Iðjuþjálfinn - 01.08.2011, Síða 25

Iðjuþjálfinn - 01.08.2011, Síða 25
IðjuþjálfInn 1/2011 • 25 Um leið og fjöldinn jókst svo mikið þurfti að endurskoða allt skipulag og betrumbæta nokkrum sinnum í takt við það svo hér hefur hverjum steini verið velt við þó nokkrum sinnum. Á meðan við höfum verið uppteknar af því að koma deildinni á laggirnar og láta hana ganga upp dags daglega hafa íbúar og starfsmenn Hrafnistu þurft að venjast þessum nýja og síbreytilega hópi sem er orðinn þátttakandi í öllu því sem um er að vera í húsinu. Það voru að sjálfsögðu mikil viðbrigði fyrir þá og kannski sérstaklega eftir því sem fjölgaði í hópnum. En núna erum við að meðaltali með 30 manns á dag og kominn ákveðin stöðugleiki í kringum það. Við eigum íbúunum og starfsfólki Hrafnistu mikið að þakka fyrir góðar móttökur og velvilja í okkar garð og eru þau ávallt tilbúin að styðja við bakið á okkur og aðstoða eftir bestu getu. Að stofna dagendurhæfingu er ekki nóg eitt og sér, það þarf líka að sýna sig og sanna út á við því annars eru engir umsækjendur. Við þurftum bæði að sanna okkur fyrir eldri borgurunum og starfsmönnum innan öldrunargeirans. Þeir þurfa að trúa því og sjá, að við erum góður kostur fyrir þau, að hér fái fólk bót á sinni líðan og eflist í sínu daglega lífi. Til að geta uppfyllt slíkar kröfur þarf metnaðarfullt starfsfólk sem er tilbúið að leggja ýmislegt á sig. Starfsfólk sem hefur óbilandi trú á getu okkar allra og er samtaka í að stefna að sameiginlegum markmiðum. Við erum stolt af árangrinum og eru gestir okkar almennt á sama máli. Gestir okkar og aðstandendur þeirra tjá sig óspart um betri líkamlega, andlega og félagslega líðan. Árangurinn lætur heldur ekki á sér standa í þeim samanburðarprófum sem sjúkraþjálfararnir gera á hverjum og einum. Þjónustukönnun Hrafnistu sýnir sams konar niðurstöður en það eru nafnlausar kannanir. Þessi fyrstu tvö ár hafa verið einstaklega skemmtilegur og gefandi tími. Heimildarskrá Kielhofner, G. (2002). Model of Human Occupation. Philadelphia, Pennsylvania: Lippincott Williams og Wilkins. Gerhardsson, C. (1997). Flow Theory – en betydningsfull teori for ergoterapi. Ergoterapeuten, 40 (13), 56­61. Í byrjun nóvember 2010 voru veittir fjórir styrkir úr Rannsóknarsjóði Öldrunarráðs Íslands. Sjóðurinn hefur það hlutverk að styðja við bakið á rannsóknum í öldrunar­ málum á Íslandi auk sérstakra verkefna ann arra í málaflokknum, sem stjórn sjóðsins metur til þess fallin hverju sinnni. Að þessu sinni voru veittir styrkir að upphæð 950 þús und krónur til fjögurra aðila. Þar af voru tveir iðjuþjálfar sem hlutu styrkveitingar úr sjóðnum. Annars vegar Hrefna Brynja Gísla­ dóttir, iðjuþjálfi á Akureyri, en hún hlaut 100 þúsund króna styrk til að sækja nám skeið til kennsluréttinda í aðferðinni „Spark of life“ eða Lífsneistanum eins og hún hefur verið kölluð hér á landi. Um nýlega aðferðafræði er að ræða, sem er sérstaklega ætluð til að virkja fólk með heilabilun til þátttöku í lífinu. Lífs neist­ inn er ekki afþreyingarprógram heldur vandlega þróuð meðferð til að auka félags­ lega, tilfinningalega og sálræna vellíðan fólks með heilabilun (Jane Verity, 2008). Hins vegar Guðrún Hallgrímsdóttir, deildarstjóri iðjuþjálfunar og félagsstarfs Hrafnistu í Hafnarfirði, en hún hlaut 250 þúsund króna styrk vegna rannsóknar sinnar á karlmönnum og karlmennsku á dvalar­ og hjúkrunarheimilum sem hún er að framkvæma í samnorrænu meistara­ námi í öldrunarfræðum við Háskóla Íslands. Einnig hlutu Brynhildur Jónsdóttir, meistaranemi í sálfræði við Háskóla Íslands, styrk en hún er að rannsaka mynstur heilarita í vægri vitrænni skerð­ ingu og Helga Atladóttir, hjúkrunar­ forstjóri á Höfða á Akranesi meistaranemi í hjúkrunarstjórnun við Háskóla Íslands. Helga rannsakar heilsufar og færni aldraðra með einkenni heilabilunar á hjúkrunardeildum á Íslandi og gæðum þeirrar hjúkrunar sem þeir njóta. Tveir iðjuþjálfar hlutu styrk úr rann- sóknarsjóði Öldrunarráðs Íslands Hrefna Brynja Gísla dóttir Guðrún Hallgrímsdóttir

x

Iðjuþjálfinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.