Iðjuþjálfinn - 01.08.2011, Page 36

Iðjuþjálfinn - 01.08.2011, Page 36
36 • IðjuþjálfInn 1/2011 flestir þeirra komu með tillögur eins og sjá má dæmi um hér: „Meiri einstaklingsþjónusta, hefði viljað hitta iðjuþjálfann meira í miðri meðferð, ekki bara í byrjun og enda.“ „Hitta hann meira og ræða og skoða málin betur.“ „Meiri tími til föndurs, því það er upp­ byggilegt, en maður ekki orðinn nógu örugg ur til að flytja með sér heim.“ „Tími í hand verkshóp mætti vera 90 mín.“ „Læra að elda hollt og rétt.“ „Læra orkusparandi iðju á mínu heimili og á vinnustað.“ „Vantar hvað ég geri þegar heim kemur.“ Tæpur helmingur þátttakenda (45%) taldi sig þurfa áframhaldandi þjónustu iðjuþjálfa. Það voru einnig 52% þátttakenda sem töldu frekar eða mjög miklar líkur á að þeir myndu nýta sér þjónustu iðjuþjálfa á göngudeild Reykjalundar ef slíkt væri í boði. Umræður Niðurstöður könnunarinnar á viðhorfum skjól stæðinga til þjónustu iðjuþjálfa á Reyk­ ja lundi benda til þess að ákveðnir þættir skjól stæðingsmiðaðrar þjónustu séu hafðir að leiðarljósi. Skjólstæðingunum er sýnd mikil virðing og þeir upplifa áhuga og stuðn­ ing af hálfu iðjuþjálfanna. Enn fremur er mikið tillit tekið til þarfa, væntinga og óska skjól stæðinganna og einnig var í langflestum til vikum tekið mið af áhugasviði og venjum þeirra. Þeir þættir sem þarf að efla tengjast upplý­ singagjöf og markmiðssetningu. Í ljós kom að markmið voru ekki sett með 33% þátttaken­ da og 31 þátttakandi af 52 vildi að svo hefði verið gert. Þetta eru svipaðar vísbendingar og hafa komið fram í öðrum rannsóknum sem gerðar hafa verið á þjónustu iðjuþjálfa í endurhæfingu (Guðrún Pálmadóttir, 2004; Palmadottir, 2006; Helga K. Gestsdóttir o.fl., 2005; Lim o.fl., 2007). Athygli vekur að 70% skjólstæðinga töldu að þjónusta iðjuþjálfa hefði falið í sér mat á iðjuvanda, hæfni eða færni. Vekur þetta spur­ ningar um hvort tilgangur upplýsingaöflunar hafi ekki verið útskýrður nægilega vel eða skjólstæðingum ekki skýrt frá niðurstöðum mats eða greiningar. Úr könnuninni má einnig lesa að fræðslu­ þætti endurhæfingar séu gerð góð skil en það þurfi að sinna betur verklegri þjálfun, svo sem við heimilisstörf, atvinnu og tómstundaiðju. Þá kom í ljós að fræðsla til aðstandenda hafði sjaldan verið veitt. Rannsóknir í endurhæfin­ gu hafa leitt í ljós að skjólstæðingar vilja að aðstandendur séu með í ráðum og fái fræðslu og leiðbeiningar (Anna Dís Guðbergsdóttir og Rakel Björk Gunnarsdóttir, 2006; Cott, 2004). Ólíkt því sem fram kom hjá Cott (2004) þótti skjólstæðingum í þessari rannsókn íhlutun iðjuþjálfa hafa búið þá mjög eða frekar vel undir að takast á við daglegt líf eftir útskrift frá Reykjalundi og margir höfðu einnig fengið ráðleggingar um hvernig mætti viðhalda þeim árangri sem hafði náðst. Þetta er í góðu samræ­ mi við tilgang og markmið endurhæfingar. Auk þess töldu margir skjólstæðingar að lífsgæði þeirra og færni hefði aukist mjög eða frekar mikið við að fá þjónustu iðjuþjálfa. Um 40% þátttakenda gáfu til kynna að þeir hefðu viljað fleiri skipti í iðjuþjálfun. Enn fleiri eða tæpur helmingur þátttakenda taldi sig þurfa áframhaldandi þjónustu iðjuþjálfa og rúmlega helmingur taldi líkur á því að þeir myndu nýta sér þjónustu iðjuþjálfa á göngudeild Reykja­ lundar ef slíkt væri í boði. Af þessu má draga þá ályktun að spurn sé eftir þjónustu iðjuþjálfa á göngudeild sem og í samfélaginu. Eins og fram kom í niðurstöðum Önnu Dísar Guðbergsdót­ tur og Rakelar Bjarkar Gunnarsdóttur (2006) taldi stór hluti þátttakenda eftirfylgd mjög eða frekar mikilvæga og þriðjungur taldi að þeir he­ fðu haft þörf fyrir meiri eftirfylgd en þeir fengu. Einn tilgangur þjónustukönnunar er að kanna ánægju skjólstæðinga með veitta þjónustu. Hér kom í ljós að langflestir þátttakendur (92%) voru mjög eða frekar ánægðir með þjónustu iðjuþjálfa. Nokkrir höfðu auk þess tillögur um Spurningar: Mjög mikla/ Mikið/ Vel Frekar mikla/ mikið/ vel Í meðal- lagi Frekar litlar/ lítið/ illa Mjög litlar/ lítið/ illa Hversu mikla eða litla virðinu sýndi iðjuþjálfinn þér? 83% 11% 6% 0% 0% Hversu mikinn eða lítinn áhuga/stuðning sýndi iðjuþjálfinn, „lét sér annt um þig“? 64% 25% 10% 1% 0% Hversu vel eða illa fannst þér iðjuþjálfinn starfi sínu vaxinn (hafa nægilega faglega þekkingu)? 83% 11% 3% 1% 0% Hversu mikla/litla kynningu fékkstu á iðjuþjálfun og hvaða þýðingu hún gæti haft fyrir þig? 76% 15% 7% 1% 0% Hversu mikið eða lítið tillit var tekið til þarfa þinna, væntinga og óska þegar iðjuþjálfunin var skipulögð? 72% 17% 8% 2% 0% Hversu mikið eða lítið fannst þér iðjuþjálfunin taka mið af áhugasviði þínu og venjum? 63% 22% 13% 0% 2% Hversu vel eða illa útskýrði iðjuþjálfinn fyrir þér hvað iðjuþjálfun fæli í sér og hvaða þýðingu hún gæti haft fyrir þig? 76% 15% 7% 1% 0% Hversu miklar/litlar upplýsingar fékkstu um þá þjónustu sem iðjuþjálfinn veitt þér? (var þér sagt frá tilgangi með mati og þjálfun, varstu upplýst(ur) um niðurstöður úr mati og hvaða þýðingu þær höfðu? 33% 37% 17% 5% 7% Tafla 2. Virðing, viðmót, færni og upplýsingagjöf iðjuþjálfa. Mynd 2. Útkoma iðjuþjálfunar: Undirbúningur undir daglegt líf, aukin færni og lífsgæði. Mynd 3: Ánægja með iðjuþjálfunina.

x

Iðjuþjálfinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.