Iðjuþjálfinn - 01.08.2011, Blaðsíða 34

Iðjuþjálfinn - 01.08.2011, Blaðsíða 34
34 • IðjuþjálfInn 1/2011 fjölmargra rannsókna sem höfðu verið gerðar á upplifun skjólstæðinga af heilbrigðisþjó­ nustu. Þetta voru rannsóknir sem höfðu birst á árunum 1988­1998, ásamt greinum sem sneru eingöngu að viðhorfum skjólstæðinga til endurhæfingar en þeim hafði hann safnað undanfarin 20 ár. Niðurstöðurnar bentu til þess að skjólstæðingar væru yfirleitt ánægðir með þá heilbrigðisþjónustu sem þeir hefðu notið og sérstaklega höfðu skjólstæðingar jákvætt viðhorf til endurhæfingar. Samkvæmt Keith (1998) er ekki ljóst hvað helst stuðlar að ánægju skjólstæðinganna og tengslin milli ánægju fjölskyldu eða skjólstæðinga og áran­ gurs hafa lítið verið rannsökuð. Það sem virtist skipta miklu máli var góð samskipti og næg upplýsingagjöf. Meiri ánægja skjólstæðinga með heilbrigðisþjónustu virðist leiða til betri meðferðarheldni og meiri árangurs. Hins vegar láta óánægðir skjólstæðingar óánægju sína í ljós við vini, aðra heilbrigðisstarfsmenn og greiðendur þjónustunnar og leita annað eftir þjónustu. Mun færri rannsóknir hafa verið gerðar í endurhæfingu heldur en á sjúkrahú­ sum og í bráðaþjónustu og það leiðir til þess að fjölda spurninga er ósvarað um viðhorf og ánægju skjólstæðinga í endurhæfingu. Niðurstöður ofangreindra rannsókna og það sem skrifað hefur verið um skjól­ stæðingsmiðaða nálgun í iðjuþjálfun bendir til að fjölmargir þættir skipti máli og hafi áhrif á árangur iðjuþjálfunar. Iðju þjálfar á Reykjalundi töldu mikilvægt að leita eftir áliti notenda á þeirri þjónustu sem þeir höfðu fengið í iðju­ þjálfun og réðust í að kanna viðhorf og reynslu þeirra með spurningakönnun. Vonast var til að niðurstöðurnar vörpuðu ljósi á hvað vel væri gert og hvað betur mætti fara í þjónustu iðjuþjálfa á Reykjalundi og stuðlaði þar með að árangursríkari endurhæfingu. Aðferð Vettvangur rannsóknar Reykjalundur, stærsta endur hæfingar stofn un landsins, er í Mosfellsbæ. Þar njóta árlega á fjórða þúsund skjólstæðinga endur hæfingar. Á hverjum tíma eru um 150 skjólstæðingar í endurhæfingu, ýmist á sólarhringsdeild, dagde­ ild eða göngu deild og er innlögn háð beiðni frá lækni. Meðaldvalartími er 30 dagar. Meðferðin á Reykjalundi byggist á hugmyndafræði endurhæfingar þar sem teymisvinna sérhæfðs fagfólks er lögð til grundvallar. Starfsemin fer fram á níu meginsviðum, hjartasviði, lungna­ sviði, geðsviði, gigtarsviði, verkjasviði, tauga­ sviði, hæfingarsviði, næringar­ og offitusviði og starfsendurhæfingarsviði. Lögð er áhersla á að sníða meðferðina að þörfum skjólstæðinga. Hún fer fram bæði í hópum og einstaklings­ bundið en að henni geta komið læknar, hjúkrunarfræðingar, iðjuþjálfar, sjúkraþjálfarar, heilsuþjálfarar, félagsráðgjafar, sálfræðingar, talmeinafræðingar, næringarfræðingar, rann­ sóknarfólk og aðrir. Á Reykjalundi eru 15 stöður iðjuþjálfa og starfa þeir á öllum sviðum. Líkanið um iðju mannsins og kanadíska fræðasýnin um eflingu iðju leiða þjónustu iðjuþjálfa. Í íhlutun er áhersla lögð á þjálfun, aðlögun og fræðslu. Meðal þeirrar fræðslu sem iðjuþjálfar veita er námskeið um jafnvægi í daglegu lífi/strei­ tustjórnun, verkjaskóli og fræðsla um orkuspa­ randi vinnuaðferðir. Aðlögun lýtur meðal annars að prófun hjálpartækja og þjálfun í notkun þeirra, að framkvæma verk á annan hátt en venjulega eða skipuleggja daglegt líf á ný. Þjálfun felst t.d. í æfingum í orkusparandi vinnuaðferðum, að beita líkamanum við dagleg störf og tómstundaiðju, handarþjálfun til að viðhalda vöðvastyrk, liðleika og fín­ hreyfingum handa. Einnig eru gefin tækifæri til æfinga í samskiptum, ákvarðanatöku og ákveðni. Íhlutun fer fram á iðjuþjálfunardeil­ dinni, annars staðar á stofnuninni og einnig í nærumhverfi skjólstæðings svo sem á heimili eða vinnustað. Rannsóknaraðferð Rannsóknaraðferðin var megindleg og upplý­ singa var aflað með spurningalista sem saminn var af rannsakendum og var hann forprófa­ ður. Við gerð spurningalistans voru hafðir til hliðsjónar tveir spurningalistar sem höfðu verið notaðir í svipuðum íslenskum rannsók­ num (Helga K. Gestsdóttir o.fl., 2005; Anna Dís Guðbergsdóttir og Rakel Gunnarsdóttir, 2006). Einnig var leitað hugmynda í eigin­ dlegum rannsóknum (Guðrún Pálmadóttir, 2004; Palmadottir, 2003 og 2006; Jónína Sigurgeirsdóttir og Sigríður Halldórsdóttir, 2007) og hjá starfandi iðjuþjálfum með reynslu af rannsóknum og gerð spurningalista. Áhersla var lögð á skýrar spurningar svo ekki færi á milli mála hvað væri verið að spyrja um. Forðast var að spyrja leiðandi spurninga og ekki notaðar spurningar með fullyrðingum vegna þess að þær eru ekki taldar gefa nógu áreiðanleg svör. Mörgum spurninganna var svarað á fimm þrepa raðkvarða (Likert­kvarða) en það er algengur kvarði og talinn henta þessu rannsóknarsniði vel (Þorlákur Karlsson, 2003). Flestar spurningar voru lokaðar vegna þess að yfirleitt tekur styttri tíma að svara slíkum spurningum. Nokkrar opnar spurningar voru einnig í listanum til þess að þátttakendur gætu dýpkað svör sín og skrifað frá eigin brjósti. Til þess að fá sem gleggsta mynd af uppli­ fun skjólstæðinga af þjónustunni voru kanna­ ðir lykilþættir í skjólstæðingsmiðaðri nálgun, svo sem hvers eðlis tengslin milli skjól­ stæðings og iðjuþjálfa voru, hvort upplýsingar væru veittar, hversu mikið val skjólstæðingu­ rinn hafði og hversu mikinn þátt hann tók í iðjuþjálfunarferlinu, t.d. í markmiðssetningu. Einnig var spurt um ánægju skjólstæðinga með iðjuþjálfunina og gagn skjólstæðinga af þjónustunni. Að lokum var aflað upplýsinga um líkur á því að viðkomandi myndi nýta sér eftirfylgd iðjuþjálfa ef hann ætti þess kost. Spurningalistinn var forprófaður. Fyrst lásu iðjuþjálfarnir hann yfir og gerðu athuga­ semdir. Að því loknu var listinn lagður fyrir sex skjólstæðinga af mismunandi sviðum, það er hjarta­ tauga­, hæfingar­, geð­, lungna­ og gigtarsviði. Þeir iðjuþjálfar sem lögðu listann fyrir í forprófun fengu leiðbeiningar til að fara eftir. Áður en skjólstæðingarnir svöruðu listanum voru þeir spurðir nokkurra spur­ ninga, t.d. hvað þeir álitu góða þjónustu af hálfu iðjuþjálfa og hvað þeir teldu mikilvægt að leggja áherslu á í könnun eins og þessa­ ri. Listinn var síðan lagður fyrir og tekinn tíminn og skráð ef skjólstæðingar skildu ekki spurningarnar eða áttu í erfiðleikum með að svara. Þegar forprófun var lokið var orðalagi nokkurra spurninga breytt til þess að gera þær enn skýrari og draga betur fram hvað væri átt við. Það tók flesta um 15­20 mínútur að svara listanum. Leyfis var aflað hjá lækningaforstjóra Reykjalundar, Vísindasiðanefnd og rannsóknin var tilkynnt til Persónuverndar. Fyrirhuguð rannsókn var einnig kynnt fyrir læknum og hjúkrunarfólki á Reykjalundi og leyfi fengið til að hafa svarkassa á deildunum. Litið var svo á að með því að svara listanum gæfu skjólstæðin­ gar samþykki sitt fyrir þátttöku. Tölfræðiforritið Statistical Package for the Social Sciences (SPSS) var notað við úrvinnslu

x

Iðjuþjálfinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.