Iðjuþjálfinn - 01.08.2011, Side 11

Iðjuþjálfinn - 01.08.2011, Side 11
IðjuþjálfInn 1/2011 • 11 Haustið 2008 var í fyrsta skipti boðið upp á fjarnám í iðjuþjálfunarfræði við Háskólann á Akureyri sem gaf nemendum um allt land tækifæri til að stunda námið óháð búsetu. Margir nýttu sér tæknina og völdu fjarnámið sem byrjaði með ýmsum tæknilegum örðugleikum og mörgum tölvupóstum á milli nemenda og kennara. En með samvinnu kennara, nemenda og ekki síst tæknimanna hjá Háskólanum hefur þetta þó allt gengið upp til þessa. Iðjuþjálfun varð fyrir valinu hjá mér vegna þess að námið býður upp á marga möguleika, það er fjölbreytt og hefur ákveðna sérstöðu. Þegar ég skráði mig til náms hefði mig þó seint grunað hversu mikil vinna liggur að baki hverri önn sem er þó hverrar vinnustundar virði. Í náminu eru fjögur vettvangsnáms tímabil auk einnar vettvangsheimsóknar, þar sem nemendur fá tækifæri til að tengja fræðin við hið raunverulega starf iðjuþjálfa. Ýmislegt má læra af bókum en það er ekki síður mikilvægt að upplifa raunverulegar aðstæður, fá að prófa, fá hugmyndir, safna reynslu og læra á hinum ýmsu sviðum iðjuþjálfunar. Ég var ekki tilbúin í fjarnámið í upphafi og valdi því að vera á staðnum og sitja tímana sem mér líkaði vel. Námið er fjölbreytt og skemmtilegt en jafnframt erfitt og krefjandi. Hver tími er tekinn upp á upptökubúnað með hljóði og myndum af glærum sem gerir það að verkum að kennarar eru bundnir við að lýsa sýnikennslu sinni í orðum og að endurtaka spurningar úr sal svo að kennslan skili sér til allra. Þetta vildi gjarnan gleymast fyrst um sinn en er núna orðinn fastur liður í kennslunni. Fjarnemar koma í Háskólann einu sinni til tvisvar á önn, viku í senn og þá er tíminn meðal annars nýttur í verklega kennslu og fram lagnir verkefna. Fjarnemavikurnar eru langar og strangar fyrir bæði nema og kennara. Fyrir kennara er það mikið púslu spil að koma sem mestu af verklegu kennslunni til skila og um leið mikið magn upplýsinga fyrir nemana að meðtaka á stuttum tíma. En þrátt fyrir þetta eru starfs menn og nemendur samtaka í að láta kennsluna ganga upp og prófa sig áfram með nýjum leiðum um leið og tækifæri gefast. Ég ákvað að prófa fjarnámið eftir að hafa verið tvö ár í staðnámi. Það fyrsta sem ég saknaði var að geta ekki mætt í tíma og hitt samnemendur á hverjum degi, spurt kennarann spurninga í tímum og unnið verkefnin í hópi sem hittist reglulega. Upptökurnar bjóða upp á marga kosti eins og að hafa aðgang að tímunum á þeim tíma sem hentar best en á móti kemur að fjarnemar hafa ekki aðgang að upptökum fyrr en tímarnir eru búnir hjá staðnemum og eru því skrefinu á eftir hvað það varðar. Kennarar hafa nú aukið kennslu sína í gegnum fjarfundarbúnað sem gefur nemum tækifæri til að sitja tíma og taka þátt, sjá kennara og aðra nemendur. Með tækninni er hægt að gera ótrúlegustu hluti mögulega. Í hópavinnu er Skype mikið notað sem gengur alla jafna vel og hægt að vera í videospjalli heilu dagana ef því er að skipta. Ef spurningar vakna þá er alltaf hægt að senda póst á sameiginlegt svæði á netinu og yfirleitt svara kennarar um hæl. Það eru því nokkur atriði sem skilja þessa tvo möguleika að og kostir og gallar við hvort tveggja en staðnámið finnst mér betri kostur vegna nálægðar við skólann, kennarana og samnemendur. Fjarnámið er samt sem áður frábær möguleiki og nauðsynlegt fyrir þá sem ekki hafa tök á að flytjast búferlum til að sitja tímana á Akureyri. Fjarlægðin á milli fjar­ og staðnáms er alltaf að minnka og á eftir að gera það áfram. Ég mæli eindregið með námi í iðjuþjálfun, það er frábært að fá að taka þátt í þeirri þróun sem á sér stað í náminu. Þetta er skemmtilegt nám og gefur mörg og fjölbreytt atvinnutækifæri til framtíðar. nám í iðjuþjálfun við Háskólann á Akureyri Aðalheiður Björk Guðrúnardóttir Iðjuþjálfanemi á þriðja ári við Háskólann á Akureyri

x

Iðjuþjálfinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.