töldu að hún hefði borið árangur. Niðurstöður voru greindar út frá sjö lykilþáttum skjólstæðingsmiðaðrar nálgunar. Könnunin leiddi í ljós að fjórir þeirra voru að miklu leyti hafðir að leiðarljósi í þjónustu iðjuþjálfa, það er 1) að virðing sé borin fyrir skjólstæðingi, fjölskyldu hans og vali þeirra, 2) að skjólstæðingur og fjölskylda hans séu ábyrg fyrir ákvörðunum varðandi daglega iðju og þjónustu iðjuþjálfa, 3) að iðjuþjálfi veiti sveigjanlega og einstaklingsmiðaða þjónustu og 4) að iðjuþjálfi leggi áherslu á samspil einstaklings, iðju og umhverfis. Eftirfarandi þremur þáttum var ekki nægilega vel mætt: 5) Að veita upplýsingar, 6) að hvetja skjólstæðing til þátttöku í öllu þjónustuferlinu og 7) að efla skjólstæðing til að leysa eigin iðjuvanda. Flestar erlendar kannanir sem hafa verið gerðar á viðhorfum skjólstæðinga til þjónustu iðjuþjálfa fjalla um viðhorf skjólstæðinga með geðræn vandamál. Lim, Morris og Craik (2007) lögðu spurningalista fyrir sjúklinga með geðræn vandamál á tveimur stofnunum í Bretlandi. Þátttakendur voru 64 og var svarhlutfall 28,6%. Í ljós kom að færni í dagle­ gu lífi og ánægja með dvölina var marktækt betri þegar skjólstæðingar töldu að þörfum þeirra hefði verið mætt í iðjuþjálfun. Marktæk jákvæð tengsl voru milli þess að hafa fengið útskýringar á tilgangi iðjuþjálfunar og að hafa haft gagn af henni. Hins vegar hafði helmingur skjólstæðinga í könnun Lim o.fl. (2007) ekki tekið þátt í markmiðssetningu og taldi sig ekki hafa haft val um meðferð. Viðhorf og reynsla fólks sem hefur feng ið þverfaglega endurhæfingu hafa verið könn­ uð í nokkrum rannsóknum. Jónína Sig ur­ geirsdóttir og Sigríður Halldórsdóttir (2007) könnuðu með eigindlegum aðferðum reynslu skjólstæðinga af endurhæfingu og þarfir þeirra. Tekin voru viðtöl við 12 ein staklinga á aldrinum 26 til 85 ára. Við mæl endur létu í ljós mikilvægi þess að sinnt væri tilvistarlegum þáttum sem tengjast veik indum og breytin­ gum á lífi þeirra sem eru í endurhæfingu. Allir lögðu áherslu á þýðingu þess að einstaklings­ bundnum þörf um þeirra væri mætt og gáfu til kynna að þeir hefðu þörf fyrir jákvætt og hvetjandi um hverfi, umhyggju og andlegan stuðning meðan á endurhæfingu stæði. Einnig kusu þeir að skýr og raunhæf markmið væru sett með endurhæfingunni. Þeir óskuðu eftir að fræðslan væri sniðin að þeirra þörfum og einnig höfðu þeir þörf fyrir hvatningu til sjálf stæðis og til að hasla sér völl á ný eftir veikindin. Í verkefni sínu til BS prófs í iðju þjálf unar­ fræðum könnuðu Anna Dís Guðbergsdóttir og Rakel Björk Gunnarsdóttir (2006) reynslu, ánægju og lífsgæði 32 einstaklinga. Um var að ræða einstaklinga sem höfðu fengið endurhæ­ fingu og eftirfylgd þver fag legs endurhæfingar­ teymis á taugasviði Reykja lundar á tveggja ára tímabili frá 1. janúar 2004 til 31. desember 2005. Upplýsinga var aflað með spurningalista sem saminn var af rannsakendum og var hann lagður fyrir þátttakendur heima hjá þeim. Í niðurstöðum rannsóknarinnar kom fram mikil ánægja með endurhæfinguna og eftirfylgdina í kjölfarið. Flestir töldu árangur endurhæfinga­ rinnar góðan og gekk þátttakendum nokkuð vel að viðhalda honum eftir að heim var komið. Niðurstöðurnar gáfu einnig til kynna að þjónustan hefði verið skjólstæðingsmiðuð og mikið tillit tekið til óska þátttakenda. Þeir töldu sig hafa tekið drjúgan þátt í að setja sér markmið og höfðu haft áhrif á þá meðferð sem þeir fengu. Stór hluti þátttakenda taldi mjög eða frekar mikilvægt að fá eftirfylgd og þriðjun­ gur taldi að þeir hefðu þurft lengri eftirfylgd en þeir fengu. Margir þátttakendur óskuðu eftir því að aðstandendur hefðu fengið meiri fræðslu og ráðgjöf. Í kanadískri rannsókn sem var gerð til þess að átta sig á mikilvægum þáttum skjól­ stæðingsmiðaðrar endurhæfingar kannaði Cott (2004) reynslu 33 skjólstæðinga af endurhæ­ fingu. Myndaðir voru sex rýnihópar fólks sem hafði verið í endurhæfingu og bjó við langvin­ na færniskerðingu, s.s. vegna lungnasjúkdóma, gigtsjúkdóma eða vegna mænu­ og heilaskaða. Niðurstöðurnar leiddu í ljós að þátttakendur óskuðu eftir að tekið væri mið af aðstæðum og þörfum hvers og eins þegar endurhæfingin var skipulögð. Þeir vildu taka meiri þátt í að setja markmið og taka ákvarðanir, en einnig töldu þeir mikilvægt að fá einstaklingsmiðaða fræðslu og upplýsingar. Flestir gáfu til kynna að undi­ rbúningurinn undir daglega lífið hefði ekki verið nægur því þeir áttu erfitt með að fóta sig þegar endurhæfingunni sleppti og þeim þótti skorta eftirfylgd. Einnig upplifðu þeir þörf fyrir meiri andlegan og tilfinningalegan stuðning heldur en þeir fengu. Í siðareglum íslenskra iðjuþjálfa segir meðal annars: „Iðjuþjálfar aðhyllast skjólstæðings­ miðaða nálgun og virka þátttöku skjólstæðing­ sins á öllum stigum þjónustunnar“ (Iðjuþjál­ fafélag Íslands, 2001). Skjólstæðingsmiðuð nálgun felur í sér nokkur lykilatriði. Þau helstu eru: Iðjuþjálfa ber að sýna skjólstæðingum virðingu, gefa þeim valmöguleika og virða val þeirra. Skjólstæðingar eru hvattir til þess að taka ákvarðanir um daglega iðju og velja þau viðfangsefni sem þeir kjósa að vinna með í iðjuþjálfun. Iðjuþjálfa ber að upplýsa skjólstæðinga sína og veita þeim stuðning til þess að efla iðju sína. Í sambandi skjólstæðings og iðjuþjálfa er áhersla lögð á virka hlustun, samhygð og persónuleg samskipti. Auk þess ber iðjuþjálfa að tryggja að þjónustan sé aðgengileg, sveigjanleg og einstaklingsmiðuð, það er í samræmi við áhuga og þarfir skjól­ stæðingsins, og hæfi jafnframt þeim aðstæðum og því umhverfi sem hann eða hún býr í (Law og Mills, 1998). Rannsóknir í iðjuþjálfun hafa bent til þess að skjólstæðingsmiðuð nálgun stuðli að betri árangri þjónustunnar almennt. Þar er átt við aukna ánægju skjólstæðinga með þjónustuna og betri færni að lokinni þjónustu. Einnig hafa fengist vísbendingar um betri meðferðarheldni (Law, 1998; Sumsion, 2005). En þrátt fyrir að iðjuþjálfar leitist við að hafa skjólstæðingsmiðaða nálgun að leiðarljósi er ýmislegt sem getur komið í veg fyrir að það takist. Þessar hindranir geta verið vegna þess að skjólstæðingur og iðjuþjálfi hafa ólíkan bakgrunn, væntingar skjólstæðings eru aðrar en iðjuþjálfans og fyrri reynsla skjólstæðingsins af iðjuþjálfun eða annarri heilbrigðisþjónustu getur verið neikvæð. Einnig getur verið um að ræða hindranir sem umhverfi þjónustunnar skapar, s.s. takmarkaðan tíma, vinnulag í teymi eða á stofnun styður ekki hugmyndafræði skjólstæðingsmiðaðrar nálgunar og oft skortir viðeigandi aðstöðu og búnað (Sumsion og Smyth, 2000; Rebeiro, 2000; Wilkins, Pollock, Rochon og Law, 2001). Keith (1998) tók saman niðurstöður

x

Iðjuþjálfinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.