Iðjuþjálfinn - 01.08.2011, Page 39

Iðjuþjálfinn - 01.08.2011, Page 39
IðjuþjálfInn 1/2011 • 39 mikilvægt að starfsmenn noti bæði andlit og líkama til tjáningar og geti leikið sér sjálfir. Klúbburinn hefur verið starfræktur síðan haustið 2010. Reynslan sýnir okkur að til að klúbbastarfið kveiki á lífsneistanum er mikilvægt að fylgja römmunum með aðaláhersluna á gleðina. Að val á einstaklingum í klúbbinn sé vandað, með tilliti til að allir séu á svipuðu stigi í sjúkdómsferlinu. Að þátttakendur hittist í hverri viku, undantekningalaust, og að báðir starfsmenn séu ávallt viðstaddir. Og að einstaklingar í klúbbnum séu alltaf þeir sömu, en ekki skipt út eftir ástandinu á heimilinu hverju sinni. Til að geta kallað klúbbinn sólskinsklúbb eftir hugmyndafræði Lífsneistans er mikilvægt að draga ekki úr kröfum og stytta sér ekki leiðir. Nauðsynlegt er að annar starfsmaðurinn hafi sótt námskeið í Lífsneistanum og geti því miðlað áfram. Klúbbastarfið í vetur hefur verið skemmtilegt og höfum við séð lífsneistann kvikna hjá mörgum einstaklingum, tjáskipti aukast og kvíða minnka, og félagsleg samskipti verða virkari. Auk þess tjá einstaklingarnir sjálfir mikla ánægju og gleði með starfið. Lífsneistinn er kominn til að vera á Hrafnistuheimilunum. Hægt er að lesa sér til um efnið í bók Jane Verity sem heitir á frummálinu: „Dementia – How to care and how to cope“. Einnig er hægt að lesa bókina: „Að endurvekja lífsneistann hjá fólki með heilabilun,“ sem gefin var út af Félagi aðstandenda Alzheimerssjúklinga og annarra skyldra sjúkdóma. Áhugasömum er velkomið að hafa samband við undirritaðar ef þeir vilja vita meira um klúbbastarfið á Hrafnistu. Við óskum Iðjuþjálfafélagi Íslands til hamingju með 35 ára afmælið Fjórða mars 1976 var Iðjuþjálfafélag Íslands formlega stofnað og nafnið iðjuþjálfun fest í sessi. Stofnfélagar voru 10 talsins. Fyrstu stjórnina skipuðu: Hope Knútsson Guðrún Pálmadóttir Anne Grethe Hansen og Ingibjörg Ásgeirsdóttir. Auk þeirra voru stofnfélagar: Sigríður Loftsdóttir Jóna Kristófersdóttir Kristín Tómasdóttir Emelita O. Nocon Hildegard Demleiter og Margrét Demleiter

x

Iðjuþjálfinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.