Iðjuþjálfinn - 01.08.2011, Blaðsíða 10

Iðjuþjálfinn - 01.08.2011, Blaðsíða 10
10 • IðjuþjálfInn 1/2011 annarra og samfélagsins í heild, líði betur, haldi betri heilsu og lifi lengur en aðrir. Því er nauðsynlegt að stuðla að því að aldraðir eigi kost á að sinna hlutverkum sem þeir hafa áhuga á að inna af hendi (Heilbrigðis­ og tryggingamálaráðuneytið, 2003). Þróunarstarf Iðnaðarsafns Akureyrar, dagþjónustu Víðilundar og Brekkuskóla: Vettvangur þar sem aldraðir endurheimta fyrri hlutverk. Þróunarstarfi Iðnaðarsafns Akur eyrar, Dagþjónustu Víðilundar og Brekku­ skóla var komið á laggirnar í febrúar síðastliðnum. Arndís Bergsdóttir, safn stjóri Iðnaðarsafnsins á Akureyri og meistaranemi í safnafræðum, óskaði eftir samstarfi við eldri borgara og grunn skólabörn þar sem hún vildi færa safnið út í samfélagið en ekki hafa það einungis staðsett innan veggja ákveðins húsnæðis. Samkvæmt upplýsingum frá Safnaráði Íslands er ekki vitað til þess að verkefni af þessum toga hafi verið unnið á Íslandi. Undirrituð sá það strax að þetta væri kjörinn vettvangur fyrir dagþjónustugesti að láta ljós sitt skína þar sem flestir munir Iðnaðarsafnsins eru þeim vel kunnugir og það eru ekki bara aldraðir einstaklingar sem upplifa nostalgíu þegar inn á safnið er komið. Ekki er langt síðan Akureyri var nánast sjálfbær bær, framleiddi allt sem þurfti til daglegra nota, nytjahluti og iðnaðarvarning. En í dag eru aldeilis breyttir tímar og grunnskólabörnin í 6. bekk í Brekkuskóla þekkja aðeins verslunarmiðstöðina Glerártorg þar sem áður sló hjarta bæjarins þegar verksmiðjur Sambands íslenskra samvinnufélaga (SÍS) voru fyrirtæki í fullum blóma með um eitt þúsund starfsmenn þegar best lét, en þær voru á þessu svæði. Hugmyndin er sú að eldri kynslóðin afhendi þeirri yngri söguna sem til heyrir þessum tíma og öðlist aftur það hlut verk að miðla upplýsingum til yngri kynslóðarinnar sem aldraðir hafa haft í aldanna rás. Samstarfið felst í að allir fagaðilar komi jafnir að borði og nýti sérþekkingu sína, þe. tveir grunn skólakennarar í Brekkuskóla, þau Garðar Þorsteinsson og Karen Ingimarsdóttir, Arndís safnstjóri Iðnaðarsafnsins á Akur eyri og undirrituð sem er iðjuþjálfi. Sameiginlegt markmið er að allir þátt takendur hagnist; ungir, aldraðir, Iðnaðar safnið og almenningur í heild. Þróunarstarfið tekur á sig þá mynd sem skapast af samspili samskipta eldri og yngri kynslóðarinnar. Í fyrstu tveimur heim sóknum grunnskólabarnanna í Víðilund var lögð áhersla á tengsla­ myndun. Dagþjónustugestum sem viljugir voru að taka þátt í þróunarstarfinu ásamt grunnskólabörnum í tveimur 6. bekkjum var skipt í hópa. Nemendur komu undirbúnir með spurningar sem þeir lögðu fyrir dagþjónustugesti. Unun var að fylgjast með. Þarna fengu aldraðir það hlutverk að segja þeim yngri frá fortíð sinni og krakkarnir fundu svolítið til sín að vera rannsakendur. Í þessum heimsóknum voru samskiptin algjörlega gagnkvæm, aldraðir spurðu jafnmikið börnin hvað þau væru að sýsla, hvaða drauma þau hefðu, hverra manna þau væru og svo framvegis. Næsta skref verður svo að dagþjónustugestir og grunnskólabörnin fara í heimsókn á safnið, skoða muni og skrá hjá sér hvað þeim finnst áhugaverðast. Þarnæst munu börnin koma aftur í heimsókn þar sem paraðir verða saman einn til tveir dagþjónustugestir og eitt til tvö grunnskólabörn eftir áhugasviði þeirra. Ætlunin er að taka þau samskipti upp á diktafón. Börnin munu svo vinna úr þessum gögnum og Iðnaðarsafnið mun með einhverju móti nýta sér þessa upplýsingaöflun, t.d. með því að gera safnið meira lifandi með því að bjóða safngestum upp á að hlusta á frásagnirnar úr viðtölunum. Lokaorð Óljóst er hver endanleg útkoma verður en sú óvissa er alltaf fyrir hendi þegar farið er af stað með þróunarstarf. Hins vegar er það von allra sem að verkefninu standa að þetta samstarf færi eldri kynslóðinni meiri lífsánægju og fræjum verði sáð hjá ungu kynslóðinni, svo að börnin fái veganesti og aukna innsýn í það úr hvaða jarðvegi íslenska þjóðin er sprottin. Heimildaskrá Heilbrigðis­ og tryggingamálaráðuneytið (2003). Skýrsla stýrihóps um stefnumótun í málefnum aldraðra til ársins 2015. Reykjavík: Heilbrigðis­ og tryggingamálaráðuneytið. Jón Björnsson (1993). Hvað er öldrun? Í Hörður Þorgilsson og Jakob Smári (ritstj.), Sálfræðbókin (bls. 782­788). Reykjavík: Mál og Menning. Kielhofner, G. (2002). A model of human occupation; Theory and application (3. útg.). Baltimore: Lippincott Williams & Wilkins. Nelson T. D. (2011). Ageism: The strange case of prejudice anainst the older you. Í Wiener R. L. og Wilborn S. L. (ritstj.), Disability and aging discrimination: Perspective in law and psychology (bls. 38). Springer New York Dordrecht Heidelberg London.

x

Iðjuþjálfinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.