Iðjuþjálfinn - 01.08.2011, Blaðsíða 7

Iðjuþjálfinn - 01.08.2011, Blaðsíða 7
IðjuþjálfInn 1/2011 • 7 Í fræðslu­ og kynningarnefnd 2010­2011 sitja Björg Jónína Gunnarsdóttir, Bryn­ hildur Guðmundsdóttir, Hafdís Péturs­ dóttir, Rakel Anna Másdóttir og Sigrún Jóna G. Eydal. Brynhildur, Rakel Anna og Sigrún Jóna ganga út úr nefndinni þetta árið en Arnþrúður Eik, Elín Heiða og Ragnheiður Reykjalín koma inn í staðinn. Hlutverk nefndarinnar er að hafa yfir­ umsjón með fræðslumálum inn an félagsins ásamt því að vinna að kynn ingar málum. Stærsta og viða mesta verkefnið er að halda utan um og skipuleggja hið árlega verkefni Skólatöskudaga. Fræðslumál Á árinu hóf fræðslu­ og kynningarnefnd samstarf við Endurmenntun Háskóla Ís lands og felst það í samstarfinu að Endur menntun skipuleggur ýmis námskeið sem standa félögum Iðjuþjálfafélags Íslands til boða. Félagsmenn hafa þó ekki nýtt sér námskeið Endurmenntunar nógu vel. Mikilvægt er að hvetja félagsmenn til þátttöku í námskeiðum en starfsfólk Endur menntunar segir ástandið vera svipað í öðrum fagfélögum. Einnig hefur nefndin tvisvar staðið fyrir hádegisfræðslu í sal BHM og þótti það heppnast vel. Nokkur spurn hefur verið eftir AMPS­námskeiði hér á landi og er vinna við það námskeið nú komin í gang. Kynningarmál Kynningarmál eru vaxandi verkefni í starfi nefndarinnar og hægt og rólega byggist upp þekking og reynsla í þessum málaflokki. Nefndin hefur ekki verið nógu öflug í kynningarmálum og nokkuð erfitt hefur reynst að ná athygli fjölmiðla, t.d. til að kynna Skólatöskudaga. Með því að hafa einn nefndarmeðlim sem tengilið við fjölmiðla vonumst við til að efla þennan hluta nefndarstarfanna. Hugmyndir til að ná athygli fjölmiðla Hvetja iðjuþjálfa sem hafa farið á Skóla­ tösku daga til að skrifa stutta pistla í vefmiðla og blöð þar sem þeir segja frá reynslu sinni. Senda „krassandi“ fréttatilkynningar á fjölmiðla þar sem mikilvægi Skóla tösku­ daga kemur fram. Fræðslu­ og kynningarnefnd er einnig í samstarfi við afmælisnefnd Iðju þjálfa fél­ agsins með ýmis verkefni, svo sem daga tal sem félagar fengu sent fyrir stuttu. Dagur iðjuþjálfunar var haldinn í fyrsta sinn 27. október 2010. Dagsetningin var miðuð við alþjóðlega viku iðjuþjálfunar og bindum við miklar vonir við að í fram tíð­ inni verði dagurinn öflugur liður í kynn­ ingu á iðjuþjálfun. Skólatöskudagar Skólatöskudagar voru haldnir fimmta árið í röð og fóru fram vikuna 20.­24. september. Þátt taka var heldur minni en hún hefur verið undanfarin ár og fóru 24 iðjuþjálfar og einn nemi í 23 skóla víðs vegar á landinu. Að sama skapi var fækkun á nemendafjölda sem hittu iðjuþjálfa, en 1237 nemendur fengu fræðslu og/eða vigtun. Hins vegar varð sú breyting að margir skólar óskuðu eftir að fá iðjuþjálfa á Skólatöskudögum, sem er mjög gleðilegt. Fræðslu­ og kynn ing ar­ nefndin hefur ákveðið nokkrar breytingar á fyrirkomulagi Skólatöskudaga, svo sem aukið samstarf við Háskólann á Akur eyri um þátttöku iðjuþjálfunarnema og að meiri áhersla verði lögð á fræðslu og upp röð un í skólatöskuna. Vonast nefndin til þess að þátttaka iðjuþjálfa og nema verði betri í ár. Hægt er að nálgast skýrslu vegna Skóla tösku­ daga 2010 á www.sigl.is og eins gögn sem þeim tilheyra. Að lokum Fræðslu­ og kynningarmál fela í sér sam­ vinnu við félagsmenn til að árangur náist og því viljum við hvetja ykkur til að vera dugleg að aðstoða okkur við að koma með hugmyndir og útfæra þær. Því fleiri sem eru virkir því meiri líkur eru á góðum árangri. Stöndum saman okkur sjálfum og faginu til hagsbóta! Með góðri kveðju! Fyrir hönd fræðslu- og kynningarnefndar, Rakel Anna og Björg Jónína hættu störfum í kjaranefnd á síðasta aðalfundi félagsins. Rósa Hauksdóttir fer aftur í varamannssæti í stjórn IÞÍ og þar af leiðandi kemur nýr fulltrúi stjórnar inn í kjaranefnd. Aðrir nefndarmenn voru ekki til kjörs að þessu sinni. Það er upplifun þeirra sem gengu úr nefndinni að starfið sé mjög lærdómsrík og góð reynsla, þar sem ýmis samskipti ganga að stórum hluta út á samningaviðræður. Eftirtalin gáfu kost á sér og voru kjörin í kjaranefnd á aðalfundinum: Rakel Anna Másdóttir (Reykjalundur), Álfheiður Karlsdóttir (FSA), Guðjón Benediktsson (LSH­Hringbraut/ geðdeild), Pálína Sigrún Halldórsdóttir (Akureyrarbær) og Bergþóra Guðrún Þorsteinsdóttir (Sjúkratryggingar Íslands – Hjálpartækjamiðstöð). Það er mjög ánægjulegt að nú eiga stærstu vinnustaðir iðjuþjálfa aftur fulltrúa í kjaranefnd, sem er afar mikilvægt til að efla tengsl félagsins við félagsmenn og vinnustaði. Nefndin hefur skipt með sér verkum og er Guðjón formaður, Bergþóra varaformaður og Rakel Anna ritari. f.h. fráfarandi kjaranefndar Berglind Indriðadóttir Fréttir frá fræðslu- og kynningarnefnd

x

Iðjuþjálfinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.