Iðjuþjálfinn - 01.08.2011, Blaðsíða 9

Iðjuþjálfinn - 01.08.2011, Blaðsíða 9
IðjuþjálfInn 1/2011 • 9 hugarfari fólks í garð eldri kynslóðarinnar og gerbreytti stöðu þeirra. Annars vegar leystu fjölmiðlar einstaka stöðu aldraðra og hlutverk af hólmi, sem einir höfðu búið að hafsjó af upplýsingum. Hins vegar varð reynsla aldraðra minna virði í síbreytilegu og tæknivæddu samfélagi nútímans og meira máli skipti sveigjanleiki og hæfileiki til að læra og bregðast við nýjum aðstæðum (Nelson, 2011). Þjóðfélagið hefur þróast æ meira í þá átt að verða aldursskipt þannig að staða fólks í samfélaginu og hlutverkin sem því er ætlað á hverjum tíma ráðast að verulegu leyti af aldursskeiðum fremur en aðstæðum hvers og eins. Fjölskyldumynstur hafa breyst og sjaldgæft er orðið að fleiri en tvær kynslóðir búi saman. Áður var þörf fyrir sem flestar vinnandi hendur á hverju heimili og elsta kynslóðin gegndi því oft mikilvægu hlutverki í uppeldi og gæslu barna á heimili. Segja má að skólakerfið hafi tekið við því hlutverki sem áður var stór þáttur í lífi margs eldra fólks. Þátttaka fólks í samfélaginu og verðmæti einstaklingsins hefur í æ ríkara mæli verið skoðað í ljósi hlutverks viðkomandi á vinnumarkaði. Þegar starfsævi lýkur tekur við æviskeið fólks sem í mörgum tilvikum býr yfir þekkingu, reynslu og starfsorku og lifir við góða heilsu. En oft og tíðum skortir þetta fólk hlutverk og tækifæri til að nýta kunnáttu sína og færni í eigin þágu og samfélagsins (Heilbrigðis­ og tryggingamálaráðuneytið, 2003). Í flestum tilfellum fækkar hlutverkum aldraðra án þess að önnur jafngild hlutverk taki við. Ef ekkert kemur í stað hlutverka sem einstaklingur missir getur það skapað vítahring sem dregur úr sjálfstrausti, spillir félagstengslum og flýtir fyrir hrörnun. Það er því öldruðum mikilvægt að vera virkir þátttakendur í samfélaginu eftir því sem heilsa og aðstæður leyfa og samfélagið má ekki verða af þeirri dýrmætu reynslu og þekkingu sem aldraðir búa yfir (Jón Björnsson, 1993). Talið er að aldraðir sem fá tækifæri til að miðla upplýsingum og þekkingu til

x

Iðjuþjálfinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.